Heimsfræg górilla geispaði óvænt golunni Magnús Jochum Pálsson skrifar 6. apríl 2023 10:45 Bokito vaknaði ekki aftur eftir að starfsmenn dýragarðsins svæfðu hann. EPA/Evert-Jan Daniels Górillan Bokito sem varð heimsfræg árið 2007 þegar hún flúði úr dýragarði í Rotterdam og réðist á þrjár manneskjur, þar á meðal sinn helsta aðdáenda, er nú látin eftir snörp veikindi. Enn er óvitað hvað dró Bokito til dauða en síðastliðinn sunnudag veiktist hann og missti alla matarlyst. Starfsmenn dýragarðsins svæfðu hann til að gefa honum næringu í æð en Bokito vaknaði ekki aftur eftir það. Rannsókn á dauða hans stendur nú yfir og hefur górillubúrinu verið lokað til að leyfa hinum górillunum að syrgja. Bokito eignaðist alls tíu afkvæmi og þúsundir aðdáenda svo það eru vafalaust margir sem syrgja fráfall hans.EPA/ED OUDENAARDEN Erik Zevenbergen, forseti dýragarðsins, sagði að það væri ljóst að górillurnar væru í mikilli sorg og það sama ætti við um starfsmenn dýragarðsins. Þá sagði hann „Bokito var kærleiksríkur fjölskyldufaðir sem við munum öll sakna mjög mikið.“ Þess ber að geta að Bokito var eitt af þeim dýragarðsdýrum sem veiktust af Covid árið 2021 þegar faraldurinn reið yfir. Þá fann Bokito fyrir ýmsum einkennum, hósta og slappleika en var fljótur að jafna sig. Almennt ná górillur allt að 40 ára aldri í dýragörðum en Bokito var aðeins 27 ára þegar hann dó. Réðist á aðdáenda eftir ítrekaðar ögranir hennar Bokito varð heimsfrægur eftir að hann stökk yfir skurð sem aðskildi búr hans og gesti Biljdorp-dýragarðsins í Rotterdam árið 2007. Talið er tvennt hafi ögrað Bokito. Annars vegar börn sem léku sér að kasta steinum í hann og hins vegar kona sem hafði vanið komur sínar daglega í dýragarðinn til að horfa á Bokito. Konan hafði ítrekað sett lófa sína upp að gleri búrsins og horft beint í augu Bokito. Vísindamenn sem hafa rannsakað hegðun górilla halda því fram að górillur líti á beint augnsamband sem ögrun. Eftir að Bokito stökk yfir síkið réðist hann á konuna, kastaði henni fram og til baka og beit hana fjölmörgum sinnum. Síðan fór hann inn á kaffiteríu dýragarðsins og réðist þar á tvo gesti til viðbótar áður en hann var skotinn með svæfingarpílu. Í viðtölum við fjölmiðla eftir atvikið sagðist konan ekki vera sár út í Bokito og að hann væri enn uppáhaldið hennar. Hún sagði að þegar hún hafi sett lófa sinn upp að gleri búrsins hafi hann sett sinn lófa upp að glerinum hinu megin. Þá hafi hún brosað til hans og hann brosað til baka. Forseti dýragarðsins á þeim tíma, Ton Dorresteijn, var ekki sammála þessari túlkun konunnar. „Tíðir gestir, eins og hún, brosa til górillunnar og sjá hann brosa til baka. En górillur brosa aldrei,“ sagði hann í viðtali við Den Telegraf árið 2007 og bætti við „Þegar hann lyftir efri vörinni þá er það ógnun.“ Árásin leiddi til nýsköpunar og orðasmíðar Uppákoman vakti heimsathygli og ferðaðist fólk víða að til að berja górilluna augum. Innan Hollands varð Bokito jafnframt að stjörnu og varð flótti hennar innblástur að tveimur fyrirbærum. Bokito-kíkirinn sem varð til í kjölfar árásar Bokito vann til virtra hönnunarverðlauna. Annars vegar Bokito-kíkjanna (Bokitokikjer), gleraugna sem voru hönnuð til að fólk gæti horft á dýragarðsdýr án þess að dýrin gerðu sér grein fyrir því (sjá mynd). Hins vegar var það orðið „Bokitoproof“ sem var kosið orð ársins í Hollandi 2007 og merkir það sem er nógu sterkt til að þola árás brjálaðrar górillu. Mark Rutte, fyrrverandi forsætisráðherra Hollands, vísaði líka ítrekað í Bokito í deilum við Tyrki þar sem hann sagði að Bokito-hegðun dugði skammt. Það er allavega ljóst að áhrif að áhrifa Bokito gætir víða og veður hans sárt saknað. Dýr Holland Dýragarðar Tengdar fréttir Górilla slasar tvo á flótta í Rotterdam Górilla flúði af afgirtu svæði og slasaði tvær manneskjur í dýragarðinum í Rotterdam í Hollandi í dag. Ekki er vitað hvernig górillan slap af svæðinu, eða hversu alvarlega fólkið er slasað. Lögregla sagði að fyrstu skýrslur gæfu til kynna að ekki væri um alvarlega áverka að ræða. 18. maí 2007 15:07 Górilla slapp úr búri sínu Skelfing greip um sig í dýragarði í Rotterdam í gær þegar górilluapinn Bokito slapp út úr búri sínu. Fólk flúði í allar áttir og varð af talsverður troðningur. Bokito sem er sagður alla jafna skapgóður og blíður kunni þessum látum illa og slæmdi höndunum í fjóra gesti, sem hlutu af einhver meiðsli. 19. maí 2007 09:47 Mest lesið Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Innlent Hyggjast leggja 100 prósent skatt á eignakaup útlendinga Erlent Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Erlent Ragnheiður Torfadóttir er látin Innlent Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Innlent Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Innlent Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Innlent Bloomberg segir viðræður hafa átt sér stað um sölu TikTok til Musk Erlent Biden segir vopnahlésviðræður á lokametrunum Erlent Fleiri fréttir Segir að Trump hefði verið sakfelldur Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Búa sig undir það versta Hyggjast leggja 100 prósent skatt á eignakaup útlendinga Bloomberg segir viðræður hafa átt sér stað um sölu TikTok til Musk Biden segir vopnahlésviðræður á lokametrunum Að minnsta kosti 24 látnir Máluðu gröf Charles Darwin í mótmælaskyni Fundu leifar af fíkniefnum í þinghúsinu eftir jólagleði þingflokka Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sjá meira
Enn er óvitað hvað dró Bokito til dauða en síðastliðinn sunnudag veiktist hann og missti alla matarlyst. Starfsmenn dýragarðsins svæfðu hann til að gefa honum næringu í æð en Bokito vaknaði ekki aftur eftir það. Rannsókn á dauða hans stendur nú yfir og hefur górillubúrinu verið lokað til að leyfa hinum górillunum að syrgja. Bokito eignaðist alls tíu afkvæmi og þúsundir aðdáenda svo það eru vafalaust margir sem syrgja fráfall hans.EPA/ED OUDENAARDEN Erik Zevenbergen, forseti dýragarðsins, sagði að það væri ljóst að górillurnar væru í mikilli sorg og það sama ætti við um starfsmenn dýragarðsins. Þá sagði hann „Bokito var kærleiksríkur fjölskyldufaðir sem við munum öll sakna mjög mikið.“ Þess ber að geta að Bokito var eitt af þeim dýragarðsdýrum sem veiktust af Covid árið 2021 þegar faraldurinn reið yfir. Þá fann Bokito fyrir ýmsum einkennum, hósta og slappleika en var fljótur að jafna sig. Almennt ná górillur allt að 40 ára aldri í dýragörðum en Bokito var aðeins 27 ára þegar hann dó. Réðist á aðdáenda eftir ítrekaðar ögranir hennar Bokito varð heimsfrægur eftir að hann stökk yfir skurð sem aðskildi búr hans og gesti Biljdorp-dýragarðsins í Rotterdam árið 2007. Talið er tvennt hafi ögrað Bokito. Annars vegar börn sem léku sér að kasta steinum í hann og hins vegar kona sem hafði vanið komur sínar daglega í dýragarðinn til að horfa á Bokito. Konan hafði ítrekað sett lófa sína upp að gleri búrsins og horft beint í augu Bokito. Vísindamenn sem hafa rannsakað hegðun górilla halda því fram að górillur líti á beint augnsamband sem ögrun. Eftir að Bokito stökk yfir síkið réðist hann á konuna, kastaði henni fram og til baka og beit hana fjölmörgum sinnum. Síðan fór hann inn á kaffiteríu dýragarðsins og réðist þar á tvo gesti til viðbótar áður en hann var skotinn með svæfingarpílu. Í viðtölum við fjölmiðla eftir atvikið sagðist konan ekki vera sár út í Bokito og að hann væri enn uppáhaldið hennar. Hún sagði að þegar hún hafi sett lófa sinn upp að gleri búrsins hafi hann sett sinn lófa upp að glerinum hinu megin. Þá hafi hún brosað til hans og hann brosað til baka. Forseti dýragarðsins á þeim tíma, Ton Dorresteijn, var ekki sammála þessari túlkun konunnar. „Tíðir gestir, eins og hún, brosa til górillunnar og sjá hann brosa til baka. En górillur brosa aldrei,“ sagði hann í viðtali við Den Telegraf árið 2007 og bætti við „Þegar hann lyftir efri vörinni þá er það ógnun.“ Árásin leiddi til nýsköpunar og orðasmíðar Uppákoman vakti heimsathygli og ferðaðist fólk víða að til að berja górilluna augum. Innan Hollands varð Bokito jafnframt að stjörnu og varð flótti hennar innblástur að tveimur fyrirbærum. Bokito-kíkirinn sem varð til í kjölfar árásar Bokito vann til virtra hönnunarverðlauna. Annars vegar Bokito-kíkjanna (Bokitokikjer), gleraugna sem voru hönnuð til að fólk gæti horft á dýragarðsdýr án þess að dýrin gerðu sér grein fyrir því (sjá mynd). Hins vegar var það orðið „Bokitoproof“ sem var kosið orð ársins í Hollandi 2007 og merkir það sem er nógu sterkt til að þola árás brjálaðrar górillu. Mark Rutte, fyrrverandi forsætisráðherra Hollands, vísaði líka ítrekað í Bokito í deilum við Tyrki þar sem hann sagði að Bokito-hegðun dugði skammt. Það er allavega ljóst að áhrif að áhrifa Bokito gætir víða og veður hans sárt saknað.
Dýr Holland Dýragarðar Tengdar fréttir Górilla slasar tvo á flótta í Rotterdam Górilla flúði af afgirtu svæði og slasaði tvær manneskjur í dýragarðinum í Rotterdam í Hollandi í dag. Ekki er vitað hvernig górillan slap af svæðinu, eða hversu alvarlega fólkið er slasað. Lögregla sagði að fyrstu skýrslur gæfu til kynna að ekki væri um alvarlega áverka að ræða. 18. maí 2007 15:07 Górilla slapp úr búri sínu Skelfing greip um sig í dýragarði í Rotterdam í gær þegar górilluapinn Bokito slapp út úr búri sínu. Fólk flúði í allar áttir og varð af talsverður troðningur. Bokito sem er sagður alla jafna skapgóður og blíður kunni þessum látum illa og slæmdi höndunum í fjóra gesti, sem hlutu af einhver meiðsli. 19. maí 2007 09:47 Mest lesið Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Innlent Hyggjast leggja 100 prósent skatt á eignakaup útlendinga Erlent Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Erlent Ragnheiður Torfadóttir er látin Innlent Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Innlent Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Innlent Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Innlent Bloomberg segir viðræður hafa átt sér stað um sölu TikTok til Musk Erlent Biden segir vopnahlésviðræður á lokametrunum Erlent Fleiri fréttir Segir að Trump hefði verið sakfelldur Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Búa sig undir það versta Hyggjast leggja 100 prósent skatt á eignakaup útlendinga Bloomberg segir viðræður hafa átt sér stað um sölu TikTok til Musk Biden segir vopnahlésviðræður á lokametrunum Að minnsta kosti 24 látnir Máluðu gröf Charles Darwin í mótmælaskyni Fundu leifar af fíkniefnum í þinghúsinu eftir jólagleði þingflokka Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sjá meira
Górilla slasar tvo á flótta í Rotterdam Górilla flúði af afgirtu svæði og slasaði tvær manneskjur í dýragarðinum í Rotterdam í Hollandi í dag. Ekki er vitað hvernig górillan slap af svæðinu, eða hversu alvarlega fólkið er slasað. Lögregla sagði að fyrstu skýrslur gæfu til kynna að ekki væri um alvarlega áverka að ræða. 18. maí 2007 15:07
Górilla slapp úr búri sínu Skelfing greip um sig í dýragarði í Rotterdam í gær þegar górilluapinn Bokito slapp út úr búri sínu. Fólk flúði í allar áttir og varð af talsverður troðningur. Bokito sem er sagður alla jafna skapgóður og blíður kunni þessum látum illa og slæmdi höndunum í fjóra gesti, sem hlutu af einhver meiðsli. 19. maí 2007 09:47