Bein útsending: Ísland gegn áhrifavöldunum Bjarki Sigurðsson skrifar 4. apríl 2023 14:51 Áhrifavaldarnir fjórir sem munu tefla á mótinu. Alþjóðlega Reykjavíkurskákmótið, Reykjavik Open, klárast í dag og í tilefni af því verður blásið til lokaveislu í beinni útsendingu hér á Vísi og Stöð 2 Vísi. Útsláttarhraðskáksmót sem ber yfirskriftina Ísland gegn áhrifavöldunum hefst klukkan 15:30. Einnig er vakt neðst í fréttinni þar sem hægt er að fylgjast með gangi mála. Það eru þrír skáksnillingar sem sjá um að lýsa mótinu og ræða við keppendur. Björn Þorfinnsson, ritstjóri DV, og Birkir Karl Sigurðsson sjá um að að lýsa því sem er í gangi og ræðir Leifur Þorsteinsson við keppendur á milli skáka. Keppendur mótsins eru átta talsins, fjórir koma erlendis frá og fjórir frá Íslandi. Íslensku keppendurnir eru Hjörvar Steinn Grétarsson, Alexander Domalchuk, Hilmir Freyr Heimisson og nýjasti stórmeistari Íslands, Vignir Vatnar Stefánsson. Erlendu keppendurnir eru breski stórmeistarinn Simon Williams, bandaríski alþjóðameistarinn Eric Rosen, kanadíski skákáhrifavaldurinn, eða skákhrifavaldurinn, Alexandra Botez sem er FIDE-meistari kvenna, líkt og hin sænska Anna Cramling sem einnig teflir á mótinu. Útsending hefst klukkan 15:30 og hefjast fyrstu skákirnar á slaginu 16. Hægt er að fylgjast með í spilaranum hér fyrir neðan. Þá er hægt að finna vakt neðst í fréttinni þar sem Arnar Milutin Heiðarsson sér um að skrifa hvað er að gerast. Mótið er með einvígisfyrirkomulagi og er óvenjulegt að því leyti að keppendur munu draga númer frá einum til átta í byrjun viðburðarins. Sá sem dregur númer eitt mun tefla tveggja skáka útsláttareinvígi gegn númer tvö og svo framvegis. Á slíkum mótum er yfirleitt tryggt að þeir sterkustu mætast helst síðast en á þessu móti er ekkert slíkt titlatog. Þeir sterkustu geta vel mæst í fyrstu umferð mótsins með tilheyrandi blóðbaði. Verði einvígin jöfn eftir tvær skákir þá verður tefld svokölluð Armageddon-skák þar sem að sá sem hefur hvítt verður að vinna skákina, annars fellur viðkomandi úr leik. Erlendu keppendurnir eru eins og áður segir í hópi vinsælustu skákhrifavalda, eða skákstreymara heims. Sérstaklega gildir það um Önnu Cramling og Alexöndru Botez. Þær hafa streymt skákum sínum frá Reykjavík Open í beinni útsendingu á Twitch-síðum sínum og hafa áhorfendur verið á bilinu tíu til tuttugu þúsund á hverjum tíma á rásum þeirra sem eru ótrúlegar tölur.
Það eru þrír skáksnillingar sem sjá um að lýsa mótinu og ræða við keppendur. Björn Þorfinnsson, ritstjóri DV, og Birkir Karl Sigurðsson sjá um að að lýsa því sem er í gangi og ræðir Leifur Þorsteinsson við keppendur á milli skáka. Keppendur mótsins eru átta talsins, fjórir koma erlendis frá og fjórir frá Íslandi. Íslensku keppendurnir eru Hjörvar Steinn Grétarsson, Alexander Domalchuk, Hilmir Freyr Heimisson og nýjasti stórmeistari Íslands, Vignir Vatnar Stefánsson. Erlendu keppendurnir eru breski stórmeistarinn Simon Williams, bandaríski alþjóðameistarinn Eric Rosen, kanadíski skákáhrifavaldurinn, eða skákhrifavaldurinn, Alexandra Botez sem er FIDE-meistari kvenna, líkt og hin sænska Anna Cramling sem einnig teflir á mótinu. Útsending hefst klukkan 15:30 og hefjast fyrstu skákirnar á slaginu 16. Hægt er að fylgjast með í spilaranum hér fyrir neðan. Þá er hægt að finna vakt neðst í fréttinni þar sem Arnar Milutin Heiðarsson sér um að skrifa hvað er að gerast. Mótið er með einvígisfyrirkomulagi og er óvenjulegt að því leyti að keppendur munu draga númer frá einum til átta í byrjun viðburðarins. Sá sem dregur númer eitt mun tefla tveggja skáka útsláttareinvígi gegn númer tvö og svo framvegis. Á slíkum mótum er yfirleitt tryggt að þeir sterkustu mætast helst síðast en á þessu móti er ekkert slíkt titlatog. Þeir sterkustu geta vel mæst í fyrstu umferð mótsins með tilheyrandi blóðbaði. Verði einvígin jöfn eftir tvær skákir þá verður tefld svokölluð Armageddon-skák þar sem að sá sem hefur hvítt verður að vinna skákina, annars fellur viðkomandi úr leik. Erlendu keppendurnir eru eins og áður segir í hópi vinsælustu skákhrifavalda, eða skákstreymara heims. Sérstaklega gildir það um Önnu Cramling og Alexöndru Botez. Þær hafa streymt skákum sínum frá Reykjavík Open í beinni útsendingu á Twitch-síðum sínum og hafa áhorfendur verið á bilinu tíu til tuttugu þúsund á hverjum tíma á rásum þeirra sem eru ótrúlegar tölur.
Skák Reykjavík Reykjavíkurskákmótið Mest lesið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Lífið Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Lífið Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Lífið Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Lífið Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Lífið Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Lífið Eliza Reid efst á bóksölulistanum Menning Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Fleiri fréttir Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Stjörnufans í sumarselskap Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision VÆB opnar verslun í Kringlunni Reyndi við þrjár milljónir Ný heimildarmynd Attenborough sýnir eyðileggingu í höfum jarðar Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Typpi í einu gati, tæki í öðru Ný stikla úr GTA VI Allt til alls til að kenna björgun mannslífa Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Sígild sumarterta að hætti Dana Verzló vann MORFÍs Héldu upp á eins árs afmæli Heiðdísar Emblu Handtekinn eftir að hafa keyrt niður hliðið að heimili Aniston Jóhanna og Geir trúlofuðu sig við Eiffel-turninn Plönuðu skemmtileg stefnumót fyrir fjögur þúsund krónur Fyrsti opinberi kossinn í þrítugsafmælinu Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Sjá meira