Tryllt dagskrá í fimmtugsafmæli aldarinnar í Smáranum Árni Sæberg skrifar 2. apríl 2023 19:20 Listamennirnir voru í svo miklu stuði að þeir hentu í eina sjálfu í Smáranum. @hreimur78 Það er óhætt að segja að dagskráin hafi verið sérstaklega vegleg í tvöföldu fimmtugsafmæli í Smáranum í Kópavogi í gær. Margir af vinsælustu skemmtikröftum þjóðarinnar skemmtu fleiri hundruð manns í afmæli sem verður lengi í minnum haft. Það voru hjónin Margrét Skúladóttir Sigurz og Kristján Gunnar Ríkharðsson sem buðu til veislunnar. Margrét fagnar fimmtugsafmæli þann 10. apríl en Kristján Gunnar varð fimmtugur árið 2021 þegar kórónuveirufaraldurinn var í algleymingi og veisluhald ekki í boði. Auðunn Blöndal og Steindi Jr. voru veislustjórar og kynntu hverja stórstjörnuna í íslenskri tónlist til leiks á fætur annarri. Bræðurnir Frikki Dór og Jón Jónsson sungu saman og í framhaldinu fóru Friðrik Ómar og Selma Björns með gesti í Eurovision vímu. Emmsjé Gauti kom gestum í rappgírinn áður en Aldamótahljómsveit ásamt söngvurum steig á stokk. Jónsi í Svörtum fötum, Magni í Á móti sól, Hreimur úr Landi og sonum auk Gunna Óla úr Skítamóral. View this post on Instagram A post shared by Hreimur Örn Heimisson (@hreimur78) Þá mætti Sverrir Bergmann af Suðurnesjunum með gullbarkann og tryllti lýðinn. Þá átti enn eftir að kynna inn Pál Óskar. Dömurnar voru hvattar til að mæta með sléttbotna skó með sér í tösku til að geta stigið trylltan dans. View this post on Instagram A post shared by Hreimur Örn Heimisson (@hreimur78) „Þessa veislu er ekki hægt að toppa“ og „höfum ekki skemmt okkur svona vel í mörg ár“ segja veislugestir á Facebook-vegg Margrétar í dag. Auðunn Blöndal birti myndband á Instagram í gærkvöldi og hafði á orði að gestgjafarnir hefðu gert sérstaklega vel við listamennina í mat og drykk baksviðs. Ekki var glæsileikinn minni úti í sal. View this post on Instagram A post shared by Hreimur Örn Heimisson (@hreimur78) Margrét, sem var kjörin Ungfrú Ísland árið 1994 og keppti í Miss World, starfar sem leikskólakennari hjá Hjallastefnunni. Það vakti athygli fyrir áratug þegar Margrét færði Landspítalanum veglega gjöf í þakklætisskyni fyrir þá umönnun sem faðir hennar fékk eftir fólskulega árás á lögfræðistofu í Reykjavík. Um var að ræða loftdýnu og lyftara sem Margrét safnaði fyrir með aðstoð afmælisgesta sem lögðu í púkk. Kristján er framkvæmdastjóri Skuggabyggðar ehf. sem hefur meðal annars komið að byggingu íbúða í Skuggahverfinu og RÚV reitnum við Efstaleiti í Reykjavík. Hafa þau hjónin breytt gömlu pósthúsi og veiðarfærahúsi í Vestmannaeyjum í hótel og lúxusíbúðir til útleigu. Þá er Kristján í forsvari fyrir Lava Spring Vestmannaeyjar ehf. sem hyggur á gerð baðlóns í Vestmannaeyjum. Þau voru í fyrra verðlaunuð fyrir framtak ársins í Eyjum. Vel fór á því að afmælið var haldið í Smáranum, heimavelli Breiðabliks, enda er Kristján afar harður stuðningsmaður Blika. Þó gætti líka Eyjastemningar í veislunni eins og sjá má í Instagram-færslum Hreims að ofan sem söng Þjóðhátíðarlög fyrir gesti. Tímamót Kópavogur Vestmannaeyjar Breiðablik Mest lesið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Lífið Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Lífið Barnastjarna bráðkvödd Bíó og sjónvarp Már Gunnars genginn út Lífið Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Lífið Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Lífið Dúnmjúk skinkuhorn með æðislegri fyllingu Matur Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lífið Gefa út endurbætta útgáfu af íslenskum leik Leikjavísir Fleiri fréttir Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Hvað þýðir „six-seven“? Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Barist upp á líf og dauða „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Langþráður draumur verður að veruleika Samsæriskenningar notaðar sem stjórntæki Stjörnulífið: „Dagur sem mun aldrei gleymast“ Gisti hálft ár á sófum hjá bekkjarfélögum Betra að vera blankur nemi í New York Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Sjá meira
Það voru hjónin Margrét Skúladóttir Sigurz og Kristján Gunnar Ríkharðsson sem buðu til veislunnar. Margrét fagnar fimmtugsafmæli þann 10. apríl en Kristján Gunnar varð fimmtugur árið 2021 þegar kórónuveirufaraldurinn var í algleymingi og veisluhald ekki í boði. Auðunn Blöndal og Steindi Jr. voru veislustjórar og kynntu hverja stórstjörnuna í íslenskri tónlist til leiks á fætur annarri. Bræðurnir Frikki Dór og Jón Jónsson sungu saman og í framhaldinu fóru Friðrik Ómar og Selma Björns með gesti í Eurovision vímu. Emmsjé Gauti kom gestum í rappgírinn áður en Aldamótahljómsveit ásamt söngvurum steig á stokk. Jónsi í Svörtum fötum, Magni í Á móti sól, Hreimur úr Landi og sonum auk Gunna Óla úr Skítamóral. View this post on Instagram A post shared by Hreimur Örn Heimisson (@hreimur78) Þá mætti Sverrir Bergmann af Suðurnesjunum með gullbarkann og tryllti lýðinn. Þá átti enn eftir að kynna inn Pál Óskar. Dömurnar voru hvattar til að mæta með sléttbotna skó með sér í tösku til að geta stigið trylltan dans. View this post on Instagram A post shared by Hreimur Örn Heimisson (@hreimur78) „Þessa veislu er ekki hægt að toppa“ og „höfum ekki skemmt okkur svona vel í mörg ár“ segja veislugestir á Facebook-vegg Margrétar í dag. Auðunn Blöndal birti myndband á Instagram í gærkvöldi og hafði á orði að gestgjafarnir hefðu gert sérstaklega vel við listamennina í mat og drykk baksviðs. Ekki var glæsileikinn minni úti í sal. View this post on Instagram A post shared by Hreimur Örn Heimisson (@hreimur78) Margrét, sem var kjörin Ungfrú Ísland árið 1994 og keppti í Miss World, starfar sem leikskólakennari hjá Hjallastefnunni. Það vakti athygli fyrir áratug þegar Margrét færði Landspítalanum veglega gjöf í þakklætisskyni fyrir þá umönnun sem faðir hennar fékk eftir fólskulega árás á lögfræðistofu í Reykjavík. Um var að ræða loftdýnu og lyftara sem Margrét safnaði fyrir með aðstoð afmælisgesta sem lögðu í púkk. Kristján er framkvæmdastjóri Skuggabyggðar ehf. sem hefur meðal annars komið að byggingu íbúða í Skuggahverfinu og RÚV reitnum við Efstaleiti í Reykjavík. Hafa þau hjónin breytt gömlu pósthúsi og veiðarfærahúsi í Vestmannaeyjum í hótel og lúxusíbúðir til útleigu. Þá er Kristján í forsvari fyrir Lava Spring Vestmannaeyjar ehf. sem hyggur á gerð baðlóns í Vestmannaeyjum. Þau voru í fyrra verðlaunuð fyrir framtak ársins í Eyjum. Vel fór á því að afmælið var haldið í Smáranum, heimavelli Breiðabliks, enda er Kristján afar harður stuðningsmaður Blika. Þó gætti líka Eyjastemningar í veislunni eins og sjá má í Instagram-færslum Hreims að ofan sem söng Þjóðhátíðarlög fyrir gesti.
Tímamót Kópavogur Vestmannaeyjar Breiðablik Mest lesið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Lífið Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Lífið Barnastjarna bráðkvödd Bíó og sjónvarp Már Gunnars genginn út Lífið Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Lífið Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Lífið Dúnmjúk skinkuhorn með æðislegri fyllingu Matur Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lífið Gefa út endurbætta útgáfu af íslenskum leik Leikjavísir Fleiri fréttir Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Hvað þýðir „six-seven“? Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Barist upp á líf og dauða „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Langþráður draumur verður að veruleika Samsæriskenningar notaðar sem stjórntæki Stjörnulífið: „Dagur sem mun aldrei gleymast“ Gisti hálft ár á sófum hjá bekkjarfélögum Betra að vera blankur nemi í New York Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Sjá meira