Juventus vann 1-0 sigur á Verona í kvöld þökk sé marki Moise Kean í síðari hálfleik. Liðið hefur nú unnið sjö af síðustu átta leikjum sínum og er ótrúlegt en satt enn í Meistaradeildarbaráttu.
— Lega Serie A (@SerieA_EN) April 1, 2023
Kean saves the day for @juventusfcen! #JuveVerona pic.twitter.com/vaaG6zEYpV
Inter, sem er líka í baráttunni um Meistaradeildarsæti tapaði óvænt 0-1 á heimavelli fyrir Fiorentina. Giacomo Bonaventura með markið fyrir gestina.
Þá vann Atalanta, sem er einnig í títtnefndri baráttu, 3-1 útisigur á Cremonese. Marten de Roon, Jeremie Boga og Ademola Lookman með mörkin fyrir Atalanta.
Inter er í 3. sæti með 50 stig, Atalanta er í 5. sæti með 48 stig og Juventus er í 7. sæti með 44 stig.