„Fólk er að missa sig af spennu“ Sindri Sverrisson skrifar 3. apríl 2023 15:00 Njarðvíkingar hafa hug á að fagna Íslandsmeistaratitlinum annað árið í röð en búast má við afar harðri baráttu. VÍSIR/BÁRA Það ríkir mikil eftirvænting fyrir kvöldinu í Reykjanesbæ en þá byrjar undanúrslitaeinvígi Keflavíkur og Njarðvíkur í Subway-deild kvenna í körfubolta. Þarna mæta nýkrýndir deildarmeistarar ríkjandi Íslandsmeisturum. Deildarkeppnin gefur til kynna að spennandi úrslitakeppni sé fyrir höndum en Haukar og Valur mætast klukkan 18:15 í Ólafssal og tveimur tímum síðar hefst grannaslagurinn í Reykjanesbæ, í Blue-höll Keflvíkinga. Njarðvík endaði í fjórða sæti deildarinnar en er ríkjandi Íslandsmeistari og miðað við síðustu vikur er liðið til alls líklegt þegar kemur að titilvörninni: „Við komum ansi brött inn í úrslitakeppnina,“ segir Rúnar Ingi Erlingsson, þjálfari Njarðvíkur. „Tímabilið fór svolítið hægt af stað og við lentum í ýmsum meiðslavandræðum, sérstaklega fyrir jól, en höfum hægt og bítandi verið að bæta okkur og ná öllum okkar kröftum eftir áramót. Að enda fjórðu umferðina með sjö sigurleikjum, vinna öll þrjú efstu liðin, gefur okkur mikið sjálfstraust inn í úrslitakeppnina. Að sjálfsögðu ætlum við að mæta inn í hana til að verja titilinn okkar,“ segir Rúnar Ingi. Umhverfið og öll pressan gjörbreyst Njarðvík varð Íslandsmeistari í fyrra sem nýliði í Subway-deildinni og segir Rúnar að pressan á liðinu hafi því verið allt önnur í vetur. „Ég held að við höfum tekið stærri skref en við áttum von á, fyrir kvennakörfuboltann í Njarðvík. Við lögðum upp ákveðið plan þegar við vorum í 1. deild og að verða svo Íslandsmeistarar á fyrstu leiktíð í efstu deild var kannski ekki upprunalega planið. En þegar tímabilið fór af stað í fyrra þá sáum við að við gætum það. Á einhverjum ellefu mánuðum eða svo breytist því allt umhverfið og öll pressan. Á þessu tímabili erum við ríkjandi meistarar og höfum fundið að vissu leyti fyrir því. Andlega hliðin hjá leikmönnum er aðeins öðruvísi. Þegar þú ert Íslandsmeistari þá veistu að þú átt að vera eitthvað ákveðið góður, og þegar hlutirnir ganga ekki upp þá svekkir þú þig meira en þegar þú ert nýliði sem hefur ekki unnið sér inn fyrir neinu,“ segir Rúnar og bætir við: „Draumurinn fyrir aðdáendurna í bæjarfélaginu“ „Við erum búin að leggja hart að okkur í allan vetur og erum komin á þann stað í dag að vera mjög sátt með stöðuna á liðinu, hvað við getum framkvæmt og hversu klók við erum í þessum jöfnu leikjum sem við höfum þurft að læra inn á á þessu tímabili. Þrátt fyrir að við séum ríkjandi Íslandsmeistarar þá erum við samt með nýtt lið frá síðustu leiktíð og þurfum að vinna fyrir öllu sem við ætlum að áorka á vellinum.“ Rúnar tekur undir að það gefi undanúrslitaeinvíginu enn meira krydd að um sé að ræða slag erkifjendanna í Reykjanesbæ. „Þetta er draumurinn fyrir aðdáendurna í bæjarfélaginu. Það byggist upp einhver stemning og fólk, hvort sem er í skólanum eða vinnunni, er að tala um þessa leiki. Þetta eykur mikilvægið enn meira, þó að það sé að sjálfsögðu alveg nógu stór gulrót í boði með því að komast í lokaúrslitin. Að keppa við Keflavík á þessu sviði í svona seríu gefur þessu alveg extra mikið, og ég get ekki beðið eftir að mæta í Blue-höllina í kvöld. Maður finnur það síðustu daga að fólk er að missa sig af spennu og við vonandi finnum það úr stúkunni í kvöld.“ Subway-deild kvenna UMF Njarðvík Mest lesið Maðurinn sem stal derhúfu af barni biðst afsökunar Sport Sætur sigur hjá Sveindísi sem reiddist og sparkaði í skilti Fótbolti Forseti UEFA hrósar Íslandi en segir brýna nauðsyn að fá betri klefa Fótbolti Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins Enski boltinn Þegar átján ára Doncic fíflaði Hlyn Körfubolti Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Enski boltinn Biturðin lak af tilkynningu um Isak Enski boltinn Furðu lostinn eftir fordæmalausan brottrekstur Fótbolti „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ Enski boltinn „Gulrótin að vinna og henda Slóveníu úr mótinu“ Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Ísland - Slóvenía | Glíma við stórstjörnu Kallar eftir hefnd gegn Doncic EM í dag í beinni: Líf og fjör á Fan Zone Íslensku stuðningsmennirnir þeir vanmetnustu á mótinu „Heiður að spila gegn einum besta leikmanni heims“ Skemmtileg áskorun að greina Doncic Þegar átján ára Doncic fíflaði Hlyn „Gulrótin að vinna og henda Slóveníu úr mótinu“ „Við getum ekki þagað yfir þessu“ Þýskaland vann Bretland með 63 stiga mun EM í dag: Helgin frá helvíti Erfitt að sofa og vera einn með eigin hugsunum Ísland með verstu þriggja stiga nýtinguna á EM „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Besta sætið um Tryggva: „Hafði aldrei heyrt um Eið Smára, Jón Arnór eða Óla Stef“ Bara ofurstjörnur úr NBA með hærra framlag en Tryggvi á EM Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Skýrsla Henrys: Rændir í gini ljónsins „Fannst tækifærið vera tekið af okkur“ „Vont er þeirra ranglæti. Verra er þeirra réttlæti“ „Bíður í átta ár eftir svona móti og þetta eru vinnubrögðin“ Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ „Hjartað rifið úr okkur“ „Þetta er bara gullfallegt“ Einkunnir á móti Póllandi: Tryggvi í tröllaham og nóg af töffurum í liðinu Myndasyrpa: Stuðningsmenn Íslands glaðir og ekki búnir að gefast upp Ísraelar lögðu Frakka og lyftu sér á toppinn Uppgjör: Pólland - Ísland 84-75 | Tækifærið á sigrinum hrifsað af Íslandi Sjá meira
Deildarkeppnin gefur til kynna að spennandi úrslitakeppni sé fyrir höndum en Haukar og Valur mætast klukkan 18:15 í Ólafssal og tveimur tímum síðar hefst grannaslagurinn í Reykjanesbæ, í Blue-höll Keflvíkinga. Njarðvík endaði í fjórða sæti deildarinnar en er ríkjandi Íslandsmeistari og miðað við síðustu vikur er liðið til alls líklegt þegar kemur að titilvörninni: „Við komum ansi brött inn í úrslitakeppnina,“ segir Rúnar Ingi Erlingsson, þjálfari Njarðvíkur. „Tímabilið fór svolítið hægt af stað og við lentum í ýmsum meiðslavandræðum, sérstaklega fyrir jól, en höfum hægt og bítandi verið að bæta okkur og ná öllum okkar kröftum eftir áramót. Að enda fjórðu umferðina með sjö sigurleikjum, vinna öll þrjú efstu liðin, gefur okkur mikið sjálfstraust inn í úrslitakeppnina. Að sjálfsögðu ætlum við að mæta inn í hana til að verja titilinn okkar,“ segir Rúnar Ingi. Umhverfið og öll pressan gjörbreyst Njarðvík varð Íslandsmeistari í fyrra sem nýliði í Subway-deildinni og segir Rúnar að pressan á liðinu hafi því verið allt önnur í vetur. „Ég held að við höfum tekið stærri skref en við áttum von á, fyrir kvennakörfuboltann í Njarðvík. Við lögðum upp ákveðið plan þegar við vorum í 1. deild og að verða svo Íslandsmeistarar á fyrstu leiktíð í efstu deild var kannski ekki upprunalega planið. En þegar tímabilið fór af stað í fyrra þá sáum við að við gætum það. Á einhverjum ellefu mánuðum eða svo breytist því allt umhverfið og öll pressan. Á þessu tímabili erum við ríkjandi meistarar og höfum fundið að vissu leyti fyrir því. Andlega hliðin hjá leikmönnum er aðeins öðruvísi. Þegar þú ert Íslandsmeistari þá veistu að þú átt að vera eitthvað ákveðið góður, og þegar hlutirnir ganga ekki upp þá svekkir þú þig meira en þegar þú ert nýliði sem hefur ekki unnið sér inn fyrir neinu,“ segir Rúnar og bætir við: „Draumurinn fyrir aðdáendurna í bæjarfélaginu“ „Við erum búin að leggja hart að okkur í allan vetur og erum komin á þann stað í dag að vera mjög sátt með stöðuna á liðinu, hvað við getum framkvæmt og hversu klók við erum í þessum jöfnu leikjum sem við höfum þurft að læra inn á á þessu tímabili. Þrátt fyrir að við séum ríkjandi Íslandsmeistarar þá erum við samt með nýtt lið frá síðustu leiktíð og þurfum að vinna fyrir öllu sem við ætlum að áorka á vellinum.“ Rúnar tekur undir að það gefi undanúrslitaeinvíginu enn meira krydd að um sé að ræða slag erkifjendanna í Reykjanesbæ. „Þetta er draumurinn fyrir aðdáendurna í bæjarfélaginu. Það byggist upp einhver stemning og fólk, hvort sem er í skólanum eða vinnunni, er að tala um þessa leiki. Þetta eykur mikilvægið enn meira, þó að það sé að sjálfsögðu alveg nógu stór gulrót í boði með því að komast í lokaúrslitin. Að keppa við Keflavík á þessu sviði í svona seríu gefur þessu alveg extra mikið, og ég get ekki beðið eftir að mæta í Blue-höllina í kvöld. Maður finnur það síðustu daga að fólk er að missa sig af spennu og við vonandi finnum það úr stúkunni í kvöld.“
Subway-deild kvenna UMF Njarðvík Mest lesið Maðurinn sem stal derhúfu af barni biðst afsökunar Sport Sætur sigur hjá Sveindísi sem reiddist og sparkaði í skilti Fótbolti Forseti UEFA hrósar Íslandi en segir brýna nauðsyn að fá betri klefa Fótbolti Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins Enski boltinn Þegar átján ára Doncic fíflaði Hlyn Körfubolti Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Enski boltinn Biturðin lak af tilkynningu um Isak Enski boltinn Furðu lostinn eftir fordæmalausan brottrekstur Fótbolti „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ Enski boltinn „Gulrótin að vinna og henda Slóveníu úr mótinu“ Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Ísland - Slóvenía | Glíma við stórstjörnu Kallar eftir hefnd gegn Doncic EM í dag í beinni: Líf og fjör á Fan Zone Íslensku stuðningsmennirnir þeir vanmetnustu á mótinu „Heiður að spila gegn einum besta leikmanni heims“ Skemmtileg áskorun að greina Doncic Þegar átján ára Doncic fíflaði Hlyn „Gulrótin að vinna og henda Slóveníu úr mótinu“ „Við getum ekki þagað yfir þessu“ Þýskaland vann Bretland með 63 stiga mun EM í dag: Helgin frá helvíti Erfitt að sofa og vera einn með eigin hugsunum Ísland með verstu þriggja stiga nýtinguna á EM „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Besta sætið um Tryggva: „Hafði aldrei heyrt um Eið Smára, Jón Arnór eða Óla Stef“ Bara ofurstjörnur úr NBA með hærra framlag en Tryggvi á EM Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Skýrsla Henrys: Rændir í gini ljónsins „Fannst tækifærið vera tekið af okkur“ „Vont er þeirra ranglæti. Verra er þeirra réttlæti“ „Bíður í átta ár eftir svona móti og þetta eru vinnubrögðin“ Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ „Hjartað rifið úr okkur“ „Þetta er bara gullfallegt“ Einkunnir á móti Póllandi: Tryggvi í tröllaham og nóg af töffurum í liðinu Myndasyrpa: Stuðningsmenn Íslands glaðir og ekki búnir að gefast upp Ísraelar lögðu Frakka og lyftu sér á toppinn Uppgjör: Pólland - Ísland 84-75 | Tækifærið á sigrinum hrifsað af Íslandi Sjá meira