Meistararnir fengu Empoli í heimsókn og úr varð markalaust jafntefli eftir nær stanslausa sókn heimamanna í 90 mínútur.
Augljóst var á leikskipulagi gestanna að þeirra markmið var að ná einu stigi út úr leiknum en þeir áttu aðeins eina marktilraun í leiknum.
Olivier Giroud taldi sig vera að tryggja AC Milan sigur með marki sem hann skoraði á 89.mínútu en markið var dæmt af við nánari athugun í VAR.
Úrslitin þýða að AC Milan er 22 stigum á eftir Napoli þegar níu umferðum er ólokið.