Umfjöllun og viðtöl: FH - KA 28-26 | KA-menn gætu endað daginn í fallsæti Kristín Björk Ingimarsdóttir skrifar 31. mars 2023 20:49 FH-ingar unnu nauman sigur gegn KA í kvöld. Vísir/Elín KA tapaði sjötta deildarleik sínum í röð er liðið heimsótti FH í Olís-deild karla í handbolta í kvöld. Lokatölur 28-26 og KA gæti farið inn í helgina í fallsæti. FH-ingar byrjuðu leikinn betur og komu sér fljótlega í tveggja marka forystu. KA-menn voru hins vegar aldrei langt undan og voru fljótir að koma til baka þegar FH-ingar virtust vera að ná tökum á leiknum. Þegar stundarfjórðungur var liðin var staðan 6-6. FH-ingar náðu aftur tveggja marka forystu en loka mínúturnar voru hnífjafnar. Á síðustu tíu sekúndum leiksins skorar Leonharð Þorgeir Haraldsson fyrir FH og kemur þeim yfir. Dagur Gautason þaut upp völlinn og jafnaði leikinn þegar tvær sekúndur voru eftir. Liðin skildu því jöfn þegar flautað var til loka fyrri hálfleiks 14-14. FH-ingar voru með tvo bolta varða í fyrri hálfleik en kom það ekki að sök vegna þess að KA var með níu tapaða bolta. Það var allt annað að sjá varnarleik FH í byrjun seinni hálfleik og byrjaði vörn FH á að verja tvö skot frá KA. FH-ingar náðu tveggja marka forystu aftur snemma í seinni hálfleik og héldu henni þar til stundarfjórðungur var til leiksloka, þá jafnaði KA 21-21. Þá tók Sigursteinn Arndal, þjálfari FH leikhlé og stappið stálinu í sína menn sem tóku forystuna enn á ný. Loka mínútur leiksins voru spennandi, jafnræði var með liðunum og fékk Jakob Martin Ásgeirsson beint rautt spjald fyrir brot á Einari Rafni Eiðssyni. Þrátt fyrir að vera í yfirtölu náðu KA-menn ekki að sækja sigur og endaði leikurinn með eins marks sigri FH 28-27. Afhverju vann FH? Þeir voru með forystu bróðurpart leiksins og var sóknarleikurinn hjá þeim góður. Þrátt fyrir að hafa fengið litla markvörslu í fyrri hálfleik náðu þeir varnarleiknum upp í seinni hálfleik. Hverjir stóðu upp úr? Einar Bragi Aðalsteinsson var atkvæðamestur hjá FH með sex mörk. Birgir Már Birgisson var með fimm mörk. Einar Rafn Eiðsson var atkvæðamestur hjá KA með níu mörk á sínum gamla heimavelli. Markverðir KA voru góðir, spiluðu sitthvorn hálfleikinn og voru báðir með sjö bolta varða. Hvað gekk illa? Hjá FH vantaði upp á markvörslu í fyrri hálfleik og varði Phil Döhler aðeins 2 bolta. KA var með sautján tapaða bolta í leiknum og klaufalega tæknifeila sem er dýrt þegar lið er að berjast fyrir lífi sínu í deildinni. Hvað gerist næst? Næsta umferð fer fram miðvikudaginn 5. Apríl. Bæði lið eiga leik þá kl 19.30, FH-ingar sækir ÍR heim og KA tekur á móti Fram. Jónatan: „Menn voru virkilega að leggja sig fram og berjast fyrir klúbbinn“ Jónatan Magnússon, þjálfari KA.Vísir/Hulda Margrét Jónatan Magnússon, þjálfari KA, var að vonum svekktur eftir eins marks tap á móti FH í handbolta í kvöld. „Fyrstu viðbrögðin eru náttúrulega eins og þegar maður tapar, vond. Við vorum mjög nálægt því að fá eitthvað út úr þessum leik. Þannig fyrstu viðbrögð eru það að það var svekkjandi að ná allavega ekki í eitt stig.“ „KA tapaði níu boltum í fyrri hálfleik og sautján boltum í heildina. Jónatan segir að þrátt fyrir marga tapaða bolta hafi þeir verið fínir sóknarlega. „Það voru nokkrir boltar ekki góðir, við erum að kasta út af eftir fyrstu pressu. Sóknarlega, á margan hátt, vorum við fínir þrátt fyrir það. Tæknifeilarnir voru margir en FH var að spila fína vörn með aggresíva bakverði. Varnarleikurinn okkar var til dæmis mjög fínn og við erum í leik við gott FH lið sem hefur verið á góðri siglingu. Mér fannst vanta ofboðslega lítið upp á og ég vill frekar fókusa á það heldur en að kannski akkúrat þessa töpuðu bolta.“ KA-menn áttu erfitt uppdráttar á fyrstu mínútum seinni hálfleik. Jónatan tók leikhlé þegar tæplega fimm mínútur voru liðnar og endurstillti liðið sig og kom sér aftur á strik. „Við endurstilltum okkur, við byrjuðum seinni hálfleikinn eins og þegar við vorum hvað verstir í fyrri hálfleiknum. Vorum að fara upp í stúku og tapa boltanum þannig nei, ég breytti ekki neinu. Eftir þessar fyrstu fjórar eða fimm mínútur í seinni hálfleik þá er þetta leikur og það vantar mjög lítið upp á. Það sem hefur vantað í síðasta leik hjá okkur og hefur vantað núna er hjarta og andi en í dag var það til staðar. Menn voru virkilega að leggja sig fram og berjast fyrir klúbbinn. Við vitum það að við erum í vandræðum og þurfum sigur. Það sem við gerum núna er að við horfum á þetta og náum upp mörgu sem við gerðum í dag þá vonandi vinnum við næsta leik, það er allavega stefnan.“ KA er í fallbaráttu og þurfa þeir að vinna næstu tvo leiki til að halda sæti sínu í deildinni. „Við eigum tvo leiki eftir og það er ljóst að við erum í baráttu að halda sætinu. Þýðingin er sú að hvort sem að við hefðum unnið í dag eða ekki þá hefðum við þurft að vinna næst leik líka. Við lögðum þetta upp svona að þetta voru þrír leikir og nú er einn farinn og tveir eftir. Okkar takmark er að vinna þá báða og vona að það dugi til þess að halda okkar sæti í deildinni.“ Olís-deild karla FH KA
KA tapaði sjötta deildarleik sínum í röð er liðið heimsótti FH í Olís-deild karla í handbolta í kvöld. Lokatölur 28-26 og KA gæti farið inn í helgina í fallsæti. FH-ingar byrjuðu leikinn betur og komu sér fljótlega í tveggja marka forystu. KA-menn voru hins vegar aldrei langt undan og voru fljótir að koma til baka þegar FH-ingar virtust vera að ná tökum á leiknum. Þegar stundarfjórðungur var liðin var staðan 6-6. FH-ingar náðu aftur tveggja marka forystu en loka mínúturnar voru hnífjafnar. Á síðustu tíu sekúndum leiksins skorar Leonharð Þorgeir Haraldsson fyrir FH og kemur þeim yfir. Dagur Gautason þaut upp völlinn og jafnaði leikinn þegar tvær sekúndur voru eftir. Liðin skildu því jöfn þegar flautað var til loka fyrri hálfleiks 14-14. FH-ingar voru með tvo bolta varða í fyrri hálfleik en kom það ekki að sök vegna þess að KA var með níu tapaða bolta. Það var allt annað að sjá varnarleik FH í byrjun seinni hálfleik og byrjaði vörn FH á að verja tvö skot frá KA. FH-ingar náðu tveggja marka forystu aftur snemma í seinni hálfleik og héldu henni þar til stundarfjórðungur var til leiksloka, þá jafnaði KA 21-21. Þá tók Sigursteinn Arndal, þjálfari FH leikhlé og stappið stálinu í sína menn sem tóku forystuna enn á ný. Loka mínútur leiksins voru spennandi, jafnræði var með liðunum og fékk Jakob Martin Ásgeirsson beint rautt spjald fyrir brot á Einari Rafni Eiðssyni. Þrátt fyrir að vera í yfirtölu náðu KA-menn ekki að sækja sigur og endaði leikurinn með eins marks sigri FH 28-27. Afhverju vann FH? Þeir voru með forystu bróðurpart leiksins og var sóknarleikurinn hjá þeim góður. Þrátt fyrir að hafa fengið litla markvörslu í fyrri hálfleik náðu þeir varnarleiknum upp í seinni hálfleik. Hverjir stóðu upp úr? Einar Bragi Aðalsteinsson var atkvæðamestur hjá FH með sex mörk. Birgir Már Birgisson var með fimm mörk. Einar Rafn Eiðsson var atkvæðamestur hjá KA með níu mörk á sínum gamla heimavelli. Markverðir KA voru góðir, spiluðu sitthvorn hálfleikinn og voru báðir með sjö bolta varða. Hvað gekk illa? Hjá FH vantaði upp á markvörslu í fyrri hálfleik og varði Phil Döhler aðeins 2 bolta. KA var með sautján tapaða bolta í leiknum og klaufalega tæknifeila sem er dýrt þegar lið er að berjast fyrir lífi sínu í deildinni. Hvað gerist næst? Næsta umferð fer fram miðvikudaginn 5. Apríl. Bæði lið eiga leik þá kl 19.30, FH-ingar sækir ÍR heim og KA tekur á móti Fram. Jónatan: „Menn voru virkilega að leggja sig fram og berjast fyrir klúbbinn“ Jónatan Magnússon, þjálfari KA.Vísir/Hulda Margrét Jónatan Magnússon, þjálfari KA, var að vonum svekktur eftir eins marks tap á móti FH í handbolta í kvöld. „Fyrstu viðbrögðin eru náttúrulega eins og þegar maður tapar, vond. Við vorum mjög nálægt því að fá eitthvað út úr þessum leik. Þannig fyrstu viðbrögð eru það að það var svekkjandi að ná allavega ekki í eitt stig.“ „KA tapaði níu boltum í fyrri hálfleik og sautján boltum í heildina. Jónatan segir að þrátt fyrir marga tapaða bolta hafi þeir verið fínir sóknarlega. „Það voru nokkrir boltar ekki góðir, við erum að kasta út af eftir fyrstu pressu. Sóknarlega, á margan hátt, vorum við fínir þrátt fyrir það. Tæknifeilarnir voru margir en FH var að spila fína vörn með aggresíva bakverði. Varnarleikurinn okkar var til dæmis mjög fínn og við erum í leik við gott FH lið sem hefur verið á góðri siglingu. Mér fannst vanta ofboðslega lítið upp á og ég vill frekar fókusa á það heldur en að kannski akkúrat þessa töpuðu bolta.“ KA-menn áttu erfitt uppdráttar á fyrstu mínútum seinni hálfleik. Jónatan tók leikhlé þegar tæplega fimm mínútur voru liðnar og endurstillti liðið sig og kom sér aftur á strik. „Við endurstilltum okkur, við byrjuðum seinni hálfleikinn eins og þegar við vorum hvað verstir í fyrri hálfleiknum. Vorum að fara upp í stúku og tapa boltanum þannig nei, ég breytti ekki neinu. Eftir þessar fyrstu fjórar eða fimm mínútur í seinni hálfleik þá er þetta leikur og það vantar mjög lítið upp á. Það sem hefur vantað í síðasta leik hjá okkur og hefur vantað núna er hjarta og andi en í dag var það til staðar. Menn voru virkilega að leggja sig fram og berjast fyrir klúbbinn. Við vitum það að við erum í vandræðum og þurfum sigur. Það sem við gerum núna er að við horfum á þetta og náum upp mörgu sem við gerðum í dag þá vonandi vinnum við næsta leik, það er allavega stefnan.“ KA er í fallbaráttu og þurfa þeir að vinna næstu tvo leiki til að halda sæti sínu í deildinni. „Við eigum tvo leiki eftir og það er ljóst að við erum í baráttu að halda sætinu. Þýðingin er sú að hvort sem að við hefðum unnið í dag eða ekki þá hefðum við þurft að vinna næst leik líka. Við lögðum þetta upp svona að þetta voru þrír leikir og nú er einn farinn og tveir eftir. Okkar takmark er að vinna þá báða og vona að það dugi til þess að halda okkar sæti í deildinni.“
Leik lokið: Ísland - Ítalía 71-95 | Ítalir ekki í vandræðum þrátt fyrir fjarveru lykilmanna Körfubolti
Leik lokið: Ísland - Ítalía 71-95 | Ítalir ekki í vandræðum þrátt fyrir fjarveru lykilmanna Körfubolti