Minnst þrjátíu og fimm létust þegar gólf gaf sig og tugir féllu í brunn Samúel Karl Ólason og Gunnar Reynir Valþórsson skrifa 31. mars 2023 10:23 Margir féllu ofan í brunninn og minnst 35 létust. AP Að minnsta kosti þrjátíu og fimm létu lífið þegar gólf í musteri Hindúa á Indlandi gaf sig í morgun. Fólkið féll ofan í vatnsbrunn sem var undir gólfinu og drukknaði en vatnið mun hafa verið um átta metrar á dýpt. Enn er verið að leita í brunninum og er eins manns saknað, samkvæmt AP fréttaveitunni. Mikill fjöldi fólks var í musterinu þar sem trúarhátíð var í gangi. en björgunarfólki tókst að bjarga fjórtán á lífi upp úr brunninum. Nrendra Modi, forsætisráðherra Indlands, segist harmi sleginn yfir slysinu. Staðarmiðlar segja að musterið hafi verið byggt fyrir um fjörutíu árum en áður hafði brunnurinn verið byrgður og tekinn úr notkun. Margir sátu á loki brunnsins og voru við bænir þegar það gaf sig. Vitni sagði Times of India að fólk hefði ekki áttað sig á því hvað væri að gerast. Fyrst hefði hávær hvellur heyrst og svo hefði gólfið gefið sig og við það hefðu gestir musterisins sem voru við bænir fallið ofan í holuna. Um 140 manns, og þar á meðal hermenn, hafa komið að björgunarstörfum og var notast við stiga og reipi til að koma fólki, bæði látnu og lifandi, upp úr brunninum. Þá var vatni dælt úr honum. Times of India segir að eigendum musterisins hafi verið skipað í janúar að opna brunninn þar sem lokun hans hefði verið ólögleg og hættuleg. Atvik sem þessi eru ekki óalgeng á Indlandi. Í október hrundi aldargömul brú í á í Gujarat en þá voru hundruð manna á brúnni og minnst 132 dóu. Það slys var það versta á Indlandi um árabil. Í sjónvarpsfréttinni hér að neðan má sjá myndefni frá vettvangi. Indland Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Fleiri fréttir Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Sjá meira
Enn er verið að leita í brunninum og er eins manns saknað, samkvæmt AP fréttaveitunni. Mikill fjöldi fólks var í musterinu þar sem trúarhátíð var í gangi. en björgunarfólki tókst að bjarga fjórtán á lífi upp úr brunninum. Nrendra Modi, forsætisráðherra Indlands, segist harmi sleginn yfir slysinu. Staðarmiðlar segja að musterið hafi verið byggt fyrir um fjörutíu árum en áður hafði brunnurinn verið byrgður og tekinn úr notkun. Margir sátu á loki brunnsins og voru við bænir þegar það gaf sig. Vitni sagði Times of India að fólk hefði ekki áttað sig á því hvað væri að gerast. Fyrst hefði hávær hvellur heyrst og svo hefði gólfið gefið sig og við það hefðu gestir musterisins sem voru við bænir fallið ofan í holuna. Um 140 manns, og þar á meðal hermenn, hafa komið að björgunarstörfum og var notast við stiga og reipi til að koma fólki, bæði látnu og lifandi, upp úr brunninum. Þá var vatni dælt úr honum. Times of India segir að eigendum musterisins hafi verið skipað í janúar að opna brunninn þar sem lokun hans hefði verið ólögleg og hættuleg. Atvik sem þessi eru ekki óalgeng á Indlandi. Í október hrundi aldargömul brú í á í Gujarat en þá voru hundruð manna á brúnni og minnst 132 dóu. Það slys var það versta á Indlandi um árabil. Í sjónvarpsfréttinni hér að neðan má sjá myndefni frá vettvangi.
Indland Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Fleiri fréttir Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Sjá meira