Íbúar sem lentu í snjóflóðinu þurfa að greiða hundruð þúsunda Vésteinn Örn Pétursson skrifar 2. apríl 2023 11:55 Meira tjón varð á íbúðum á neðri hæð hússins. Landsbjörg Forstjóri Nátturuhamfaratryggingar Íslands segir hlutverk stofnunarinnar sé fyrst og fremst að bæta mikið tjón svo tryggja megi endurreisn samfélaga sem verða fyrir náttúruhamförum. Íbúar í Neskaupstað þurfa að bera hluta tjóns síns vegna snjóflóða sjálfir. Fulltrúar Náttúruhamfaratrygginga fóru til Neskaupstaðar á þriðjudag og ræddu við íbúa sem urðu fyrir verulegu tjóni vegna snjóflóðs sem féll á bæinn á mánudag, og fóru yfir reglur um trygginguna með þeim. RÚV greinir frá því að nokkurrar óánægju hafi gætt meðal sumra íbúa, með þær fréttir að þeir þyrftu að bera hluta tjóns síns sjálfir, minnst sex hundruð þúsund krónur. „Þetta eru náttúrulega bara lög sem ákveða það hver eigin áhætta er og það sem verið er að hugsa um er fyrst og fremst það að það sé verið að tryggja samfélagið þannig fyrir tjóni að það sé hægt að tryggja endurreisn samfélags þegar stór tjón hafa átt sér stað,“ segir Hulda Ragnheiður Árnadóttir, forstjóri stofnunarinnar. Hulda Ragnheiður Árnadóttir er forstjóri Náttúruhamfaratryggingar Íslands.Aðsend Fyrst og fremst sé horft til þess að heildartjón sé bætt að stórum hluta, meðal annars til að koma í veg fyrir að fólk missi eignir sínar. Um er að ræða tíu íbúðir tveggja fjölbýlishúsa. „Þær eru hafa orðið fyrir mjög mismiklu tjóni. Verulegu tjóni á neðri hæðunum en minna tjóni á efri hæðunum.“ Í sex til átta íbúðum hafi þá orðið innbústjón. Eigin áhætta vegna tjóns á íbúðunum sjálfum er að lágmarki fjögur hundruð þúsund krónur, en tvö hundruð þúsund krónur vegna innbús. Því geta íbúar þurft að standa straum af sex hundruð þúsund króna kostnaði áður en til kasta hamfaratryggingarinnar kemur. Öðruvísi en venjuleg heimilistrygging Hulda segir mikilvægt að hafa í huga að hamfaratrygging sé eðlisólík hefðbundnum tryggingum, þar sem greitt er út vegna eins og eins tjóns. Sjóður stofnunarinnar, sem stendur í um fimmtíu milljörðum, sé byggður upp til að verja heil samfélög, og jafnvel heila borg ef því er að skipta. „Ef að eigin áhættan í svoleiðis tjóni er sambærileg við það sem þú ert með í venjulegri fjölskyldutryggingu, þá getur óverulegt tjón á mjög mörgum eignum klárað þennan mikilvæga sjóð okkar Íslendinga.“ Snjóflóð í Neskaupstað Fjarðabyggð Tryggingar Náttúruhamfarir Tengdar fréttir Opna þjónustumiðstöð Almannavarna Ríkislögreglustjóri í samvinnu við Rauða krossinn og Fjarðarbyggð mun opna þjónustumiðstöð í Neskaupstað á morgun. Verkefni miðstöðvarinnar felast í stuðningi við íbúa og aðra sem fundið hafa fyrir áhrifum vegna snjóflóða. Sálrænn stuðningur verður í boði. 2. apríl 2023 10:43 Búið að aflétta öllum rýmingum á Austurlandi Veðurstofa Íslands hefur ákveðið að aflýsa hættustigi vegna ofanflóðahættu á Fáskrúðsfirði og Seyðisfirði og aflétta öllum rýmingum á svæðunum. 1. apríl 2023 19:33 Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Annarri ákærunni formlega vísað frá Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Fleiri fréttir Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Sjá meira
Fulltrúar Náttúruhamfaratrygginga fóru til Neskaupstaðar á þriðjudag og ræddu við íbúa sem urðu fyrir verulegu tjóni vegna snjóflóðs sem féll á bæinn á mánudag, og fóru yfir reglur um trygginguna með þeim. RÚV greinir frá því að nokkurrar óánægju hafi gætt meðal sumra íbúa, með þær fréttir að þeir þyrftu að bera hluta tjóns síns sjálfir, minnst sex hundruð þúsund krónur. „Þetta eru náttúrulega bara lög sem ákveða það hver eigin áhætta er og það sem verið er að hugsa um er fyrst og fremst það að það sé verið að tryggja samfélagið þannig fyrir tjóni að það sé hægt að tryggja endurreisn samfélags þegar stór tjón hafa átt sér stað,“ segir Hulda Ragnheiður Árnadóttir, forstjóri stofnunarinnar. Hulda Ragnheiður Árnadóttir er forstjóri Náttúruhamfaratryggingar Íslands.Aðsend Fyrst og fremst sé horft til þess að heildartjón sé bætt að stórum hluta, meðal annars til að koma í veg fyrir að fólk missi eignir sínar. Um er að ræða tíu íbúðir tveggja fjölbýlishúsa. „Þær eru hafa orðið fyrir mjög mismiklu tjóni. Verulegu tjóni á neðri hæðunum en minna tjóni á efri hæðunum.“ Í sex til átta íbúðum hafi þá orðið innbústjón. Eigin áhætta vegna tjóns á íbúðunum sjálfum er að lágmarki fjögur hundruð þúsund krónur, en tvö hundruð þúsund krónur vegna innbús. Því geta íbúar þurft að standa straum af sex hundruð þúsund króna kostnaði áður en til kasta hamfaratryggingarinnar kemur. Öðruvísi en venjuleg heimilistrygging Hulda segir mikilvægt að hafa í huga að hamfaratrygging sé eðlisólík hefðbundnum tryggingum, þar sem greitt er út vegna eins og eins tjóns. Sjóður stofnunarinnar, sem stendur í um fimmtíu milljörðum, sé byggður upp til að verja heil samfélög, og jafnvel heila borg ef því er að skipta. „Ef að eigin áhættan í svoleiðis tjóni er sambærileg við það sem þú ert með í venjulegri fjölskyldutryggingu, þá getur óverulegt tjón á mjög mörgum eignum klárað þennan mikilvæga sjóð okkar Íslendinga.“
Snjóflóð í Neskaupstað Fjarðabyggð Tryggingar Náttúruhamfarir Tengdar fréttir Opna þjónustumiðstöð Almannavarna Ríkislögreglustjóri í samvinnu við Rauða krossinn og Fjarðarbyggð mun opna þjónustumiðstöð í Neskaupstað á morgun. Verkefni miðstöðvarinnar felast í stuðningi við íbúa og aðra sem fundið hafa fyrir áhrifum vegna snjóflóða. Sálrænn stuðningur verður í boði. 2. apríl 2023 10:43 Búið að aflétta öllum rýmingum á Austurlandi Veðurstofa Íslands hefur ákveðið að aflýsa hættustigi vegna ofanflóðahættu á Fáskrúðsfirði og Seyðisfirði og aflétta öllum rýmingum á svæðunum. 1. apríl 2023 19:33 Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Annarri ákærunni formlega vísað frá Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Fleiri fréttir Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Sjá meira
Opna þjónustumiðstöð Almannavarna Ríkislögreglustjóri í samvinnu við Rauða krossinn og Fjarðarbyggð mun opna þjónustumiðstöð í Neskaupstað á morgun. Verkefni miðstöðvarinnar felast í stuðningi við íbúa og aðra sem fundið hafa fyrir áhrifum vegna snjóflóða. Sálrænn stuðningur verður í boði. 2. apríl 2023 10:43
Búið að aflétta öllum rýmingum á Austurlandi Veðurstofa Íslands hefur ákveðið að aflýsa hættustigi vegna ofanflóðahættu á Fáskrúðsfirði og Seyðisfirði og aflétta öllum rýmingum á svæðunum. 1. apríl 2023 19:33