Fótbolti

Mark í uppbótartíma, þrjú rauð og allt jafnt fyrir seinni leikinn

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Það var allt á suðupunkti eftir leik Juventus og Inter í ítölsku bikarkeppninni í kvöld.
Það var allt á suðupunkti eftir leik Juventus og Inter í ítölsku bikarkeppninni í kvöld. Valerio Pennicino/Getty Images

Juventus og Inter skildu jöfn í fyrri leik liðanna í undanúrslitum ítölsku bikarkeppninnar í fótbolta í kvöld. Lokatölur 1-1 í leik þar sem allt var á suðupunkti undir lokin.

Fyrra mark leiksins leit raunar ekki dagsins ljós fyrr en að um sjö mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma þegar Juan Cuadrado kom Juventus í forystu.

Romelu Lukaku jafnaði svo metin fyrir gestina með marki úr vítaspyrnu á fimmtu mínútu uppbótartíma. Það reyndist seinasta spyrna leiksins og niðurstaðan varð því 1-1 jafntefli.

Þrátt fyrir að búið væri að flauta leikinn af var mikill hiti í mönnum og dómari leiksins þurfti að skerast í leikinn og veifa spjöldum. Markaskorararnir báðir fengu að líta rautt spjald fyrir framgöngu sína, sem og markvörður Inter, Samir Handanovic.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×