Börn, sögur og sorg Sigurvin Lárus Jónsson skrifar 3. apríl 2023 15:00 Sorg varðar okkur öll og enginn kemst í gegnum lífið án þess að upplifa sorg. Börn sem verða fyrir missi þurfa mikinn stuðning, sem fagaðilar og samtök á borð við Ljónshjarta og Örninn geta stutt við að veita, en öll börn þurfa fræðslu um sorg og sorgarviðbrögð sem hæfa þeirra aldri. Sögur gegna þar veigamiklu hlutverki og hafa misjöfn áhrif á börn. Sögur geta frætt eða hrætt börn um dauðann en þær veita uppalendum dýrmæt tækifæri til samtals. Hver man ekki eftir að hafa upplifað sorg Bamba og Simba í teiknimyndunum þekktu en merkilega mörg Disney ævintýri fjalla um foreldramissi. Erlendar bækur þýddar á íslensku hafa gagnast mörgum í að ræða um sorg og missi. Má þar nefna bók Astrid Lindgren Bróðir minn Ljónshjarta og bók Eyvind Skeie Sumarlandið, en báðar nálgast vonina um framhaldslíf í myndmáli Nangiala og sumarlandsins. Sorg og missir eru stef í íslenskum bókmenntum frá upphafi og Dagný Kristjánsdóttir nefnir í bók sinni Bókabörn að forvígismenn íslenskra barnabókmennta hafi átt það sameiginlegt að upplifa föðurmissi ungir: „Jónas Hallgrímsson missti föður sinn níu ára og Sigurbjörn [Sveinsson] sinn átta ára en Nonni [Jón Sveinsson] missti sinn föður 12 ára gamall. Í öllum tilfellum voru fjölskyldurnar leystar upp“ (bls. 257). Þau áföll lita frásagnir þessara höfunda með ólíkum hætti. Guðrún Helgadóttir nálgast sorg og missi í íslenskum veruleika í bókum sínum með augum félagslegs raunsæis og hispursleysi hennar hefur hjálpað mörgum við að greina og vinna úr eigin áfallasögu. Í þríleiknum Sitji Guðs englar er m.a. fjallað um alkóhólisma og lífsbaráttu almennings en í annarri bókinni Saman í hring er dýrmæt lýsing á sorgarferli barns. „Aldrei á ævi sinni hafði hún fundið svona einkennilega til“ (bls. 134). Samskipti barnanna við fullorðna fólkið bera einkenni sem margir uppalendur þekkja af börnum í sorg og börnin fá rými til að spyrja spurninga, gráta og njóta skjóls frá aðstandendum sínum. Ef maður er alveg drukknaður, er maður þá dáinn? spurði Abba hin.Já, þá er maður dáinn, sagði amma.Ég held að það sé fjólublátt að deyja, sagði Abba hin þá.Það held ég geti verið, sagði amma. Farðu nú upp að sofa. (Bls. 136) Af unglingabókum sem ræða sorg má nefna Tár bros og takkaskór eftir Þorgrím Þráinsson. Þar verður 14 ára stúlka fyrir bíl og sagan lýsir með dýrmætum hætti því sorgarferli sem vinahópurinn gengur í gegnum í kjölfarið af fráfalli hennar. Við sorgina blandast reiði því ökumaðurinn finnst ekki. Við andlát Agnesar lamaðist starfsemi Langholtsskóla að nokkru leiti. Það var eins og einhver hulin slæða hefði lagst yfir skólann. Nemendur gengu hljóðlegar um bygginguna, öll samskipti báru vott um tillitssemi, raddir voru lágværari, þögnin í tímum virtist stundum óbærileg. (Bls. 155) Af nýrri íslenskum barnabókum hefur bókin Loforðið eftir Hrund Þórsdóttur vakið verðskuldaða athygli en hún hlaut íslensku barnabókaverðlaunin 2007. Bókin fjallar um vináttu og missi 11 ára stelpna og lýsir með dýrmætum hætti sorgarferli barns. Næsta dag var haldin minningarathöfn um Eyvöru í skólanum og mamma fór með Ástu. Það var skrýtið að koma í skólann á laugardegi og hitta alla undir öðrum kringumstæðum en venjulega. Samkomusalurinn var troðfullur af krökkum og foreldrum. Allir voru alvarlegir á svipinn og margir sem höfðu þekkt Eyvöru vel sátu grátandi á fremstu bekkjunum. Margir aðrir grétu líka og fullorðna fólkinu virtist ekki líða betur en krökkunum. Sorgin var næstum því áþreifanleg. Hún hékk í loftinu og teygði sig óvægin inn í hjartað á öllum sem voru á staðnum. Loforðið hefur verið notuð í sálgæslunámi við Háskóla Íslands sem dæmi um fyrirmyndar sögu til að ræða um sorg við börn. Þegar rætt er við börn um sorg þarf að taka mið af aldri þeirra, mikilvægt er að tala af hreinskilni, að gefa frá upphafi réttar upplýsingar um hvernig andlát bar að og að forðast myndmál sem getur ruglað börn. Undan sorginni sleppur enginn og sorgin vitjar okkar á ólíkum æviskeiðum. Í gegnum sögur getum við átt dýrmæt samtöl við börnin okkar um sorg og missi og þannig búið þau undir þá reynslu þegar að henni kemur. Barn sem veit að dauðinn er hluti af lífinu og að sorgin eru eðlileg viðbrögð, lærir að því sé óhætt að leita til uppalenda og ástvina þegar sorgin kveður dyra. Það er dýrmæt lífsleikni í því fólgin að kannast við sorgina og jafnframt að sorgin er afleiðing ástar, við syrgjum og söknum þess sem við höfum elskað og þekkt. Á föstudaginn langa kl. 17.00 býður Fríkirkjan í Reykjavík upp á stund er nefnist Börn, sögur og sorg og þar mun Hrund Þórsdóttir tala um bók sína Loforðið og Sara Gríms um að tala við leikskólabörn um dauðann. Höfundur er prestur við Fríkirkjuna í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurvin Lárus Jónsson Mest lesið Halldór 10.05.2025 Halldór Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson Skoðun Skoðun Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Sjá meira
Sorg varðar okkur öll og enginn kemst í gegnum lífið án þess að upplifa sorg. Börn sem verða fyrir missi þurfa mikinn stuðning, sem fagaðilar og samtök á borð við Ljónshjarta og Örninn geta stutt við að veita, en öll börn þurfa fræðslu um sorg og sorgarviðbrögð sem hæfa þeirra aldri. Sögur gegna þar veigamiklu hlutverki og hafa misjöfn áhrif á börn. Sögur geta frætt eða hrætt börn um dauðann en þær veita uppalendum dýrmæt tækifæri til samtals. Hver man ekki eftir að hafa upplifað sorg Bamba og Simba í teiknimyndunum þekktu en merkilega mörg Disney ævintýri fjalla um foreldramissi. Erlendar bækur þýddar á íslensku hafa gagnast mörgum í að ræða um sorg og missi. Má þar nefna bók Astrid Lindgren Bróðir minn Ljónshjarta og bók Eyvind Skeie Sumarlandið, en báðar nálgast vonina um framhaldslíf í myndmáli Nangiala og sumarlandsins. Sorg og missir eru stef í íslenskum bókmenntum frá upphafi og Dagný Kristjánsdóttir nefnir í bók sinni Bókabörn að forvígismenn íslenskra barnabókmennta hafi átt það sameiginlegt að upplifa föðurmissi ungir: „Jónas Hallgrímsson missti föður sinn níu ára og Sigurbjörn [Sveinsson] sinn átta ára en Nonni [Jón Sveinsson] missti sinn föður 12 ára gamall. Í öllum tilfellum voru fjölskyldurnar leystar upp“ (bls. 257). Þau áföll lita frásagnir þessara höfunda með ólíkum hætti. Guðrún Helgadóttir nálgast sorg og missi í íslenskum veruleika í bókum sínum með augum félagslegs raunsæis og hispursleysi hennar hefur hjálpað mörgum við að greina og vinna úr eigin áfallasögu. Í þríleiknum Sitji Guðs englar er m.a. fjallað um alkóhólisma og lífsbaráttu almennings en í annarri bókinni Saman í hring er dýrmæt lýsing á sorgarferli barns. „Aldrei á ævi sinni hafði hún fundið svona einkennilega til“ (bls. 134). Samskipti barnanna við fullorðna fólkið bera einkenni sem margir uppalendur þekkja af börnum í sorg og börnin fá rými til að spyrja spurninga, gráta og njóta skjóls frá aðstandendum sínum. Ef maður er alveg drukknaður, er maður þá dáinn? spurði Abba hin.Já, þá er maður dáinn, sagði amma.Ég held að það sé fjólublátt að deyja, sagði Abba hin þá.Það held ég geti verið, sagði amma. Farðu nú upp að sofa. (Bls. 136) Af unglingabókum sem ræða sorg má nefna Tár bros og takkaskór eftir Þorgrím Þráinsson. Þar verður 14 ára stúlka fyrir bíl og sagan lýsir með dýrmætum hætti því sorgarferli sem vinahópurinn gengur í gegnum í kjölfarið af fráfalli hennar. Við sorgina blandast reiði því ökumaðurinn finnst ekki. Við andlát Agnesar lamaðist starfsemi Langholtsskóla að nokkru leiti. Það var eins og einhver hulin slæða hefði lagst yfir skólann. Nemendur gengu hljóðlegar um bygginguna, öll samskipti báru vott um tillitssemi, raddir voru lágværari, þögnin í tímum virtist stundum óbærileg. (Bls. 155) Af nýrri íslenskum barnabókum hefur bókin Loforðið eftir Hrund Þórsdóttur vakið verðskuldaða athygli en hún hlaut íslensku barnabókaverðlaunin 2007. Bókin fjallar um vináttu og missi 11 ára stelpna og lýsir með dýrmætum hætti sorgarferli barns. Næsta dag var haldin minningarathöfn um Eyvöru í skólanum og mamma fór með Ástu. Það var skrýtið að koma í skólann á laugardegi og hitta alla undir öðrum kringumstæðum en venjulega. Samkomusalurinn var troðfullur af krökkum og foreldrum. Allir voru alvarlegir á svipinn og margir sem höfðu þekkt Eyvöru vel sátu grátandi á fremstu bekkjunum. Margir aðrir grétu líka og fullorðna fólkinu virtist ekki líða betur en krökkunum. Sorgin var næstum því áþreifanleg. Hún hékk í loftinu og teygði sig óvægin inn í hjartað á öllum sem voru á staðnum. Loforðið hefur verið notuð í sálgæslunámi við Háskóla Íslands sem dæmi um fyrirmyndar sögu til að ræða um sorg við börn. Þegar rætt er við börn um sorg þarf að taka mið af aldri þeirra, mikilvægt er að tala af hreinskilni, að gefa frá upphafi réttar upplýsingar um hvernig andlát bar að og að forðast myndmál sem getur ruglað börn. Undan sorginni sleppur enginn og sorgin vitjar okkar á ólíkum æviskeiðum. Í gegnum sögur getum við átt dýrmæt samtöl við börnin okkar um sorg og missi og þannig búið þau undir þá reynslu þegar að henni kemur. Barn sem veit að dauðinn er hluti af lífinu og að sorgin eru eðlileg viðbrögð, lærir að því sé óhætt að leita til uppalenda og ástvina þegar sorgin kveður dyra. Það er dýrmæt lífsleikni í því fólgin að kannast við sorgina og jafnframt að sorgin er afleiðing ástar, við syrgjum og söknum þess sem við höfum elskað og þekkt. Á föstudaginn langa kl. 17.00 býður Fríkirkjan í Reykjavík upp á stund er nefnist Börn, sögur og sorg og þar mun Hrund Þórsdóttir tala um bók sína Loforðið og Sara Gríms um að tala við leikskólabörn um dauðann. Höfundur er prestur við Fríkirkjuna í Reykjavík.
Ef maður er alveg drukknaður, er maður þá dáinn? spurði Abba hin.Já, þá er maður dáinn, sagði amma.Ég held að það sé fjólublátt að deyja, sagði Abba hin þá.Það held ég geti verið, sagði amma. Farðu nú upp að sofa. (Bls. 136)
Við andlát Agnesar lamaðist starfsemi Langholtsskóla að nokkru leiti. Það var eins og einhver hulin slæða hefði lagst yfir skólann. Nemendur gengu hljóðlegar um bygginguna, öll samskipti báru vott um tillitssemi, raddir voru lágværari, þögnin í tímum virtist stundum óbærileg. (Bls. 155)
Næsta dag var haldin minningarathöfn um Eyvöru í skólanum og mamma fór með Ástu. Það var skrýtið að koma í skólann á laugardegi og hitta alla undir öðrum kringumstæðum en venjulega. Samkomusalurinn var troðfullur af krökkum og foreldrum. Allir voru alvarlegir á svipinn og margir sem höfðu þekkt Eyvöru vel sátu grátandi á fremstu bekkjunum. Margir aðrir grétu líka og fullorðna fólkinu virtist ekki líða betur en krökkunum. Sorgin var næstum því áþreifanleg. Hún hékk í loftinu og teygði sig óvægin inn í hjartað á öllum sem voru á staðnum.
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun