FDA heimilar lausasölu naloxone-lyfsins Narcan Hólmfríður Gísladóttir skrifar 31. mars 2023 12:53 Vonir eru bundnar við að breytingin dragi úr dauðsföllum af völdum ofneyslu ópíóða. Getty/Justin Sullivan Matvæla- og lyfjaeftirlit Bandaríkjanna hefur heimilað lausasölu lyfjaúðans Narcan. Narcan er notað sem neyðarmeðferð við ofneyslu ópíóða og breytingin gerir það að verkum að einstaklingar munu innan tíðar getað nálgast úðann í apótekum og matvöruverslunum, án lyfjaávísunar. Í New York stendur til að koma upp Narcan-sjálfsölum síðar á þessu ári. Vonir standa til að aukið aðgengi að Narcan muni draga úr síhækkandi tíðni dauðsfalla af völdum ofneyslu ópíóða. Robert M. Califf, yfirmaður Matvæla- og lyfjastofnunarinnar, segir breytingunni ætlað að mæta alvarlegri ógn við almenna lýðheilsu. Yfir 100 þúsund manns í Bandaríkjunum hafa látist af völdum ofneyslu ópíóða síðustu tvö ár. Þá hafa milljónir skammta af Narcan verið gefnir af viðbragðsaðilum, heilbrigðisstarfsmönnum og öðrum sem vinna með einstaklingum með fíknisjúkdóm. Það hefur hins vegar reynst einstaklingum erfitt að nálgast lyfið, eða samheitalyf, sem hafa hingað til aðeins verið afgreitt gegn ávísun frá lækni. Apótek um allt land hafa haft heimild til að afhenda lyfið öllum þeim sem biðja um það en mörg hafa kosið að gera það ekki. Af þeim 17 milljón skömmtum af naloxone, virka efninu í Narcan og áþekkum lyfjum, sem var dreift árið 2021 var aðeins 2,6 milljón skömmtum dreift af apótekum. Naloxone er fáanlegt og notað hér á landi og síðasta sumar var greint frá því að heilbrigðisráðuneytið í samvinnu við Landspítalann ynni að því að gera lyfið aðgengilegt um allt land. Fyrr á árinu ákvað Lyfjastofnun að opna fyrir ávísun lækna til stofnana og fyrirtækja sem veittu einstaklingum með ópíóðafíkn og/eða aðstandendum þess þjónustu. Gert var ráð fyrir að lyfið yrði til hjá lögreglu, björgunarsveitum, heilsugæslum, félagsþjónustu sveitarfélaganna og ekki síst Frú Ragnheiði og Ylju. Heilbrigðisráðuneytið greiðir allan kostnað af lyfinu. Hér má finna ítarlega frétt New York Times um málið. Fíkn Lyf Heilbrigðismál Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Fleiri fréttir Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Sjá meira
Narcan er notað sem neyðarmeðferð við ofneyslu ópíóða og breytingin gerir það að verkum að einstaklingar munu innan tíðar getað nálgast úðann í apótekum og matvöruverslunum, án lyfjaávísunar. Í New York stendur til að koma upp Narcan-sjálfsölum síðar á þessu ári. Vonir standa til að aukið aðgengi að Narcan muni draga úr síhækkandi tíðni dauðsfalla af völdum ofneyslu ópíóða. Robert M. Califf, yfirmaður Matvæla- og lyfjastofnunarinnar, segir breytingunni ætlað að mæta alvarlegri ógn við almenna lýðheilsu. Yfir 100 þúsund manns í Bandaríkjunum hafa látist af völdum ofneyslu ópíóða síðustu tvö ár. Þá hafa milljónir skammta af Narcan verið gefnir af viðbragðsaðilum, heilbrigðisstarfsmönnum og öðrum sem vinna með einstaklingum með fíknisjúkdóm. Það hefur hins vegar reynst einstaklingum erfitt að nálgast lyfið, eða samheitalyf, sem hafa hingað til aðeins verið afgreitt gegn ávísun frá lækni. Apótek um allt land hafa haft heimild til að afhenda lyfið öllum þeim sem biðja um það en mörg hafa kosið að gera það ekki. Af þeim 17 milljón skömmtum af naloxone, virka efninu í Narcan og áþekkum lyfjum, sem var dreift árið 2021 var aðeins 2,6 milljón skömmtum dreift af apótekum. Naloxone er fáanlegt og notað hér á landi og síðasta sumar var greint frá því að heilbrigðisráðuneytið í samvinnu við Landspítalann ynni að því að gera lyfið aðgengilegt um allt land. Fyrr á árinu ákvað Lyfjastofnun að opna fyrir ávísun lækna til stofnana og fyrirtækja sem veittu einstaklingum með ópíóðafíkn og/eða aðstandendum þess þjónustu. Gert var ráð fyrir að lyfið yrði til hjá lögreglu, björgunarsveitum, heilsugæslum, félagsþjónustu sveitarfélaganna og ekki síst Frú Ragnheiði og Ylju. Heilbrigðisráðuneytið greiðir allan kostnað af lyfinu. Hér má finna ítarlega frétt New York Times um málið.
Fíkn Lyf Heilbrigðismál Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Fleiri fréttir Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Sjá meira