Tré rifnuðu upp með rótum í snjóflóðunum Bjarki Sigurðsson skrifar 6. apríl 2023 10:42 Skemmdir á trjágróðri neðan Nesgils ofan hverfisins þar sem snjóflóð lenti á fjölbýlishúsi utarlega í byggðinni í Neskaupstað að morgni mánudags 27. mars. Veðurstofa Íslands/Óliver Hilmarsson Veðurstofan telur að keilur ofan varnargarða í Neskaupstað sem og brattir þvergarðar hafi virkað vel til þess að draga úr krafti snjóflóðanna sem féllu á bæinn í lok mars. Ljóst er að flóðin voru kraftmikil en stór grenitré rifnuðu upp með rótum í þeim. Síðustu daga hefur Veðurstofan unnið að mælingum á snjóflóðunum sem féllu í Neskaupstað í síðustu viku og hafist handa að vinna úr gögnum. Búið er að ljósmynda upptöku- og úthlaupssvæði þeirra af jörðu og úr lofti en starfsmenn hafa fengið aðstoð björgunarsveita og heimamanna við mælingar. Fyrsta snjóflóðið sem féll á bæinn mánudagsmorguninn 27. mars var þurrt flekaflóð líkt og næstu flóð sama dag. Féllu þau í kjölfar skammvinnri en ákafri snjókomu um nóttina. Náðu fyrstu flóðin langt og lentu á húsum undir Nesgili og stöðvuðu svo skammt ofan byggðar neðan Bakkagils. Fyrsta uppkast að útlínum snjóflóða sem féllu í Neskaupstað 27.-31. mars 2023. Unnið verður áfram úr gögnum og útlínur kunna að breytast eða fleiri útlínur bætast við. Verkís/Veðurstofan Miðvikudaginn 29. mars kom ný lægð að landinu með mikilli ofankomu, snjókomu í fyrstu, en svo tók að hlýna smátt og smátt og endaði úrkoman í rigningu alveg upp í fjallahæð á föstudag og laugardag. Þá féllu mörg stór flekaflóð við bæinn, meðal annars á snjóflóðakeilur ofan varnargarða. Þau flóð voru blautari og efnismeiri en náðu engu að síður langt og féllu á miklum hraða. Þegar snjóflóðin úr Nesgili og Bakkagili voru skoðuð nánar, eftir að skafrenningssnjór sem þakti snjóflóðstungurnar hafði bráðnað, kom í ljós að þau höfðu eyðilagt trjágróður á stórum svæðum og borið fram grjót og gróðurtorfur. Stór grenitré rifnuðu upp með rótum eða kubbuðust í sundur neðarlega. Birki og víðirunnar virtust aflagast og leggjast undan flóðinu án þess að brotna. Einföld skýringarmynd af snjóflóði sem líkist flóðunum sem féllu í Neskaupstað 27. mars. Stefna flóðsins er frá hægri til vinstri. (Mynd byggð á skýringarmynd Betty Sovilla við Svissnesku snjóflóðarannsóknastofnunina SLF í Davos)Veðurstofan „Iðufaldur er talinn hafa borist áfram á miklum hraða fremst í snjóflóðunum á Flateyri í janúar 2020. Iðufaldurinn barst yfir leiðigarða undir Skollahvilft og Innra-Bæjargili og snjóflóðið úr Innra-Bæjargili olli að mörgu leyti svipuðu tjóni á húsi og bílum og varð í Neskaupstað á mánudaginn. Leiðigarðurinn bægði hins vegar þétta kjarnanum frá og kom þar með í veg fyrir mun meiratjón en varð,“ segir á vef Veðurstofunnar. Fyrstu vettvangskannanir benda til þess að keilur ofan varnargarða í Neskaupstað sem og að brattir þvergarðar hafi virkað vel til þess að draga úr krafti iðufaldursins. Ummerki snjóflóðs sem féll mánudaginn 27. mars á 17 metra háum þvergarði undir Drangagili í Neskaupstað. Snjóflóðið rakst á garðinn á miklum hraða og snjórinn klesstist inn í netgrindur sem eru til styrkingar á brattri garðhliðinni. Snjórinn kastaðist upp á garðtoppinn á um 80 m löngum kafla og náði 10-20 m niður á neðri garðhliðina. Veðurstofa Íslands/Ragnar Heiðar Þrastarson Þegar flekasnjóflóð fara af stað myndast svokölluð „brotstál“ í upptakasvæðunum. Brotstálin eftir snjóflóðin sem fóru af stað á mánudaginn 27. mars eru víða illgreinanleg vegna þess að mikið fennti dagana á eftir. En brotstálin eftir snjóflóðin sem féllu seinni hluta vikunnar eru skýr. „Í Tröllagiljum og Drangagili í Neskaupstað eru svokölluð „upptakastoðvirki“ ofarlega í giljunum. Þau eru hönnuð til þess að draga úr stærð þeirra snjóflóða sem geta farið af stað. Þau gegna líka því hlutverki að fækka snjóflóðum, því flóðin eiga oft upptök efst undir klettum, þar sem stoðvirkin eru. Á þessum svæðum má ætla að snjóflóðin hafi orðið minni en ella vegna þess að stoðvirkin komu í veg fyrir að snjóflóð færu af stað á stórum svæðum,“ segir á vef Veðurstofunnar. Snjóflóð á Íslandi Snjóflóð í Neskaupstað Fjarðabyggð Tengdar fréttir Lýsir hvernig hurðin „sprakk“ og snjór ruddist inn Íbúi á annarri hæð húss við Starmýri í Neskaupstað segir snjóflóðið sem féll úr Nesgili í morgun hafa náð inn í íbúðina og fjölskyldumeðlimir orðið fastir inni í herbergi. Fjölskyldumeðlimir hafi meiðst lítillega. 27. mars 2023 11:06 Fólki mjög brugðið og ýfir upp gömul sár Íbúum í Neskaupstað er mjög brugðið eftir snjóflóðin í morgun, að sögn íbúa í bænum. Fjöldi fólks hefur komið sér fyrir í fjöldahjálparstöð í Egilsbúð. Flóðin ýfa upp gömul sár eftir mannskæð snjóflóð fyrir fjórum áratugum. 27. mars 2023 11:22 Óvissustigi aflýst Óvissustigi Almannavarna sem var í gildi á Austfjörðum hefur verið aflýst, sem og óvissustigi Veðurstofu Íslands. Við taka umfangsmikil verkefni við hreinsun og endurreisn samfélagsins. 4. apríl 2023 12:45 Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Fleiri fréttir Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Sjá meira
Síðustu daga hefur Veðurstofan unnið að mælingum á snjóflóðunum sem féllu í Neskaupstað í síðustu viku og hafist handa að vinna úr gögnum. Búið er að ljósmynda upptöku- og úthlaupssvæði þeirra af jörðu og úr lofti en starfsmenn hafa fengið aðstoð björgunarsveita og heimamanna við mælingar. Fyrsta snjóflóðið sem féll á bæinn mánudagsmorguninn 27. mars var þurrt flekaflóð líkt og næstu flóð sama dag. Féllu þau í kjölfar skammvinnri en ákafri snjókomu um nóttina. Náðu fyrstu flóðin langt og lentu á húsum undir Nesgili og stöðvuðu svo skammt ofan byggðar neðan Bakkagils. Fyrsta uppkast að útlínum snjóflóða sem féllu í Neskaupstað 27.-31. mars 2023. Unnið verður áfram úr gögnum og útlínur kunna að breytast eða fleiri útlínur bætast við. Verkís/Veðurstofan Miðvikudaginn 29. mars kom ný lægð að landinu með mikilli ofankomu, snjókomu í fyrstu, en svo tók að hlýna smátt og smátt og endaði úrkoman í rigningu alveg upp í fjallahæð á föstudag og laugardag. Þá féllu mörg stór flekaflóð við bæinn, meðal annars á snjóflóðakeilur ofan varnargarða. Þau flóð voru blautari og efnismeiri en náðu engu að síður langt og féllu á miklum hraða. Þegar snjóflóðin úr Nesgili og Bakkagili voru skoðuð nánar, eftir að skafrenningssnjór sem þakti snjóflóðstungurnar hafði bráðnað, kom í ljós að þau höfðu eyðilagt trjágróður á stórum svæðum og borið fram grjót og gróðurtorfur. Stór grenitré rifnuðu upp með rótum eða kubbuðust í sundur neðarlega. Birki og víðirunnar virtust aflagast og leggjast undan flóðinu án þess að brotna. Einföld skýringarmynd af snjóflóði sem líkist flóðunum sem féllu í Neskaupstað 27. mars. Stefna flóðsins er frá hægri til vinstri. (Mynd byggð á skýringarmynd Betty Sovilla við Svissnesku snjóflóðarannsóknastofnunina SLF í Davos)Veðurstofan „Iðufaldur er talinn hafa borist áfram á miklum hraða fremst í snjóflóðunum á Flateyri í janúar 2020. Iðufaldurinn barst yfir leiðigarða undir Skollahvilft og Innra-Bæjargili og snjóflóðið úr Innra-Bæjargili olli að mörgu leyti svipuðu tjóni á húsi og bílum og varð í Neskaupstað á mánudaginn. Leiðigarðurinn bægði hins vegar þétta kjarnanum frá og kom þar með í veg fyrir mun meiratjón en varð,“ segir á vef Veðurstofunnar. Fyrstu vettvangskannanir benda til þess að keilur ofan varnargarða í Neskaupstað sem og að brattir þvergarðar hafi virkað vel til þess að draga úr krafti iðufaldursins. Ummerki snjóflóðs sem féll mánudaginn 27. mars á 17 metra háum þvergarði undir Drangagili í Neskaupstað. Snjóflóðið rakst á garðinn á miklum hraða og snjórinn klesstist inn í netgrindur sem eru til styrkingar á brattri garðhliðinni. Snjórinn kastaðist upp á garðtoppinn á um 80 m löngum kafla og náði 10-20 m niður á neðri garðhliðina. Veðurstofa Íslands/Ragnar Heiðar Þrastarson Þegar flekasnjóflóð fara af stað myndast svokölluð „brotstál“ í upptakasvæðunum. Brotstálin eftir snjóflóðin sem fóru af stað á mánudaginn 27. mars eru víða illgreinanleg vegna þess að mikið fennti dagana á eftir. En brotstálin eftir snjóflóðin sem féllu seinni hluta vikunnar eru skýr. „Í Tröllagiljum og Drangagili í Neskaupstað eru svokölluð „upptakastoðvirki“ ofarlega í giljunum. Þau eru hönnuð til þess að draga úr stærð þeirra snjóflóða sem geta farið af stað. Þau gegna líka því hlutverki að fækka snjóflóðum, því flóðin eiga oft upptök efst undir klettum, þar sem stoðvirkin eru. Á þessum svæðum má ætla að snjóflóðin hafi orðið minni en ella vegna þess að stoðvirkin komu í veg fyrir að snjóflóð færu af stað á stórum svæðum,“ segir á vef Veðurstofunnar.
Snjóflóð á Íslandi Snjóflóð í Neskaupstað Fjarðabyggð Tengdar fréttir Lýsir hvernig hurðin „sprakk“ og snjór ruddist inn Íbúi á annarri hæð húss við Starmýri í Neskaupstað segir snjóflóðið sem féll úr Nesgili í morgun hafa náð inn í íbúðina og fjölskyldumeðlimir orðið fastir inni í herbergi. Fjölskyldumeðlimir hafi meiðst lítillega. 27. mars 2023 11:06 Fólki mjög brugðið og ýfir upp gömul sár Íbúum í Neskaupstað er mjög brugðið eftir snjóflóðin í morgun, að sögn íbúa í bænum. Fjöldi fólks hefur komið sér fyrir í fjöldahjálparstöð í Egilsbúð. Flóðin ýfa upp gömul sár eftir mannskæð snjóflóð fyrir fjórum áratugum. 27. mars 2023 11:22 Óvissustigi aflýst Óvissustigi Almannavarna sem var í gildi á Austfjörðum hefur verið aflýst, sem og óvissustigi Veðurstofu Íslands. Við taka umfangsmikil verkefni við hreinsun og endurreisn samfélagsins. 4. apríl 2023 12:45 Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Fleiri fréttir Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Sjá meira
Lýsir hvernig hurðin „sprakk“ og snjór ruddist inn Íbúi á annarri hæð húss við Starmýri í Neskaupstað segir snjóflóðið sem féll úr Nesgili í morgun hafa náð inn í íbúðina og fjölskyldumeðlimir orðið fastir inni í herbergi. Fjölskyldumeðlimir hafi meiðst lítillega. 27. mars 2023 11:06
Fólki mjög brugðið og ýfir upp gömul sár Íbúum í Neskaupstað er mjög brugðið eftir snjóflóðin í morgun, að sögn íbúa í bænum. Fjöldi fólks hefur komið sér fyrir í fjöldahjálparstöð í Egilsbúð. Flóðin ýfa upp gömul sár eftir mannskæð snjóflóð fyrir fjórum áratugum. 27. mars 2023 11:22
Óvissustigi aflýst Óvissustigi Almannavarna sem var í gildi á Austfjörðum hefur verið aflýst, sem og óvissustigi Veðurstofu Íslands. Við taka umfangsmikil verkefni við hreinsun og endurreisn samfélagsins. 4. apríl 2023 12:45