Bjarni Fritzson: Við vorum í basli Þorsteinn Hjálmsson skrifar 31. mars 2023 21:40 Bjarni Fritzson er þjálfari ÍR. Vísir/Hulda Margrét ÍR tókst ekki að setja enn frekari pressu á lið KA í fallbaráttunni í Olís-deildinni í kvöld. ÍR-ingar töpuðu nefnilega með fimm marka mun gegn nýkrýndum bikarmeisturum Aftureldingar, 27-22. Lokaniðurstaðan sýndi ekki rétta mynd af gangi leiksins en lengst af skildu aðeins tvö mörk liðin að. „Ég er sjúklega ánægður með þá, ekkert smá stoltur. Vorum að spila gegn heitasta liðinu í deildinni sem er búið að vera á svakalegu run-i og pakka yfir alla og við erum að gefa þeim heldur betur leik,“ sagði hnarreistur Bjarni Fritzson, þjálfari ÍR, að leikslokum. „Við vorum í vandræðum með varnarleikinn þeirra allan leikinn sko, þeir eru bara góðir í vörn. Það er erfitt að eiga við þá, það er erfitt að opna þá. Þannig að við vorum í basli með það. Svo gerum við okkur seka um vitlausa skiptingu, löbbum í gegnum teiginn einu sinni, fáum línu, töpum boltanum og þessir feilar eru helvíti dýrir þegar þú ert bara tveimur mörkum undir og fjórar mínútur eftir,“ sagði Bjarni. Aðspurður hvað ÍR hefði getað gert betur sóknarlega þá var fátt um svör hjá Bjarna. „Ég þarf eiginlega að skoða það. Við vorum með nokkrar hugmyndir sem að virkuðu ekki nægilega vel, kannski hefði planið þurft að vera aðeins betra. Í gruninn náðum við bara ekki að opna þá. Það hafa fleiri lið verið í vandræðum með það, þeir eru það góðir og eitthvað sem ég sem þjálfari þarf bara að skoða hvað við hefðum geta gert betur.“ Aðeins tveir leikir eru eftir af Olís-deildinni og ÍR er tveimur stigum frá öruggu sæti í deildinni. ÍR-ingar ætla að berjast fyrir lífi sínu í deildinni segir Bjarni. „Við mætum á æfingu á morgun og höldum áfram á fullu. Þetta er bara geggjað. Ég er hrikalega ánægður með þá. Við erum að spila mjög góðan handbolta og við erum bara að berjast fyrir lífi okkar og við munum gera það þessa viku sem er eftir.“ Úlfur Gunnar Kjartansson, leikmaður ÍR, fékk rautt spjald fyrir fólskulegt brot á Blæ Hinrikssyni í leiknum í kvöld. Að mati Bjarna var það hárréttur dómur. „Algjör klaufaskapur og ég er bara glaður að það sé allt í lagi með Blæ, hrikalega flottur strákur sem var ekki meint af. En þetta var algjör óþarfi og hárréttur dómur.“ Olís-deild karla ÍR Afturelding Tengdar fréttir Leik lokið: Afturelding - ÍR 27-22 | Mosfellingar stukku upp í þriðja sæti Afturelding vann góðan fimm marka sigur er liðið tók á móti ÍR í Olís-deild karla í handbolta í kvöld, 27-22. ÍR-ingar hefði lyft sér upp úr fallsæti með sigri, en í staðin lyftu Mosfellingar sér upp í þriðja sæti deildarinnar. 31. mars 2023 21:03 Mest lesið Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Sport Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Fótbolti Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Fótbolti Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Enski boltinn Tveir áhorfendur létust á mismunandi tímum á sama leikvangi Sport Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú Fótbolti „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Íslenski boltinn Ísold verður bolabítur og heldur til á upphafsslóðum REM næstu árin Sport Saka FIFA um að stofna „gervi“ leikmannasamtök Fótbolti San Marínó gæti tryggt sig í umspil um HM-sæti með því að tapa nógu stórt Fótbolti Fleiri fréttir Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Donni markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Sjá meira
Lokaniðurstaðan sýndi ekki rétta mynd af gangi leiksins en lengst af skildu aðeins tvö mörk liðin að. „Ég er sjúklega ánægður með þá, ekkert smá stoltur. Vorum að spila gegn heitasta liðinu í deildinni sem er búið að vera á svakalegu run-i og pakka yfir alla og við erum að gefa þeim heldur betur leik,“ sagði hnarreistur Bjarni Fritzson, þjálfari ÍR, að leikslokum. „Við vorum í vandræðum með varnarleikinn þeirra allan leikinn sko, þeir eru bara góðir í vörn. Það er erfitt að eiga við þá, það er erfitt að opna þá. Þannig að við vorum í basli með það. Svo gerum við okkur seka um vitlausa skiptingu, löbbum í gegnum teiginn einu sinni, fáum línu, töpum boltanum og þessir feilar eru helvíti dýrir þegar þú ert bara tveimur mörkum undir og fjórar mínútur eftir,“ sagði Bjarni. Aðspurður hvað ÍR hefði getað gert betur sóknarlega þá var fátt um svör hjá Bjarna. „Ég þarf eiginlega að skoða það. Við vorum með nokkrar hugmyndir sem að virkuðu ekki nægilega vel, kannski hefði planið þurft að vera aðeins betra. Í gruninn náðum við bara ekki að opna þá. Það hafa fleiri lið verið í vandræðum með það, þeir eru það góðir og eitthvað sem ég sem þjálfari þarf bara að skoða hvað við hefðum geta gert betur.“ Aðeins tveir leikir eru eftir af Olís-deildinni og ÍR er tveimur stigum frá öruggu sæti í deildinni. ÍR-ingar ætla að berjast fyrir lífi sínu í deildinni segir Bjarni. „Við mætum á æfingu á morgun og höldum áfram á fullu. Þetta er bara geggjað. Ég er hrikalega ánægður með þá. Við erum að spila mjög góðan handbolta og við erum bara að berjast fyrir lífi okkar og við munum gera það þessa viku sem er eftir.“ Úlfur Gunnar Kjartansson, leikmaður ÍR, fékk rautt spjald fyrir fólskulegt brot á Blæ Hinrikssyni í leiknum í kvöld. Að mati Bjarna var það hárréttur dómur. „Algjör klaufaskapur og ég er bara glaður að það sé allt í lagi með Blæ, hrikalega flottur strákur sem var ekki meint af. En þetta var algjör óþarfi og hárréttur dómur.“
Olís-deild karla ÍR Afturelding Tengdar fréttir Leik lokið: Afturelding - ÍR 27-22 | Mosfellingar stukku upp í þriðja sæti Afturelding vann góðan fimm marka sigur er liðið tók á móti ÍR í Olís-deild karla í handbolta í kvöld, 27-22. ÍR-ingar hefði lyft sér upp úr fallsæti með sigri, en í staðin lyftu Mosfellingar sér upp í þriðja sæti deildarinnar. 31. mars 2023 21:03 Mest lesið Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Sport Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Fótbolti Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Fótbolti Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Enski boltinn Tveir áhorfendur létust á mismunandi tímum á sama leikvangi Sport Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú Fótbolti „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Íslenski boltinn Ísold verður bolabítur og heldur til á upphafsslóðum REM næstu árin Sport Saka FIFA um að stofna „gervi“ leikmannasamtök Fótbolti San Marínó gæti tryggt sig í umspil um HM-sæti með því að tapa nógu stórt Fótbolti Fleiri fréttir Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Donni markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Sjá meira
Leik lokið: Afturelding - ÍR 27-22 | Mosfellingar stukku upp í þriðja sæti Afturelding vann góðan fimm marka sigur er liðið tók á móti ÍR í Olís-deild karla í handbolta í kvöld, 27-22. ÍR-ingar hefði lyft sér upp úr fallsæti með sigri, en í staðin lyftu Mosfellingar sér upp í þriðja sæti deildarinnar. 31. mars 2023 21:03