Hlaut dóm fyrir peningaþvætti en fékk samt milljónir í miskabætur Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 2. apríl 2023 13:19 Hæstiréttur Íslands kvað upp dóm í málinu fyrir helgi. Vísir/Vilhelm Karlmanni hafa verið dæmdar sex milljónir króna í miskabætur fyrir gæsluvarðhald að ósekju. Maðurinn hlaut tveggja mánaða dóm fyrir peningaþvætti en sat í gæsluvarðhaldi í 269 daga, margfaldan tíma fangelsisvistarinnar. Landsréttur hafði áður fallist á miklu hærri skaðabætur. Karlmaðurinn höfðaði mál á hendur ríkinu vegna gæsluvarðhalds sem hann sætti á Ítalíu frá 14. febrúar til 16. ágúst 2017. Íslensk yfirvöld biðu þá eftir samþykki ítalskra í tengslum við framsal mannsins til Íslands vegna brota sem hann var grunaður um að hafa framið hér á landi. Málið velktist um í ítalska dómskerfinu um nokkuð skeið en maðurinn kom hingað til lands um miðjan ágúst. Hann sætti gæsluvarðhaldi frá 17. þess mánaðar fram til 10. janúar næsta árs. Þá hafði hann setið í gæsluvarðhaldi í tæpa ellefu mánuði. Hæstiréttur, sem kvað upp dóm í málinu í liðinni viku, taldi ekki þörf á að gera greinarmun á gæsluvarðhaldinu hér á landi og varðhaldinu á Ítalíu. Langvægasti dómur Maðurinn hlaut loks dóm fyrir peningaþvætti af gáleysi og var dæmdur í tveggja mánaða fangelsi. RÚV greinir frá því að maðurinn, sem er frá Nígeríu, hafi hlotið dóminn í tengslum við netglæp sem framinn var árið 2015. Ónefndur maður hafi þóst vera íslenskt fiskútflutningsfyrirtæki og fengið suðurkóreskt fyrirtæki til að leggja 54 milljónir inn á reikning. Maðurinn fékk langvægasta dóminn af fjórum sakborningum í tengslum við netglæpinn. Hæstiréttur taldi að meðalhófs hafi ekki verið gætt við lengd gæsluvarðhaldsins. Talið væri að íslenska ríkið bæri hlutlæga bótaábyrgð, sem merkir að ekki þurfi að sanna saknæma háttsemi ríkisins, vegna frelsissviptingu mannsins. Þrátt fyrir að hann hefði hlotið dóm fyrir peningaþvætti væri ekki sýnt fram á að hann bæri ábyrgð á því að gæsluvarðhaldið hafi orðið svo langt eins og raun bar vitni. Eins og fyrr segir hafði Landsréttur fallist á miklu hærri skaðabætur, 19 milljónir króna. Hæstiréttur leit ítarlega til fyrri dómaframkvæmdar, viðeigandi lagaákvæða og tíndi hin ýmsu sjónarmið til. Þrátt fyrir að engum lagaákvæðum um nákvæmar fjárhæðir væri til að dreifa var talið, með hliðsjón af því að maðurinn hafi sannanlega hlotið refsidóm fyrir verknaðinn sem hann var grunaður um, að sex milljónir væru hæfilegar miskabætur. Dómsmál Efnahagsbrot Mest lesið „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Innlent „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Innlent Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Erlent Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Norsku skipagöngin á leið í útboðsferli Erlent Fleiri fréttir „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Fimmtán prósent allra hænsna á búinu drápust Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Tryggingagjald, andstæðir pólar og orkuskipti í Sprengisandi Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Sjá meira
Karlmaðurinn höfðaði mál á hendur ríkinu vegna gæsluvarðhalds sem hann sætti á Ítalíu frá 14. febrúar til 16. ágúst 2017. Íslensk yfirvöld biðu þá eftir samþykki ítalskra í tengslum við framsal mannsins til Íslands vegna brota sem hann var grunaður um að hafa framið hér á landi. Málið velktist um í ítalska dómskerfinu um nokkuð skeið en maðurinn kom hingað til lands um miðjan ágúst. Hann sætti gæsluvarðhaldi frá 17. þess mánaðar fram til 10. janúar næsta árs. Þá hafði hann setið í gæsluvarðhaldi í tæpa ellefu mánuði. Hæstiréttur, sem kvað upp dóm í málinu í liðinni viku, taldi ekki þörf á að gera greinarmun á gæsluvarðhaldinu hér á landi og varðhaldinu á Ítalíu. Langvægasti dómur Maðurinn hlaut loks dóm fyrir peningaþvætti af gáleysi og var dæmdur í tveggja mánaða fangelsi. RÚV greinir frá því að maðurinn, sem er frá Nígeríu, hafi hlotið dóminn í tengslum við netglæp sem framinn var árið 2015. Ónefndur maður hafi þóst vera íslenskt fiskútflutningsfyrirtæki og fengið suðurkóreskt fyrirtæki til að leggja 54 milljónir inn á reikning. Maðurinn fékk langvægasta dóminn af fjórum sakborningum í tengslum við netglæpinn. Hæstiréttur taldi að meðalhófs hafi ekki verið gætt við lengd gæsluvarðhaldsins. Talið væri að íslenska ríkið bæri hlutlæga bótaábyrgð, sem merkir að ekki þurfi að sanna saknæma háttsemi ríkisins, vegna frelsissviptingu mannsins. Þrátt fyrir að hann hefði hlotið dóm fyrir peningaþvætti væri ekki sýnt fram á að hann bæri ábyrgð á því að gæsluvarðhaldið hafi orðið svo langt eins og raun bar vitni. Eins og fyrr segir hafði Landsréttur fallist á miklu hærri skaðabætur, 19 milljónir króna. Hæstiréttur leit ítarlega til fyrri dómaframkvæmdar, viðeigandi lagaákvæða og tíndi hin ýmsu sjónarmið til. Þrátt fyrir að engum lagaákvæðum um nákvæmar fjárhæðir væri til að dreifa var talið, með hliðsjón af því að maðurinn hafi sannanlega hlotið refsidóm fyrir verknaðinn sem hann var grunaður um, að sex milljónir væru hæfilegar miskabætur.
Dómsmál Efnahagsbrot Mest lesið „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Innlent „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Innlent Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Erlent Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Norsku skipagöngin á leið í útboðsferli Erlent Fleiri fréttir „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Fimmtán prósent allra hænsna á búinu drápust Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Tryggingagjald, andstæðir pólar og orkuskipti í Sprengisandi Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Sjá meira