Mögnuð þrenna Benzema í stórsigri Real Madrid 2. apríl 2023 16:26 Karim Benzema skorar hér þriðja mark sitt í leiknum með bakfallsspyrnu. Vísir/Getty Karim Benzema skoraði þrjú mörk á sjö mínútum þegar Real Madrid vann 6-0 stórsigur á Real Valladolid í spænsku úrvalsdeildinni í dag. Spánarmeistararnir voru sigurstranglegri aðilinn fyrir leikinn í dag enda í öðru sæti deildarinnar á meðan Real Valladolid er í fallbaráttu og aðeins einu stigi fyrir ofan öruggt sæti. Ef einhver hélt að Real Madrid myndu mæta værukærir í leikinn þá var það misskilningur. Leikmenn Madrid gengu frá leiknum í fyrri hálfleik með Karim Benzema fremstan í flokki. 29' 32' 36' Karim Benzema scores the fastest La Liga hat-trick by a Real Madrid player since Fernando Hierro in 1992. #BBCFootball #RMAVLD pic.twitter.com/uuuDJp5FQ7— Match of the Day (@BBCMOTD) April 2, 2023 Benzema skoraði þrennu á sjö mínútna kafla en áður hafði Rodrygo komið meisturunum yfir með marki á 22. mínútu leiksins. Síðasta markið var stórglæsilegt en hann skoraði þá með bakfallsspyrnu úr teignum. Enginn hefur skorað þrennu á skemmri tíma í búningi Real Madrid síðan Fernando Hierro skoraði þrennu í leik liðsins árið 1992. Í síðari hálfleik bættu Marcos Asensio og Lucas Vasquez við mörkum og lokatölur 6-0 Real Madrid í vil. Með sigrinum minnkar Real Madrid forskot Barcelona á toppnum niður í tólf stig en Börsungar eiga sigurinn vísan þegar ellefu leikir eru eftir af deildakeppninni. Spænski boltinn
Karim Benzema skoraði þrjú mörk á sjö mínútum þegar Real Madrid vann 6-0 stórsigur á Real Valladolid í spænsku úrvalsdeildinni í dag. Spánarmeistararnir voru sigurstranglegri aðilinn fyrir leikinn í dag enda í öðru sæti deildarinnar á meðan Real Valladolid er í fallbaráttu og aðeins einu stigi fyrir ofan öruggt sæti. Ef einhver hélt að Real Madrid myndu mæta værukærir í leikinn þá var það misskilningur. Leikmenn Madrid gengu frá leiknum í fyrri hálfleik með Karim Benzema fremstan í flokki. 29' 32' 36' Karim Benzema scores the fastest La Liga hat-trick by a Real Madrid player since Fernando Hierro in 1992. #BBCFootball #RMAVLD pic.twitter.com/uuuDJp5FQ7— Match of the Day (@BBCMOTD) April 2, 2023 Benzema skoraði þrennu á sjö mínútna kafla en áður hafði Rodrygo komið meisturunum yfir með marki á 22. mínútu leiksins. Síðasta markið var stórglæsilegt en hann skoraði þá með bakfallsspyrnu úr teignum. Enginn hefur skorað þrennu á skemmri tíma í búningi Real Madrid síðan Fernando Hierro skoraði þrennu í leik liðsins árið 1992. Í síðari hálfleik bættu Marcos Asensio og Lucas Vasquez við mörkum og lokatölur 6-0 Real Madrid í vil. Með sigrinum minnkar Real Madrid forskot Barcelona á toppnum niður í tólf stig en Börsungar eiga sigurinn vísan þegar ellefu leikir eru eftir af deildakeppninni.
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti