Fyrra mark leiksins leit raunar ekki dagsins ljós fyrr en að um sjö mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma þegar Juan Cuadrado kom Juventus í forystu.
Romelu Lukaku jafnaði svo metin fyrir gestina með marki úr vítaspyrnu á fimmtu mínútu uppbótartíma. Það reyndist seinasta spyrna leiksins og niðurstaðan varð því 1-1 jafntefli.
Þrátt fyrir að búið væri að flauta leikinn af var mikill hiti í mönnum og dómari leiksins þurfti að skerast í leikinn og veifa spjöldum. Markaskorararnir báðir fengu að líta rautt spjald fyrir framgöngu sína, sem og markvörður Inter, Samir Handanovic.
Romelu Lukaku, Samir Handanović and Juan Cuadrado were all shown red cards in the Coppa Italia semifinals following Lukaku's 95th-minute equalizer 🫢 pic.twitter.com/GHm4XUnhmR
— B/R Football (@brfootball) April 4, 2023