Greindi ekki frá lúxusferðum sem hann þáði frá Repúblíkana Ólafur Björn Sverrisson skrifar 8. apríl 2023 18:10 Clearence Thomas hefur starfað við hæstarétt Bandaríkjanna frá árinu 1991 og er reynslumesti dómarinn við réttinn. Getty Clarence Thomas, dómari við hæstarétt Bandaríkjanna, hefur á síðustu árum þegið margra milljóna króna lúxusferðir frá þekktum bakhjarli Repúblikanaflokksins. Thomas, sem er jafnan talinn íhaldssamasti dómarinn við réttinn, greindi aldrei frá þessum gjöfum, eins og honum bar að gera lögum samkvæmt. Freitaveitan ProPublica greindi frá þessum gjöfum í vikunni og hafa fréttirnar vakið ansi hörð viðbrögð meðal Demókrata. Kallað er eftir kæru á hendur Thomas fyrir embættisglöp. Fulltrúadeildarþingmaðurinn Alexandria Ocasio-Cortez kallar meðal annars eftir því á Twitter: „Þetta er meira en flokkapólitík eða blind flokkshollusta. Þetta stig spillingar er yfirgengilegt - hreinlega kjánalegt. Það verður að ákæra Thomas fyrir embættisglöp.“ Auðjöfurinn, sem gaf Thomas ferðirnar umræddu, er Dallasbúinn Harlan Crow. Crow hefur hefur á undanförnum áratugum stutt Repúblikanaflokkinn rausnarlega. Framlög hans til pólitískra hópa innan flokksins nema 10 milljónum dollara. Auk þess hefur hann stutt íhaldssaman baráttuhóp eiginkonu Thomas um hálfa milljón dollara. Fram kemur að Thomas hafi á undanförnum árum reglulega ferðast með einkaþotum og snekkjum Crow. Þá hafi hann einnig dvalið í sumarhúsi milljarðarmæringsins og blandað þar geði með valdamiklum mönnum innan Repúblikanaflokksins. Meðal ferða sem Thomas þáði er ferð til Indónesíu árið 2019, sem er talin hafa kostað því sem nemur 70 milljónum króna. Yfir tuttugu ára skeið á Thomas að hafa þegið slíkar ferðir um það bil árlega án þess að greina frá því í árlegri gjafaskrá dómara. Dómurum er skylt að greina frá slíkum gjöfum samkvæmt löggjöf sem samþykkt var í kjölfar Watergate-skandalsins árið 1974. Í yfirlýsingu kveðst Thomas hafa fengið þá ráðgjöf frá samstarfsfélögum að hann þyrfti ekki að greina frá „persónulegri gestrisni af þessu tagi frá nánum persónulegum vinum sem ekki tengjast dómsmálum“. Hann muni hins vegar fylgja reglunum framvegis. Bandaríkin Hæstiréttur Bandaríkjanna Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Innlent Fleiri fréttir Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Sjá meira
Freitaveitan ProPublica greindi frá þessum gjöfum í vikunni og hafa fréttirnar vakið ansi hörð viðbrögð meðal Demókrata. Kallað er eftir kæru á hendur Thomas fyrir embættisglöp. Fulltrúadeildarþingmaðurinn Alexandria Ocasio-Cortez kallar meðal annars eftir því á Twitter: „Þetta er meira en flokkapólitík eða blind flokkshollusta. Þetta stig spillingar er yfirgengilegt - hreinlega kjánalegt. Það verður að ákæra Thomas fyrir embættisglöp.“ Auðjöfurinn, sem gaf Thomas ferðirnar umræddu, er Dallasbúinn Harlan Crow. Crow hefur hefur á undanförnum áratugum stutt Repúblikanaflokkinn rausnarlega. Framlög hans til pólitískra hópa innan flokksins nema 10 milljónum dollara. Auk þess hefur hann stutt íhaldssaman baráttuhóp eiginkonu Thomas um hálfa milljón dollara. Fram kemur að Thomas hafi á undanförnum árum reglulega ferðast með einkaþotum og snekkjum Crow. Þá hafi hann einnig dvalið í sumarhúsi milljarðarmæringsins og blandað þar geði með valdamiklum mönnum innan Repúblikanaflokksins. Meðal ferða sem Thomas þáði er ferð til Indónesíu árið 2019, sem er talin hafa kostað því sem nemur 70 milljónum króna. Yfir tuttugu ára skeið á Thomas að hafa þegið slíkar ferðir um það bil árlega án þess að greina frá því í árlegri gjafaskrá dómara. Dómurum er skylt að greina frá slíkum gjöfum samkvæmt löggjöf sem samþykkt var í kjölfar Watergate-skandalsins árið 1974. Í yfirlýsingu kveðst Thomas hafa fengið þá ráðgjöf frá samstarfsfélögum að hann þyrfti ekki að greina frá „persónulegri gestrisni af þessu tagi frá nánum persónulegum vinum sem ekki tengjast dómsmálum“. Hann muni hins vegar fylgja reglunum framvegis.
Bandaríkin Hæstiréttur Bandaríkjanna Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Innlent Fleiri fréttir Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Sjá meira