Björgvin Páll: Íhugaði í gærkvöldi að spila ekki gegn Haukum Andri Már Eggertsson skrifar 1. apríl 2023 20:20 Björgvin Páll Gústavsson var svekktur eftir tap gegn Haukum Vísir/Pawel Cieslikiewicz Valur tapaði gegn Haukum 31-36. Björgvin Páll Gústavsson, markmaður Vals, var svekktur með fjórða tap Vals í röð. Björgvin Páll hefur verið mikið í sviðsljósinu undanfarna daga vegna samskipta við Kristján Örn Kristjánsson. „Orkustigið var ekki eins og við vildum hafa það. Við gerðum mikið af tæknifeilum sem var dýrt gegn sterku liði,“ sagði Björgvin Páll Gústavsson og hélt áfram. „Mér fannst við byrja ágætlega en síðan flosnaði út úr þessu þar sem það eru margir að meiðast og auðvitað er Evrópukeppnin að bíta okkur í rassgatið en það var geggjað að sjá þessa ungu stráka stíga upp.“ Björgvin Páll viðurkenndi að það hafi verið mjög erfitt fyrir hann persónulega að spila í kvöld eftir að samskipti hans og Kristjáns Arnars hafa verið í fjölmiðlum undanfarna daga. „Það var mjög erfitt og þetta var auðvitað ekki venjulegur undirbúningur fyrir leik. Ég svaf lítið og þetta hefur verið ógeðslega erfitt. En ég náði að skilja þetta eftir þegar inn á völlinn var komið því þetta eru tveir ólíkir hlutir.“ „Ég hugsaði um það í gærkvöldi hvort ég ætti að spila þennan leik en síðan vaknaði ég aðeins léttari og kátari í morgun. Ég vildi auðvitað ekki vera í burtu frá liðinu. Menn eru að glíma við ýmislegt utan vallar og ég held að þetta hafi ekki verið ástæðan fyrir því að ég varði ekki fleiri bolta en ég gerði.“ Björgvin sagðist ekki sjá eftir samskiptum sínum við Kristján Örn. „Nei ég sé ekki eftir því sem ég gerði í fortíðinni og eina sem ég get gert er að laga það í framtíðinni og ég óska honum góðs í sínu. Kristján er strákur sem mér þykir vænt um og ég vona að við getum fengið okkur kaffibolla þegar nær dregur.“ Björgvin Páll mun ekki gefa kost á sér í næsta landsliðsverkefni en útilokaði ekki að hann og Kristján myndu vera liðsfélagar í landsliðinu í framtíðinni. „Nei það er alls ekki útilokað að við verðum aftur saman í landsliðinu,“ sagði Björgvin Páll Gústavsson að lokum. Valur Olís-deild karla Landslið karla í handbolta Mest lesið Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Fannst látinn í hótelherbergi sínu Sport Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Sport Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Formúla 1 „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Fótbolti EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fótbolti Ein stærsta stjarna NFL fær að heyra það: Þú ert feitur Sport Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning Fótbolti Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Fótbolti Fleiri fréttir Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Í beinni: England - Holland | Enskir Evrópumeistarar þurfa sigur Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Lyon heldur sæti sínu í deildinni eftir allt saman Golflandsliðið í öðru sæti eftir fyrsta hring EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan „Vissulega eru það vonbrigði“ Ein stærsta stjarna NFL fær að heyra það: Þú ert feitur „Þetta er það sem að mann dreymdi um“ „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Fattaði ekki að hún væri búin að vinna Svona var blaðamannafundurinn fyrir leikinn gegn Noregi Sláandi tölfræði Sveindísar: Eitt skot á markið á 419 mínútum á EM Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn „Að hlusta á ræður hjá henni gefur mér enn gæsahúð“ Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fagnaði ekki mörkunum tveimur gegn uppeldisfélaginu Fannst látinn í hótelherbergi sínu Dagskráin í dag: Snóker í öll mál Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Ísland í öðru sæti eftir fyrsta keppnisdag á Evrópumótinu Pedro skaut Chelsea í úrslitin Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Sjá meira
„Orkustigið var ekki eins og við vildum hafa það. Við gerðum mikið af tæknifeilum sem var dýrt gegn sterku liði,“ sagði Björgvin Páll Gústavsson og hélt áfram. „Mér fannst við byrja ágætlega en síðan flosnaði út úr þessu þar sem það eru margir að meiðast og auðvitað er Evrópukeppnin að bíta okkur í rassgatið en það var geggjað að sjá þessa ungu stráka stíga upp.“ Björgvin Páll viðurkenndi að það hafi verið mjög erfitt fyrir hann persónulega að spila í kvöld eftir að samskipti hans og Kristjáns Arnars hafa verið í fjölmiðlum undanfarna daga. „Það var mjög erfitt og þetta var auðvitað ekki venjulegur undirbúningur fyrir leik. Ég svaf lítið og þetta hefur verið ógeðslega erfitt. En ég náði að skilja þetta eftir þegar inn á völlinn var komið því þetta eru tveir ólíkir hlutir.“ „Ég hugsaði um það í gærkvöldi hvort ég ætti að spila þennan leik en síðan vaknaði ég aðeins léttari og kátari í morgun. Ég vildi auðvitað ekki vera í burtu frá liðinu. Menn eru að glíma við ýmislegt utan vallar og ég held að þetta hafi ekki verið ástæðan fyrir því að ég varði ekki fleiri bolta en ég gerði.“ Björgvin sagðist ekki sjá eftir samskiptum sínum við Kristján Örn. „Nei ég sé ekki eftir því sem ég gerði í fortíðinni og eina sem ég get gert er að laga það í framtíðinni og ég óska honum góðs í sínu. Kristján er strákur sem mér þykir vænt um og ég vona að við getum fengið okkur kaffibolla þegar nær dregur.“ Björgvin Páll mun ekki gefa kost á sér í næsta landsliðsverkefni en útilokaði ekki að hann og Kristján myndu vera liðsfélagar í landsliðinu í framtíðinni. „Nei það er alls ekki útilokað að við verðum aftur saman í landsliðinu,“ sagði Björgvin Páll Gústavsson að lokum.
Valur Olís-deild karla Landslið karla í handbolta Mest lesið Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Fannst látinn í hótelherbergi sínu Sport Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Sport Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Formúla 1 „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Fótbolti EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fótbolti Ein stærsta stjarna NFL fær að heyra það: Þú ert feitur Sport Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning Fótbolti Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Fótbolti Fleiri fréttir Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Í beinni: England - Holland | Enskir Evrópumeistarar þurfa sigur Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Lyon heldur sæti sínu í deildinni eftir allt saman Golflandsliðið í öðru sæti eftir fyrsta hring EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan „Vissulega eru það vonbrigði“ Ein stærsta stjarna NFL fær að heyra það: Þú ert feitur „Þetta er það sem að mann dreymdi um“ „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Fattaði ekki að hún væri búin að vinna Svona var blaðamannafundurinn fyrir leikinn gegn Noregi Sláandi tölfræði Sveindísar: Eitt skot á markið á 419 mínútum á EM Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn „Að hlusta á ræður hjá henni gefur mér enn gæsahúð“ Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fagnaði ekki mörkunum tveimur gegn uppeldisfélaginu Fannst látinn í hótelherbergi sínu Dagskráin í dag: Snóker í öll mál Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Ísland í öðru sæti eftir fyrsta keppnisdag á Evrópumótinu Pedro skaut Chelsea í úrslitin Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Sjá meira