Hjónin á Erpsstöðum verðlaunuð á Búnaðarþingi Atli Ísleifsson skrifar 30. mars 2023 14:13 Bændurnir á Erpsstöðum, þau Þorgrímur Einar Guðbjartsson og Helga Elínborg Guðmundsdóttir, ásamt Svandísi Svavarsdóttur matvælaráðherra. Bændasamtökin Hjónin á Erpsstöðum í Dalabyggð, þau Helga Elínborg Guðmundsdóttir og Þorgrímur Einar Guðbjartsson hlutu Landbúnaðarverðlaunin á Búnaðarþingi í morgun. Heimavinnsla bændanna hefur notið mikilla vinsælda, meðal annars ísinn og ostarnir. Á vef Bændasamtakanna kemur fram að hjónin hafi búið á Erpsstöðum í 25 ár og alla tíð ástundað búskap sinn af forsjá og áhuga. „Á þessum árum hafa þau eflt búið verulega, aukið ræktað land, fjölgað kúm og framleiðslu afurða. Auk þess hafa þau stundað fjölþætta aðra starfsemi í landbúnaði. Til dæmis voru þau með fyrstu bændum sem gerðu samning við Vesturlandsskóga um skógrækt á bændabýlum. Byggt var nýtt fjós 2008 og heimavinnsla mjólkurafurða hófst árið eftir. Á Erpsstöðum er nú tekið á móti og þúsundum ferðamanna árlega sem koma í heimsókn, kynna sér íslenskan landbúnað og bragða á vörum þeirra sem framleiddar eru undir vörumerkinu Rjómabúið á Erpsstöðum. Samhliða er einnig boðið upp á gistiþjónustu á bænum,“ segir í tilkynningunni. Að neðan má sjá innslag úr Kvöldfréttum Stöðvar 2 árið 2022 þar sem búið var heimsótt. Fram kemur að Helga og Þorgrímur eigi fimm börn, en að þau hafi einnig tekið börn í fóstur á búinu, bæði til skemmri og lengri tíma. „Til viðbótar hafa þau um langt árabil tekið á móti nemum í starfsnám frá landbúnaðarskólum í Evrópu. Ennfremur hafa þau tekið virkan þátt í félagsstörfum svo sem með setu í sveitarstjórn, stjórnum búnaðarfélaga, æskulýðsfélaga og annarra samtaka í nærsamfélaginu auk forystu í samtökum framleiðenda beint frá býli á landsvísu. Frá Erpsstöðum í Dalabyggð.Vísir/Magnús Hlynur Matvælaráðherra veitir landbúnaðarverðlaun árlega í tengslum við Búnaðarþing. Ráðherra landbúnaðarmála veitti landbúnaðarverðlaun fyrst árið 1997 og þau hafa verið veitt flest ár síðan eða alls 24 skipti. Á árinu 2023 var í fyrsta sinn auglýst eftir tilnefningum opinberlega í Bændablaðinu. Alls bárust sex tilnefningar. Í gegnum árin hefur fjöldi verðlaunahafa verið breytilegur en að þessu sinni er einn verðlaunahafi,“ segir í tilkynningunni. Landbúnaður Matvælaframleiðsla Dalabyggð Tengdar fréttir Ferðamenn og svínin á Erpsstöðum vitlaus í ísinn Heimavinnsla bændanna á Rjómabúinu á Erpsstöðum í Dalasýslu er alltaf að verða vinsælli og vinsælli enda rjúka vörurnar af bænum út til ferðamanna. Ísinn og ostarnir eru alltaf mjög vinsælir, svo ekki sé minnst á broddinn beint úr kúnum. Svínin á bænum elska líka ísinn. 7. júlí 2022 20:04 Mest lesið „Nú er nóg komið“ Erlent Rodríguez réttir Bandaríkjunum sáttarhönd Erlent „Ég neyðist til að segja það hreint út“ Erlent Flugsamgöngur lamaðar og þúsundir sitja fastar Erlent Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent „En við þurfum samt Grænland“ Erlent Stjórn Maduro situr sem fastast Erlent Borgarstjórinn segist heita Heiða Innlent Gæti orðið bylting fyrir konur á breytingaskeiði Innlent „BRÁÐUM“ Erlent Fleiri fréttir Dýpra samtal og samvinna við Evrópusambandið „lykilbreyta“ „Ísland stendur þétt með vinum sínum“ Guðbjörg Oddný sækist eftir öðru sætinu Tveir ökumenn reyndust dvelja ólöglega á landinu Já sæll, sauðburður er hafinn í Helgafellssveit Borgarstjórinn segist heita Heiða Smáríkið íhugar málsókn vegna aðgerða lögreglu Gæti orðið bylting fyrir konur á breytingaskeiði Er Miðflokkurinn hægriflokkur? „Flestum þykir vænt um bóndann“, segir formaður Bændasamtakanna Furða sig á viðbrögðum Þorgerðar sem dregur í land Útilokar ekki borgarastyrjöld Goddur er látinn Rauði krossinn veitti íbúum skjól eftir bruna Hverju skipta árásirnar á Venesúela í stóru myndinni? Lögregla lokaði áfengissölustað Gönguleið yfir Elliðaár í stað hitaveitustokksins „Viðbrögð utanríkisráðherra eru til skammar“ Þessi bjóða sig fram fyrir Samfylkinguna í Reykjavík „Allavega er þessi einræðisherra farinn“ Nafn konunnar sem lést á Hvolsvelli Banaslys á Biskupstungnabraut Krakkarnir beðið um að halda áfram heimsóknum á Hrafnistu Alvarlegt bílslys á Biskupstungnabraut Hótaði að nauðga manni og skallaði annan vegna húðlitar Stærðfræðikennarinn Stein sækist eftir fjórða sæti Langar raðir á Sorpu eftir hátíðarnar Sjálfstæðisflokkurinn í 35 prósentum Rýnt í stöðuna í Venesúela og Sjálfstæðisflokkurinn á flugi Rennibrautinni lokað eftir fjölda óhappa Sjá meira
Á vef Bændasamtakanna kemur fram að hjónin hafi búið á Erpsstöðum í 25 ár og alla tíð ástundað búskap sinn af forsjá og áhuga. „Á þessum árum hafa þau eflt búið verulega, aukið ræktað land, fjölgað kúm og framleiðslu afurða. Auk þess hafa þau stundað fjölþætta aðra starfsemi í landbúnaði. Til dæmis voru þau með fyrstu bændum sem gerðu samning við Vesturlandsskóga um skógrækt á bændabýlum. Byggt var nýtt fjós 2008 og heimavinnsla mjólkurafurða hófst árið eftir. Á Erpsstöðum er nú tekið á móti og þúsundum ferðamanna árlega sem koma í heimsókn, kynna sér íslenskan landbúnað og bragða á vörum þeirra sem framleiddar eru undir vörumerkinu Rjómabúið á Erpsstöðum. Samhliða er einnig boðið upp á gistiþjónustu á bænum,“ segir í tilkynningunni. Að neðan má sjá innslag úr Kvöldfréttum Stöðvar 2 árið 2022 þar sem búið var heimsótt. Fram kemur að Helga og Þorgrímur eigi fimm börn, en að þau hafi einnig tekið börn í fóstur á búinu, bæði til skemmri og lengri tíma. „Til viðbótar hafa þau um langt árabil tekið á móti nemum í starfsnám frá landbúnaðarskólum í Evrópu. Ennfremur hafa þau tekið virkan þátt í félagsstörfum svo sem með setu í sveitarstjórn, stjórnum búnaðarfélaga, æskulýðsfélaga og annarra samtaka í nærsamfélaginu auk forystu í samtökum framleiðenda beint frá býli á landsvísu. Frá Erpsstöðum í Dalabyggð.Vísir/Magnús Hlynur Matvælaráðherra veitir landbúnaðarverðlaun árlega í tengslum við Búnaðarþing. Ráðherra landbúnaðarmála veitti landbúnaðarverðlaun fyrst árið 1997 og þau hafa verið veitt flest ár síðan eða alls 24 skipti. Á árinu 2023 var í fyrsta sinn auglýst eftir tilnefningum opinberlega í Bændablaðinu. Alls bárust sex tilnefningar. Í gegnum árin hefur fjöldi verðlaunahafa verið breytilegur en að þessu sinni er einn verðlaunahafi,“ segir í tilkynningunni.
Landbúnaður Matvælaframleiðsla Dalabyggð Tengdar fréttir Ferðamenn og svínin á Erpsstöðum vitlaus í ísinn Heimavinnsla bændanna á Rjómabúinu á Erpsstöðum í Dalasýslu er alltaf að verða vinsælli og vinsælli enda rjúka vörurnar af bænum út til ferðamanna. Ísinn og ostarnir eru alltaf mjög vinsælir, svo ekki sé minnst á broddinn beint úr kúnum. Svínin á bænum elska líka ísinn. 7. júlí 2022 20:04 Mest lesið „Nú er nóg komið“ Erlent Rodríguez réttir Bandaríkjunum sáttarhönd Erlent „Ég neyðist til að segja það hreint út“ Erlent Flugsamgöngur lamaðar og þúsundir sitja fastar Erlent Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent „En við þurfum samt Grænland“ Erlent Stjórn Maduro situr sem fastast Erlent Borgarstjórinn segist heita Heiða Innlent Gæti orðið bylting fyrir konur á breytingaskeiði Innlent „BRÁÐUM“ Erlent Fleiri fréttir Dýpra samtal og samvinna við Evrópusambandið „lykilbreyta“ „Ísland stendur þétt með vinum sínum“ Guðbjörg Oddný sækist eftir öðru sætinu Tveir ökumenn reyndust dvelja ólöglega á landinu Já sæll, sauðburður er hafinn í Helgafellssveit Borgarstjórinn segist heita Heiða Smáríkið íhugar málsókn vegna aðgerða lögreglu Gæti orðið bylting fyrir konur á breytingaskeiði Er Miðflokkurinn hægriflokkur? „Flestum þykir vænt um bóndann“, segir formaður Bændasamtakanna Furða sig á viðbrögðum Þorgerðar sem dregur í land Útilokar ekki borgarastyrjöld Goddur er látinn Rauði krossinn veitti íbúum skjól eftir bruna Hverju skipta árásirnar á Venesúela í stóru myndinni? Lögregla lokaði áfengissölustað Gönguleið yfir Elliðaár í stað hitaveitustokksins „Viðbrögð utanríkisráðherra eru til skammar“ Þessi bjóða sig fram fyrir Samfylkinguna í Reykjavík „Allavega er þessi einræðisherra farinn“ Nafn konunnar sem lést á Hvolsvelli Banaslys á Biskupstungnabraut Krakkarnir beðið um að halda áfram heimsóknum á Hrafnistu Alvarlegt bílslys á Biskupstungnabraut Hótaði að nauðga manni og skallaði annan vegna húðlitar Stærðfræðikennarinn Stein sækist eftir fjórða sæti Langar raðir á Sorpu eftir hátíðarnar Sjálfstæðisflokkurinn í 35 prósentum Rýnt í stöðuna í Venesúela og Sjálfstæðisflokkurinn á flugi Rennibrautinni lokað eftir fjölda óhappa Sjá meira
Ferðamenn og svínin á Erpsstöðum vitlaus í ísinn Heimavinnsla bændanna á Rjómabúinu á Erpsstöðum í Dalasýslu er alltaf að verða vinsælli og vinsælli enda rjúka vörurnar af bænum út til ferðamanna. Ísinn og ostarnir eru alltaf mjög vinsælir, svo ekki sé minnst á broddinn beint úr kúnum. Svínin á bænum elska líka ísinn. 7. júlí 2022 20:04
Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent
Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent