„Óformlegar viðræður“ um endurreisn Hringbrautar Ólafur Björn Sverrisson skrifar 6. apríl 2023 22:05 Sigmundur Ernir Rúnarsson. vísir/arnar Sigmundur Ernir Rúnarsson, fyrrverandi ritstjóri Fréttablaðsins, segir að áhugi sé fyrir því meðal fjárfesta að endurreisa sjónvarpsstöðina Hringbraut. Greinilegur söknuður sé af stöðinni. „Ég er algjörlega talsmaður þess. Ég stofnaði Hringbraut og ætla ekki að drepa endurlífgunarhugmyndir,“ segir Sigmundur Ernir í samtali við Vísi, spurður út í fyrrgreinda hugmynd. Sjónvarpsstöðin Hringbraut er á meðal þeirra miðla sem útgáfufélagið Torg rak. Stöðin fór í loftið í febrúarmánuði 2015 en útsendingum var hætt 31. mars síðastliðinn, samhliða því að útgáfu Fréttablaðsins var hætt. DV.is og Hringbraut.is voru einu miðlarnir sem komust lífs af úr breytingunum. Greinilegur söknuður „Fjárfestar hafa komið að máli við mig og sýnt þessu áhuga. Það er ekkert fast í hendi, þetta eru bara óformlegar viðræður. Það hefur samt sem áður komið mér ánægjulega á óvart hvað Hringbraut nýtur mikils velvilja og góðs orðspors meðal almennings og ég held að fjárfestar greini það,“ segir Sigmundur og bætir við: „Þetta er íslensk sjónvarpsstöð sem hefur framleitt íslenskt sjónvarpsefni án nokkurra stæla og lagt alúð við efniviðinn en ekki útlitið. Það er greinilega mikill söknuður af stöðinni.“ Rekstur stöðvarinnar hafi hins vegar verið basl. „Það er bara saga íslenskra fjölmiðla sem eru utan ríkisforsjár, stöðin skar sig ekkert úr að því leyti.“ Í hópnum Fjölmiðlanördar á Facebook hefur fall Fréttablaðsins og rekstur Hringbrautar verið til umræðu síðustu daga. Fjölmiðlamaðurinn Egill Helgason segir meðal annars að efnið á miðlunum hafi ekki verið notað til að búa til „öflugan vef“. „Eins var með sjónvarpsstöðina, þau sendu út línulega en vantaði mikið upp á framsetningu efnisins á netinu,“ skrifar Egill jafnframt. Spurður út í þau orð Egils segir Sigmundur Ernir: „Nei, það er ekki rétt. Það var gert með reglulegum hætti. Við höfðum bara ekki jafn mikinn mannskap og hann hefur til að sinna því.“ Fjölmiðlar Endalok Fréttablaðsins Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Fleiri fréttir Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Sjá meira
„Ég er algjörlega talsmaður þess. Ég stofnaði Hringbraut og ætla ekki að drepa endurlífgunarhugmyndir,“ segir Sigmundur Ernir í samtali við Vísi, spurður út í fyrrgreinda hugmynd. Sjónvarpsstöðin Hringbraut er á meðal þeirra miðla sem útgáfufélagið Torg rak. Stöðin fór í loftið í febrúarmánuði 2015 en útsendingum var hætt 31. mars síðastliðinn, samhliða því að útgáfu Fréttablaðsins var hætt. DV.is og Hringbraut.is voru einu miðlarnir sem komust lífs af úr breytingunum. Greinilegur söknuður „Fjárfestar hafa komið að máli við mig og sýnt þessu áhuga. Það er ekkert fast í hendi, þetta eru bara óformlegar viðræður. Það hefur samt sem áður komið mér ánægjulega á óvart hvað Hringbraut nýtur mikils velvilja og góðs orðspors meðal almennings og ég held að fjárfestar greini það,“ segir Sigmundur og bætir við: „Þetta er íslensk sjónvarpsstöð sem hefur framleitt íslenskt sjónvarpsefni án nokkurra stæla og lagt alúð við efniviðinn en ekki útlitið. Það er greinilega mikill söknuður af stöðinni.“ Rekstur stöðvarinnar hafi hins vegar verið basl. „Það er bara saga íslenskra fjölmiðla sem eru utan ríkisforsjár, stöðin skar sig ekkert úr að því leyti.“ Í hópnum Fjölmiðlanördar á Facebook hefur fall Fréttablaðsins og rekstur Hringbrautar verið til umræðu síðustu daga. Fjölmiðlamaðurinn Egill Helgason segir meðal annars að efnið á miðlunum hafi ekki verið notað til að búa til „öflugan vef“. „Eins var með sjónvarpsstöðina, þau sendu út línulega en vantaði mikið upp á framsetningu efnisins á netinu,“ skrifar Egill jafnframt. Spurður út í þau orð Egils segir Sigmundur Ernir: „Nei, það er ekki rétt. Það var gert með reglulegum hætti. Við höfðum bara ekki jafn mikinn mannskap og hann hefur til að sinna því.“
Fjölmiðlar Endalok Fréttablaðsins Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Fleiri fréttir Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Sjá meira