„Þetta er sorgardagur fyrir íslenska fjölmiðlun“ Bjarki Sigurðsson skrifar 31. mars 2023 13:29 Sigmundur Ernir Rúnarsson, ritstjóri Fréttablaðsins, eftir að tilkynnt var að útgáfu blaðsins væri hætt. Vísir/Arnar Í morgun var tilkynnt að dagblaðið Fréttablaðið væri hætt útgáfu. Þá væri rekstri á vefsíðu þeirra einnig hætt. Fjöldi fjölmiðlamanna og annarra Íslendinga hefur tjáð sig um fall blaðsins á samfélagsmiðlum í dag. Í morgun fengu blaðamenn Torgs, sem rekur Fréttablaðið, frettabladid.is, Hringbraut og DV.is, að vita að útgáfu blaðsins, rekstri á vefsíðu blaðsins og sjónvarpsstöð Hringbrautar yrði hætt. Eftir standa DV og vefsíða Hringbrautar. Þar með er 22 ára sögu Fréttablaðsins lokið en blaðið kom fyrst út í apríl árið 2001. Þá var ritstjóri blaðsins Einar Karl Haraldsson. Farið er yfir sögu blaðsins í grein sem lesa má hér fyrir neðan. Fjöldi fjölmiðlamanna, sem hafa margir hverjir starfað hjá Fréttablaðinu eða starfa þar í dag, hafa rætt um útgáfustöðvunina á samfélagsmiðlum í dag. Karl Garðarsson, fyrrverandi þingmaður og fréttastjóri Stöðvar 2 árin 2000 til 2004, segir daginn í dag vera sorgardag fyrir íslenska fjölmiðlun. Guðmundur Steingrímsson, fyrrverandi þingmaður og blaðamaður á Fréttablaðinu árin 2003 til 2004, tekur undir með Karli. Felix Bergsson segist vera dapur yfir þessum endalokum. svo dapur yfir þessum endalokum Fréttablaðsins. Hugsa til vina minna sem þar vinna. Þetta er alveg glatað. Ég á eftir að sakna blaðsins mikið— Felix Bergsson (@FelixBergsson) March 31, 2023 Nokkrir blaðamenn sem missa starf sitt vegna endalokanna hafa einnig birt myndir á samfélagsmiðlum. Takk fyrir mig elsku skrifborð. Það var gaman að skrifa fréttir með þér #RIPFréttablaðið pic.twitter.com/P6XKbth7x6— Helgi Steinar (@helgistones) March 31, 2023 Ég var á leiðinni í vinnuna þegar ég sá þetta pic.twitter.com/872r7ucVFX— Þorvaldur Sigurbjörn Helgason (@dullurass) March 31, 2023 Tveir hlutir á síðustu forsíðu FréttablaðsinsIt was a nice ride pic.twitter.com/e6rNSMaGov— Hörður S Jónsson (@hoddi23) March 31, 2023 Pawel Bartoszek, varaborgarfulltrúi Viðreisnar og fyrrverandi pistlahöfundur hjá Fréttablaðinu, segir blaðið hafa gefið sér ótrúlega margt. Nokkrir fjölmiðlamenn segja árið í ár vera hörmungaár fyrir fjölmiðla, þar á meðal Hafliði Breiðfjörð, framkvæmdastjóri Fótbolta.net, og Magnús Magnússon, ritstjóri Skessuhorns. Framlag ríkisins til RÚV hefur verið aukið verulega, helstu samkeppnisaðilar á auglýsingamarkaði ,samfélagsmiðlar og fleiri, þurfa á sama tíma ekki að fara eftir íslenskum lögum (veðmál, áfengi, nikótín etc), né borga skatta hér.— Hafliði Breiðfjörð (@haflidib) March 31, 2023 Sorgardagur í íslenskri fjölmiðlun. 100 félagar að missa vinnuna. Ójafn leikur á þessum markaði. Eina.— Guðjón Guðmundsson (@gaupinn) March 31, 2023 Fjölmiðlar Samfélagsmiðlar Tímamót Endalok Fréttablaðsins Mest lesið Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Ekki flaska á að undirbúa sumarfríið þitt í vinnunni Atvinnulíf Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Baldvin tekinn við sem forstjóri Samherja Lánardrottnar slá af milljarð af vöxtum á ári Birta stendur frammi fyrir 1,5 milljarða tapi á Play Ósátt með samráðsleysi stjórnvalda Atvinnuleysi minnkar lítillega Sjá meira
Í morgun fengu blaðamenn Torgs, sem rekur Fréttablaðið, frettabladid.is, Hringbraut og DV.is, að vita að útgáfu blaðsins, rekstri á vefsíðu blaðsins og sjónvarpsstöð Hringbrautar yrði hætt. Eftir standa DV og vefsíða Hringbrautar. Þar með er 22 ára sögu Fréttablaðsins lokið en blaðið kom fyrst út í apríl árið 2001. Þá var ritstjóri blaðsins Einar Karl Haraldsson. Farið er yfir sögu blaðsins í grein sem lesa má hér fyrir neðan. Fjöldi fjölmiðlamanna, sem hafa margir hverjir starfað hjá Fréttablaðinu eða starfa þar í dag, hafa rætt um útgáfustöðvunina á samfélagsmiðlum í dag. Karl Garðarsson, fyrrverandi þingmaður og fréttastjóri Stöðvar 2 árin 2000 til 2004, segir daginn í dag vera sorgardag fyrir íslenska fjölmiðlun. Guðmundur Steingrímsson, fyrrverandi þingmaður og blaðamaður á Fréttablaðinu árin 2003 til 2004, tekur undir með Karli. Felix Bergsson segist vera dapur yfir þessum endalokum. svo dapur yfir þessum endalokum Fréttablaðsins. Hugsa til vina minna sem þar vinna. Þetta er alveg glatað. Ég á eftir að sakna blaðsins mikið— Felix Bergsson (@FelixBergsson) March 31, 2023 Nokkrir blaðamenn sem missa starf sitt vegna endalokanna hafa einnig birt myndir á samfélagsmiðlum. Takk fyrir mig elsku skrifborð. Það var gaman að skrifa fréttir með þér #RIPFréttablaðið pic.twitter.com/P6XKbth7x6— Helgi Steinar (@helgistones) March 31, 2023 Ég var á leiðinni í vinnuna þegar ég sá þetta pic.twitter.com/872r7ucVFX— Þorvaldur Sigurbjörn Helgason (@dullurass) March 31, 2023 Tveir hlutir á síðustu forsíðu FréttablaðsinsIt was a nice ride pic.twitter.com/e6rNSMaGov— Hörður S Jónsson (@hoddi23) March 31, 2023 Pawel Bartoszek, varaborgarfulltrúi Viðreisnar og fyrrverandi pistlahöfundur hjá Fréttablaðinu, segir blaðið hafa gefið sér ótrúlega margt. Nokkrir fjölmiðlamenn segja árið í ár vera hörmungaár fyrir fjölmiðla, þar á meðal Hafliði Breiðfjörð, framkvæmdastjóri Fótbolta.net, og Magnús Magnússon, ritstjóri Skessuhorns. Framlag ríkisins til RÚV hefur verið aukið verulega, helstu samkeppnisaðilar á auglýsingamarkaði ,samfélagsmiðlar og fleiri, þurfa á sama tíma ekki að fara eftir íslenskum lögum (veðmál, áfengi, nikótín etc), né borga skatta hér.— Hafliði Breiðfjörð (@haflidib) March 31, 2023 Sorgardagur í íslenskri fjölmiðlun. 100 félagar að missa vinnuna. Ójafn leikur á þessum markaði. Eina.— Guðjón Guðmundsson (@gaupinn) March 31, 2023
Fjölmiðlar Samfélagsmiðlar Tímamót Endalok Fréttablaðsins Mest lesið Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Ekki flaska á að undirbúa sumarfríið þitt í vinnunni Atvinnulíf Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Baldvin tekinn við sem forstjóri Samherja Lánardrottnar slá af milljarð af vöxtum á ári Birta stendur frammi fyrir 1,5 milljarða tapi á Play Ósátt með samráðsleysi stjórnvalda Atvinnuleysi minnkar lítillega Sjá meira