„Viðkvæmir lesendur“ breyta Agöthu Christie Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 1. apríl 2023 15:31 Agatha Christie (1890-1976) skrifaði 66 skáldsögur á ferli sínum. Frægustu sögupersónur hennar eru Poirot og Miss Marple. Hulton Archive/Getty Images Viðamiklar breytingar verða gerðar á bókum Agöthu Christie á næstu misserum. Flest orð sem vísa til kynþáttar sögupersóna verða fjarlægð sem og persónulýsingar sem teljast niðrandi. Fólk sem skilgreinir sig sem viðkvæma lesendur fer yfir texta bókanna. Það sér ekki fyrir endann á bókabreytingum og já, jafnvel bókabanni þessi misserin. Bókaunnendur eru vart búnir að þurrka svitann af enninu eftir fréttirnar af breytingum á bókum Roalds Dahl þegar fregnir berast frá Bretlandi um að nú standi til að breyta bókum vinsælasta sakamálarithöfundar allra tíma, Agöthu Christie. Ungt fólk á lágum launum breytir bókunum Bókaforlagið HarperCollins sem gefur bækurnar hennar út, setti saman hóp af fólki sem skilgreinir sig sem „viðkvæma lesendur“ og lét hann fara yfir bækur Christie sem komu út á árunum 1920 til 1976. Samkvæmt breska blaðinu Guardian eru „viðkvæmir lesendur“ aðallega fólk undir þrítugu sem þiggur lágar upphæðir fyrir að ritskoða bækur. Þessum lesendum var falið að fjarlægja allt sem gæti móðgað lesendur nútímans. Á meðal breytinga má nefna að allt sem gaf til kynna uppruna fólks var fjarlægt, svo sem svart, gyðingur eða sígauni. Þá var lýsing á dómara sem sagður var vera með „indverska skapsmuni“ breytt og nú er hann bara sagður vera með skap. Orðið „innfæddur“ hefur verið fjarlægt og í staðinn stendur nú „staðarfólk“. Í bókinni Dauðinn á Níl segir ein persóna bókarinnar að augu barnanna séu „hreint viðbjóðsleg, eins og nefið“ og þau stari og stari. Nú stendur bara að börnin stari. Þá má ekki greina frá því að bátsmaður á Nílarfljóti sé Núbíumaður, þjóð sem í þúsundir ára bjó við bakka Nílar, nú stendur bara „bátsmaður“. Nokkrar af þeim fjölmörgu bókum eftir Agöthu Christie sem komið hafa út á íslensku.Jóhann Hlíðar Harðarson Ekki í fyrsta sinn sem bókum Christie er breytt Þetta er þó ekki í fyrsta sinn sem bókum Agöthu Christie er breytt. Nokkrir áratugir eru síðan titli bókar hennar frá 1939 var breytt í And Then There Was None úr Ten Little Niggers. Á íslensku kom þessi saga síðast út árið 1992 og þá undir titlinum Tíu litlir negrastrákar og það heitir hún enn. Ævisaga Rosu Parks bönnuð í Florida Í öðrum bókafréttum utan úr hinum stóra heimi má svo nefna að nokkrir barnaskólar í Flórída hafa nýlega bannað ævisögu Rosu Parks, blökkukonu sem árið 1955 neitaði að færa sig úr sæti í strætó sem ætlað var hvítum farþegum og er oft talið hafa verið neistinn sem kveikti það bál sem á endanum bannaði kynþáttaaðskilnað í Bandaríkjunum. Í öðrum skólum í ríkinu hefur sögu hennar verið breytt á þann hátt að hvergi er minnst á kynþátt Rosu, hvernig svo sem það er nú hægt þegar verið er að fjalla um aðskilnað hvítra og svartra í Bandaríkjunum. Menning Bókmenntir Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Fleiri fréttir Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Sjá meira
Það sér ekki fyrir endann á bókabreytingum og já, jafnvel bókabanni þessi misserin. Bókaunnendur eru vart búnir að þurrka svitann af enninu eftir fréttirnar af breytingum á bókum Roalds Dahl þegar fregnir berast frá Bretlandi um að nú standi til að breyta bókum vinsælasta sakamálarithöfundar allra tíma, Agöthu Christie. Ungt fólk á lágum launum breytir bókunum Bókaforlagið HarperCollins sem gefur bækurnar hennar út, setti saman hóp af fólki sem skilgreinir sig sem „viðkvæma lesendur“ og lét hann fara yfir bækur Christie sem komu út á árunum 1920 til 1976. Samkvæmt breska blaðinu Guardian eru „viðkvæmir lesendur“ aðallega fólk undir þrítugu sem þiggur lágar upphæðir fyrir að ritskoða bækur. Þessum lesendum var falið að fjarlægja allt sem gæti móðgað lesendur nútímans. Á meðal breytinga má nefna að allt sem gaf til kynna uppruna fólks var fjarlægt, svo sem svart, gyðingur eða sígauni. Þá var lýsing á dómara sem sagður var vera með „indverska skapsmuni“ breytt og nú er hann bara sagður vera með skap. Orðið „innfæddur“ hefur verið fjarlægt og í staðinn stendur nú „staðarfólk“. Í bókinni Dauðinn á Níl segir ein persóna bókarinnar að augu barnanna séu „hreint viðbjóðsleg, eins og nefið“ og þau stari og stari. Nú stendur bara að börnin stari. Þá má ekki greina frá því að bátsmaður á Nílarfljóti sé Núbíumaður, þjóð sem í þúsundir ára bjó við bakka Nílar, nú stendur bara „bátsmaður“. Nokkrar af þeim fjölmörgu bókum eftir Agöthu Christie sem komið hafa út á íslensku.Jóhann Hlíðar Harðarson Ekki í fyrsta sinn sem bókum Christie er breytt Þetta er þó ekki í fyrsta sinn sem bókum Agöthu Christie er breytt. Nokkrir áratugir eru síðan titli bókar hennar frá 1939 var breytt í And Then There Was None úr Ten Little Niggers. Á íslensku kom þessi saga síðast út árið 1992 og þá undir titlinum Tíu litlir negrastrákar og það heitir hún enn. Ævisaga Rosu Parks bönnuð í Florida Í öðrum bókafréttum utan úr hinum stóra heimi má svo nefna að nokkrir barnaskólar í Flórída hafa nýlega bannað ævisögu Rosu Parks, blökkukonu sem árið 1955 neitaði að færa sig úr sæti í strætó sem ætlað var hvítum farþegum og er oft talið hafa verið neistinn sem kveikti það bál sem á endanum bannaði kynþáttaaðskilnað í Bandaríkjunum. Í öðrum skólum í ríkinu hefur sögu hennar verið breytt á þann hátt að hvergi er minnst á kynþátt Rosu, hvernig svo sem það er nú hægt þegar verið er að fjalla um aðskilnað hvítra og svartra í Bandaríkjunum.
Menning Bókmenntir Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Fleiri fréttir Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Sjá meira