Hjólreiðafyrirtæki hvetur hjólreiðamenn til að sitja á sér Kristinn Haukur Guðnason skrifar 5. apríl 2023 17:13 Magne Kvam stofnandi og einn eigenda Ice Bike Adventures Eigendur fyrirtækisins Ice Bike Adventures hafa vakið nokkra athygli fyrir að biðja hjólreiðafólk að sitja aðeins á sér og bíða með að rífa fram fjallahjólin. Slóðar og stígar séu enn mjög blautir og hætt við að náttúran skemmist ef hjólreiðamenn fari of snemma af stað. „Það eru allir farnir að hjóla. Margir komnir á rafmagnshjól og ekki allir þekkja hvaða reglur gilda um þetta sport. Hvað skemmir og hvað ekki,“ segir Magne Kvam, stofnandi og einn eigenda Ice Bike Adventures, sem er fjallahjólaferðaþjónustufyrirtæki í Hveragerði. Til að byrja með voru 99 prósent viðskiptavinanna erlendir ferðamenn, en eftir að rafmagnshjólin komu hefur sportið orðið vinsælla hjá Íslendingum. Mörg svæði sósuð Eftir mikla kuldatíð hefur hitnað hratt og rignt svo að mörg svæði eru orðin algerlega „sósuð.“ Eins og Vísir greindi frá fyrr í dag ákvað Umhverfisstofnun að loka svæðinu við Fjaðrárgljúfur vegna bleytu og ágangs. Stígar og slóðar eru gerðir úr mjög mismunandi efni og sumir þeirra þola illa umferð á þessum viðkvæma tíma. Áskorunin hefur farið eins og eldur í sinu um internetið „Ef þú byrjar að hjóla í þessu kemur vatnið upp á yfirborðið og byrjar að skemma,“ segir Magne. „Eitt hjólfar í brekku getur orðið að ljótum árfarvegi.“ Þegar frostið fer úr jörðinni þarf vatnið að komast í burtu. „Það eru oft ekki til fjármunir til að halda stígum þannig við að þeir þoli svona mikla umferð,“ segir hann og bendir á að stígarnir séu oft gerðir í sjálfboðavinnu, meðal annars af hjólreiðafólki sem vilji halda þeim góðum. Óttast leiðindi Magne segir að fjallahjólasportið sé nýtt hérna á Íslandi. Þess vegna hafi margir lítinn skilning á því. „Þetta er svo nýtt fyrir fólki og maður er hræddur um að það verði leiðindi,“ segir Magne. „Ef það sést far eftir reiðhjól verður allt brjálað. Það er ekki hægt að segja það sama um för eftir heilt stóð af hestum.“ Skaðinn sé hins vegar ekkert minni. Hann segir að ef hjólreiðafólk fari vel með náttúruna séu meiri líkur á góðu viðmóti og að hjólaumferð verði ekki bönnuð neins staðar. „Ef við bíðum aðeins þá verður þetta frábært þegar allt er þornað,“ segir hann. Þetta taki í mesta lagi tvær vikur, jafn vel aðeins nokkra daga. Ferðamennska á Íslandi Hjólreiðar Tengdar fréttir Fjaðrárgljúfur á kafi í drullu og verður lokað Umhverfisstofnun mun loka Fjaðrárgljúfri í Skaftárhreppi tímabundið vegna bleytu og ástands svæðisins. Lokunin tekur gildi klukkan 9 á morgun, skírdag, og gildir í tvær vikur. 5. apríl 2023 15:44 Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Innlent Fleiri fréttir „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Sjá meira
„Það eru allir farnir að hjóla. Margir komnir á rafmagnshjól og ekki allir þekkja hvaða reglur gilda um þetta sport. Hvað skemmir og hvað ekki,“ segir Magne Kvam, stofnandi og einn eigenda Ice Bike Adventures, sem er fjallahjólaferðaþjónustufyrirtæki í Hveragerði. Til að byrja með voru 99 prósent viðskiptavinanna erlendir ferðamenn, en eftir að rafmagnshjólin komu hefur sportið orðið vinsælla hjá Íslendingum. Mörg svæði sósuð Eftir mikla kuldatíð hefur hitnað hratt og rignt svo að mörg svæði eru orðin algerlega „sósuð.“ Eins og Vísir greindi frá fyrr í dag ákvað Umhverfisstofnun að loka svæðinu við Fjaðrárgljúfur vegna bleytu og ágangs. Stígar og slóðar eru gerðir úr mjög mismunandi efni og sumir þeirra þola illa umferð á þessum viðkvæma tíma. Áskorunin hefur farið eins og eldur í sinu um internetið „Ef þú byrjar að hjóla í þessu kemur vatnið upp á yfirborðið og byrjar að skemma,“ segir Magne. „Eitt hjólfar í brekku getur orðið að ljótum árfarvegi.“ Þegar frostið fer úr jörðinni þarf vatnið að komast í burtu. „Það eru oft ekki til fjármunir til að halda stígum þannig við að þeir þoli svona mikla umferð,“ segir hann og bendir á að stígarnir séu oft gerðir í sjálfboðavinnu, meðal annars af hjólreiðafólki sem vilji halda þeim góðum. Óttast leiðindi Magne segir að fjallahjólasportið sé nýtt hérna á Íslandi. Þess vegna hafi margir lítinn skilning á því. „Þetta er svo nýtt fyrir fólki og maður er hræddur um að það verði leiðindi,“ segir Magne. „Ef það sést far eftir reiðhjól verður allt brjálað. Það er ekki hægt að segja það sama um för eftir heilt stóð af hestum.“ Skaðinn sé hins vegar ekkert minni. Hann segir að ef hjólreiðafólk fari vel með náttúruna séu meiri líkur á góðu viðmóti og að hjólaumferð verði ekki bönnuð neins staðar. „Ef við bíðum aðeins þá verður þetta frábært þegar allt er þornað,“ segir hann. Þetta taki í mesta lagi tvær vikur, jafn vel aðeins nokkra daga.
Ferðamennska á Íslandi Hjólreiðar Tengdar fréttir Fjaðrárgljúfur á kafi í drullu og verður lokað Umhverfisstofnun mun loka Fjaðrárgljúfri í Skaftárhreppi tímabundið vegna bleytu og ástands svæðisins. Lokunin tekur gildi klukkan 9 á morgun, skírdag, og gildir í tvær vikur. 5. apríl 2023 15:44 Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Innlent Fleiri fréttir „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Sjá meira
Fjaðrárgljúfur á kafi í drullu og verður lokað Umhverfisstofnun mun loka Fjaðrárgljúfri í Skaftárhreppi tímabundið vegna bleytu og ástands svæðisins. Lokunin tekur gildi klukkan 9 á morgun, skírdag, og gildir í tvær vikur. 5. apríl 2023 15:44