Arsenal með í titilbaráttunni eftir sigur á Manchester City Smári Jökull Jónsson skrifar 2. apríl 2023 14:37 Katie McCabe fagnar eftir að hafa skorað sigurmarkið í dag. Vísir/Getty Arsenal vann gríðarlega mikilvægan sigur á Manchester City þegar liðin mættust í ensku úrvalsdeildinni í dag. Arsenal er nú komið uppfyrir City í töflunni. Fyrir leikinn í dag var Arsenal í þriðja sæti ensku deildarinnar með 35 stig, þremur minna en Manchester City og sex stigum á eftir Manchester United. Arsenal hafði þó leikið einum leik minna en hin tvö. Í fjórða sætinu var síðan Chelsea með 37 stig en átti tvo leiki inni á Manchesterliðin tvö. Það var lið Manchester City sem komst yfir í leiknum í dag. Khadija Shaw skoraði strax á fimmtu mínútu þegar hún skoraði með frábærum skalla. Arsenal pressaði töluvert á City í fyrri hálfleiknum en bæði lið fengu tækifæri til að skora. Lauren Hemp fékk algjört dauðafæri skömmu fyrir leikhlé en skaut yfir markið á markteig og mistókst að tvöfalda forystu City. Hemp átti einnig gott sko sem Sabrina D´Angelo varði vel í marki Arsenal. City í raun óheppið að vera ekki með meiri forytsu í hálfleik og hafði farið illa með færin. Það átti eftir að reynast dýrkeypt. WHAT A GOAL FROM KATIE MCCABE! 2-1 (74) pic.twitter.com/nSPaTJ57dA— Arsenal Women (@ArsenalWFC) April 2, 2023 Á 62. mínútu náði Arsenal að jafna. City mistókst þá að hreinsa almennilega frá marki og Frida Maanum skoraði af harðfylgi. Tólf mínútum síðar kom síðan sigurmark Arsenal. Katie McCabe lék boltanum þá inn á völlinn frá hægri knatinum og skoraði með þrumuskoti í fjærhornið. Glæsilegt mark og staðan orðin 2-1. City reyndi hvað það gat að jafna metin en Arsenal varðist vel. Lokatölur 2-1 og Arsenal komið uppfyrir Manchester City á markatölu. Þetta hefur heldur betur verið góð vika fyrir Arsenal því í vikunni sló liðið út Bayern Munchen í Meistaradeildinni og tryggði sér þar með sæti í undanúrslitum. Enski boltinn Mest lesið Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason Handbolti Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti „Ég er bara Króati á morgun“ Handbolti Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Handbolti Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Fótbolti EM í dag: Slagsmál í Malmö og dónar í dinner Handbolti Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Fleiri fréttir Sancho tryggði Aston Villa áfram í Evrópudeildinni Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Fimm daga fangelsi fyrir að klæðast Borat skýlu á Meistaradeildarleik Sigurður Bjartur á leið til Spánar? „Lagar lekann í smástund en þetta er ekki Liverpool-leiðin“ Freyr orðinn þreyttur á endalausu slúðri Stjarnan selur Adolf Daða til FH Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Aukaspyrna Szoboszlai, Lewandowski fyrir bæði lið og Kane klikkaði á þrennu Heimavinnan skilaði marki fyrir Szoboszlai Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Newcastle og Chelsea unnu bæði í Meistaradeildinni í kvöld Lewandowski skoraði fyrir bæði félög í Prag Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Sjálfsmark endaði sigurgönguna og dramatík í Aserbaísjan Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Íslensku landsliðskonurnar spila á heimavelli Nottingham Forest Frakkar munu að svo stöddu ekki sniðganga HM vegna Grænlands Telur starf Guardiola í hættu: „Hélt ég myndi aldrei á minni lífsleið segja þetta“ Óttast að Grealish verði lengi frá Feginn Frank fékk sér tvö stór rauðvínsglös Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Tvenna Jesus, óvænt töp, veisla í Madríd og langþráður sigur Lærir inn á nýtt umhverfi: „Ég mun gera mörg mistök“ Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Real Madrid skoraði sex mörk í Meistaradeildinni Gabriel Jesus stjarna Arsenal í enn einum Meistaradeildarsigrinum City fékk skell í Noregi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Sjá meira
Fyrir leikinn í dag var Arsenal í þriðja sæti ensku deildarinnar með 35 stig, þremur minna en Manchester City og sex stigum á eftir Manchester United. Arsenal hafði þó leikið einum leik minna en hin tvö. Í fjórða sætinu var síðan Chelsea með 37 stig en átti tvo leiki inni á Manchesterliðin tvö. Það var lið Manchester City sem komst yfir í leiknum í dag. Khadija Shaw skoraði strax á fimmtu mínútu þegar hún skoraði með frábærum skalla. Arsenal pressaði töluvert á City í fyrri hálfleiknum en bæði lið fengu tækifæri til að skora. Lauren Hemp fékk algjört dauðafæri skömmu fyrir leikhlé en skaut yfir markið á markteig og mistókst að tvöfalda forystu City. Hemp átti einnig gott sko sem Sabrina D´Angelo varði vel í marki Arsenal. City í raun óheppið að vera ekki með meiri forytsu í hálfleik og hafði farið illa með færin. Það átti eftir að reynast dýrkeypt. WHAT A GOAL FROM KATIE MCCABE! 2-1 (74) pic.twitter.com/nSPaTJ57dA— Arsenal Women (@ArsenalWFC) April 2, 2023 Á 62. mínútu náði Arsenal að jafna. City mistókst þá að hreinsa almennilega frá marki og Frida Maanum skoraði af harðfylgi. Tólf mínútum síðar kom síðan sigurmark Arsenal. Katie McCabe lék boltanum þá inn á völlinn frá hægri knatinum og skoraði með þrumuskoti í fjærhornið. Glæsilegt mark og staðan orðin 2-1. City reyndi hvað það gat að jafna metin en Arsenal varðist vel. Lokatölur 2-1 og Arsenal komið uppfyrir Manchester City á markatölu. Þetta hefur heldur betur verið góð vika fyrir Arsenal því í vikunni sló liðið út Bayern Munchen í Meistaradeildinni og tryggði sér þar með sæti í undanúrslitum.
Enski boltinn Mest lesið Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason Handbolti Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti „Ég er bara Króati á morgun“ Handbolti Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Handbolti Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Fótbolti EM í dag: Slagsmál í Malmö og dónar í dinner Handbolti Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Fleiri fréttir Sancho tryggði Aston Villa áfram í Evrópudeildinni Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Fimm daga fangelsi fyrir að klæðast Borat skýlu á Meistaradeildarleik Sigurður Bjartur á leið til Spánar? „Lagar lekann í smástund en þetta er ekki Liverpool-leiðin“ Freyr orðinn þreyttur á endalausu slúðri Stjarnan selur Adolf Daða til FH Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Aukaspyrna Szoboszlai, Lewandowski fyrir bæði lið og Kane klikkaði á þrennu Heimavinnan skilaði marki fyrir Szoboszlai Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Newcastle og Chelsea unnu bæði í Meistaradeildinni í kvöld Lewandowski skoraði fyrir bæði félög í Prag Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Sjálfsmark endaði sigurgönguna og dramatík í Aserbaísjan Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Íslensku landsliðskonurnar spila á heimavelli Nottingham Forest Frakkar munu að svo stöddu ekki sniðganga HM vegna Grænlands Telur starf Guardiola í hættu: „Hélt ég myndi aldrei á minni lífsleið segja þetta“ Óttast að Grealish verði lengi frá Feginn Frank fékk sér tvö stór rauðvínsglös Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Tvenna Jesus, óvænt töp, veisla í Madríd og langþráður sigur Lærir inn á nýtt umhverfi: „Ég mun gera mörg mistök“ Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Real Madrid skoraði sex mörk í Meistaradeildinni Gabriel Jesus stjarna Arsenal í enn einum Meistaradeildarsigrinum City fékk skell í Noregi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Sjá meira
Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Aukaspyrna Szoboszlai, Lewandowski fyrir bæði lið og Kane klikkaði á þrennu