Hönnuður borðspilsins Catan látinn Kristinn Haukur Guðnason skrifar 4. apríl 2023 16:36 Klaus Teuber með spilinu sem breytti borðspilaheiminum. EPA Klaus Teuber, hönnuður borðspilsins Catan, lést á laugardag 1. apríl. Spilið er eitt vinsælasta borðspil nútímans og tengist Íslandi. Teuber var fæddur í borginni Rai-Breitenbach, nálægt Frankfurt, í Þýskalandi þann 25. júní árið 1952 og var því sjötugur að aldri. Teuber starfaði við að búa til tæki fyrir tannlækna framan af en hannaði borðspil í hjáverkum. Meðal fyrstu spilanna sem hann hannaði voru Barbarossa og Hoity Toity sem náðu all nokkrum vinsældum í Þýskalandi og unnu til verðlauna. Árið 1995 gaf hann út spilið Landnemarnir á Catan (nú Catan) sem gerbreytti borðspilaheiminum til framtíðar. Með útgáfu Catan hófst tímabil sem lýst hefur verið sem gullöld borðspilanna. Sérstaklega borðspila í evrópskum stíl. En það eru spil sem einblína á samkeppni umfram átök, hæfileika umfram heppni og gangverk umfram útlit. Gullöld sem stendur enn þá yfir. Leir fyrir kind? „Á einhver leir fyrir kind?“ er sígild spurning úr Catan sem er eitt af mest seldu borðspilum allra tíma. Árið 2020 höfðu selst 32 milljón eintök af spilinu og það verið þýtt á 40 tungumál. Þá hafa ótal viðbætur verið gefnar út fyrir spilið og aðrar útgáfur af því, svo sem Catan í geimnum. Teuber átti einnig sterk tengsl við Ísland því að eyjan Catan, sem leikmenn keppast um að nema og byggja upp, er byggð á Íslandi. Það er hugmyndina fékk Teuber þegar hann var að lesa um hvernig Ísland var numið á níundu öld. Spilið hefur selst í meira en 30 milljón eintökum og verið þýtt á 40 tungumál. „Þegar ég hannaði spilið snemma á tíunda áratugnum, sá ég fyrst fyrir mér Ísland, sem var hlýrra á ármiðöldum en það er nú. Það voru birkiskógar á þessari norðlægu eyju þegar landnemarnir komu fyrst, en á stuttum tíma voru skógarnir hoggnir til að byggja hús og skip. Það var lítið um kornrækt, en sauðfé og hross þrifust á þessari hrjóstrugu eldfjallaeyju. Þess vegna voru viðskipti það mikilvægasta fyrir íslenska landnema til að fá málmgrýti, korn og timbur,“ sagði Teuber eitt sinn í viðtali um hvernig Catan varð til. Goðsögn í borðspilaheiminum Teuber hætti ekki að hanna borðspil eftir að Catan sló í gegn. Hann hannaði spil á borð við Domaine, Anno 1503 og North Wind eftir það. Ekkert af þeim komst þó í nálægð við þær vinsældir sem eyjan Catan náði og hefur enn. „Teuber var goðsögn í borðspilaheiminum. Hann hannaði ekki aðeins eitt þekktasta borðspil nútímans heldur breytti hann þýska spilaheiminum og mun veita komandi kynslóðum innblástur,“ segir í yfirlýsingu frá Catan Studios, sem gefur út spilið. Þýskaland Borðspil Andlát Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Fleiri fréttir Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Sjá meira
Teuber starfaði við að búa til tæki fyrir tannlækna framan af en hannaði borðspil í hjáverkum. Meðal fyrstu spilanna sem hann hannaði voru Barbarossa og Hoity Toity sem náðu all nokkrum vinsældum í Þýskalandi og unnu til verðlauna. Árið 1995 gaf hann út spilið Landnemarnir á Catan (nú Catan) sem gerbreytti borðspilaheiminum til framtíðar. Með útgáfu Catan hófst tímabil sem lýst hefur verið sem gullöld borðspilanna. Sérstaklega borðspila í evrópskum stíl. En það eru spil sem einblína á samkeppni umfram átök, hæfileika umfram heppni og gangverk umfram útlit. Gullöld sem stendur enn þá yfir. Leir fyrir kind? „Á einhver leir fyrir kind?“ er sígild spurning úr Catan sem er eitt af mest seldu borðspilum allra tíma. Árið 2020 höfðu selst 32 milljón eintök af spilinu og það verið þýtt á 40 tungumál. Þá hafa ótal viðbætur verið gefnar út fyrir spilið og aðrar útgáfur af því, svo sem Catan í geimnum. Teuber átti einnig sterk tengsl við Ísland því að eyjan Catan, sem leikmenn keppast um að nema og byggja upp, er byggð á Íslandi. Það er hugmyndina fékk Teuber þegar hann var að lesa um hvernig Ísland var numið á níundu öld. Spilið hefur selst í meira en 30 milljón eintökum og verið þýtt á 40 tungumál. „Þegar ég hannaði spilið snemma á tíunda áratugnum, sá ég fyrst fyrir mér Ísland, sem var hlýrra á ármiðöldum en það er nú. Það voru birkiskógar á þessari norðlægu eyju þegar landnemarnir komu fyrst, en á stuttum tíma voru skógarnir hoggnir til að byggja hús og skip. Það var lítið um kornrækt, en sauðfé og hross þrifust á þessari hrjóstrugu eldfjallaeyju. Þess vegna voru viðskipti það mikilvægasta fyrir íslenska landnema til að fá málmgrýti, korn og timbur,“ sagði Teuber eitt sinn í viðtali um hvernig Catan varð til. Goðsögn í borðspilaheiminum Teuber hætti ekki að hanna borðspil eftir að Catan sló í gegn. Hann hannaði spil á borð við Domaine, Anno 1503 og North Wind eftir það. Ekkert af þeim komst þó í nálægð við þær vinsældir sem eyjan Catan náði og hefur enn. „Teuber var goðsögn í borðspilaheiminum. Hann hannaði ekki aðeins eitt þekktasta borðspil nútímans heldur breytti hann þýska spilaheiminum og mun veita komandi kynslóðum innblástur,“ segir í yfirlýsingu frá Catan Studios, sem gefur út spilið.
Þýskaland Borðspil Andlát Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Fleiri fréttir Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Sjá meira