Hlutu hæsta styrk til að rannsaka byltingu í greiningu svefnsjúkdóma Ólafur Björn Sverrisson skrifar 8. apríl 2023 22:43 Jón Skírnir Ágústsson leiðir gervigreindar- og gagnavísindateymi Nox medical. vísir/egill Íslenska hátæknifyrirtækið Nox medical vinnur að nýrri gervigreindaraðferð sem gæti umbylt svefnrannsóknum. Fyrirtækið hlut hæsta styrkinn úr nýsköpunarsjóði námsmanna í ár. Nox Medical þróar og framleiðir mælitæki, hugbúnað, skýjalausnir, og gervigreind sem notuð eru af læknum og heilbrigðisstarfsfólki til að mæla lífsmerki í svefni og greina svefnraskanir og svefnsjúkdóma. Fyrirtækið starfar á alþjóðamarkaði og er leiðandi fyrirtæki á sviði lækningatækja í svefni. Fjallað var um gervigreindina, sem nú er notuð til að greina svefnraskanir um allan heim í kvöldfréttum Stöðvar 2 í febrúar á þessu ári: Aðferðin sem um ræðir, og verður rannsökuð nánar á komandi mánuðum, á að nýta einfaldari svefnmælingu til að greina kæfisvefn og til að fylgjast með hvernig meðferð við kæfisvefni gengur. Dr. Erna Sif Arnardóttir við Háskólann í Reykjavík hlaut, í samstarfi við Nox Medical, hæsta styrk frá Nýsköpunarsjóði námsmanna til frekari rannsókna. Hún mun leiða hóp ellefu nemenda í sumar til að rannsaka og sannreyna gervigreindaraðferðina. Dr. Jón Skírnir Ágústsson leiðir gervigreindar- og gagnavísindateymi Nox Medical. „Við höfum þróað þessa aðferð með því að skoða öndunarmerki, hreyfingar á brjóstkassa og maga þegar fólk sefur til að einfalda greiningar á kæfisvefni. Venjulega er það gert með því að mæla heilarit, með rafskautum sem sett eru á höfuðið. Það er tímafrekt og kostnaðarsamt og við erum að einfalda þetta þannig að fólk fái mælitæki send í pósti og geti notað það sjálft,“ segir Jón í samtali við Vísi. Sjúklingahópurinn kannaður Verkefnið sem er framundan snýr að því að komast að því fyrir hvaða sjúklingahópa aðferðin henti. „Við erum því að fara í mjög stórt rannsóknarverkefni til að kanna nákvæmlega fyrir hverja þetta verður gagnlegt, og sérstaklega fyrir hverja þetta verður ekki gagnlegt. Virkar þetta vel fyrir konur og kalla? Fyrir fólk á öllum aldri? Mismunandi líkamsbyggingu? Þetta eru í rauninni spurningarnar sem við þurfum að fá svör við núna,“ útskýrir Jón. Þáttaskil hafi orðið fyrir þremur vikum þegar rannsóknir hafi sýnt að algrímið virki á stóran sjúklingahóp. „Það voru fleiri en eitt þúsund mann sem við prófuðum þetta á. Nú erum við komin á þann stað að við getum prófað þetta á tugum þúsunda sjúklinga. Það gætu leynst þarna einstaklingar sem að algrímið virkar mjög illa fyrir, það er það sem þarf að kanna.“ Gervigreindin alltaf að ná lengra Nox medical var upphaflega ráðlagt frá því að segja að gervigreind væri notuð í vörum fyrirtækisins því þá myndi enginn læknir treysta þeim. Nú er ljóst að mælitæknin gæti orðið bylting innan heilbrgðiskerfs. Fyrirtækið hefur fengið nokkur útgefin einkaleyfi á mælitækninni. Verkefnið fékk einnig tveggja og hálfs milljarða króna styrk til fjögurra ára úr Horizon 2020 rammaáætlun ESB fyrir rannsóknir og nýsköpun. „Við höfum alltaf verið að komast lengra í því sem gervigreindin getur gert. Fyrst var það að sjálfvirknivæða það sem fólk gerir, greina svefnstig. En þetta að fara að skilja lífeðlisfræðina á bakvið öndun og hvernig hún breytist í svefni. Svo er verkefnið að þróa gervigreindaralgrím sem nær að læra þetta. Nú erum við ekki að sjálfvirknivæða það sem fólk gerir heldur erum við að draga út nýjar upplýsingar sem fólk hefur ekki fengið úr þessum mælingum áður. “ Svefn Nýsköpun Heilbrigðismál Gervigreind Tengdar fréttir Sjálfvirknivæða vinnu heilbrigðisstarfsfólks með gervigreind Gervigreind sem þróuð er af íslensku fyrirtæki er nú notuð til að greina svefnraskanir og svefnsjúkdóma um allan heim. Fyrirtækinu var upphaflega ráðlagt frá því að segja að gervigreind væri notuð í vörum fyrirtækisins því þá myndi enginn læknir treysta þeim - en nú sér forsvarsmaður þess fram á að tæknin geti verið bylting í heilbrigðiskerfinu. 19. febrúar 2023 08:05 Mest lesið „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Fleiri fréttir „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Sjá meira
Nox Medical þróar og framleiðir mælitæki, hugbúnað, skýjalausnir, og gervigreind sem notuð eru af læknum og heilbrigðisstarfsfólki til að mæla lífsmerki í svefni og greina svefnraskanir og svefnsjúkdóma. Fyrirtækið starfar á alþjóðamarkaði og er leiðandi fyrirtæki á sviði lækningatækja í svefni. Fjallað var um gervigreindina, sem nú er notuð til að greina svefnraskanir um allan heim í kvöldfréttum Stöðvar 2 í febrúar á þessu ári: Aðferðin sem um ræðir, og verður rannsökuð nánar á komandi mánuðum, á að nýta einfaldari svefnmælingu til að greina kæfisvefn og til að fylgjast með hvernig meðferð við kæfisvefni gengur. Dr. Erna Sif Arnardóttir við Háskólann í Reykjavík hlaut, í samstarfi við Nox Medical, hæsta styrk frá Nýsköpunarsjóði námsmanna til frekari rannsókna. Hún mun leiða hóp ellefu nemenda í sumar til að rannsaka og sannreyna gervigreindaraðferðina. Dr. Jón Skírnir Ágústsson leiðir gervigreindar- og gagnavísindateymi Nox Medical. „Við höfum þróað þessa aðferð með því að skoða öndunarmerki, hreyfingar á brjóstkassa og maga þegar fólk sefur til að einfalda greiningar á kæfisvefni. Venjulega er það gert með því að mæla heilarit, með rafskautum sem sett eru á höfuðið. Það er tímafrekt og kostnaðarsamt og við erum að einfalda þetta þannig að fólk fái mælitæki send í pósti og geti notað það sjálft,“ segir Jón í samtali við Vísi. Sjúklingahópurinn kannaður Verkefnið sem er framundan snýr að því að komast að því fyrir hvaða sjúklingahópa aðferðin henti. „Við erum því að fara í mjög stórt rannsóknarverkefni til að kanna nákvæmlega fyrir hverja þetta verður gagnlegt, og sérstaklega fyrir hverja þetta verður ekki gagnlegt. Virkar þetta vel fyrir konur og kalla? Fyrir fólk á öllum aldri? Mismunandi líkamsbyggingu? Þetta eru í rauninni spurningarnar sem við þurfum að fá svör við núna,“ útskýrir Jón. Þáttaskil hafi orðið fyrir þremur vikum þegar rannsóknir hafi sýnt að algrímið virki á stóran sjúklingahóp. „Það voru fleiri en eitt þúsund mann sem við prófuðum þetta á. Nú erum við komin á þann stað að við getum prófað þetta á tugum þúsunda sjúklinga. Það gætu leynst þarna einstaklingar sem að algrímið virkar mjög illa fyrir, það er það sem þarf að kanna.“ Gervigreindin alltaf að ná lengra Nox medical var upphaflega ráðlagt frá því að segja að gervigreind væri notuð í vörum fyrirtækisins því þá myndi enginn læknir treysta þeim. Nú er ljóst að mælitæknin gæti orðið bylting innan heilbrgðiskerfs. Fyrirtækið hefur fengið nokkur útgefin einkaleyfi á mælitækninni. Verkefnið fékk einnig tveggja og hálfs milljarða króna styrk til fjögurra ára úr Horizon 2020 rammaáætlun ESB fyrir rannsóknir og nýsköpun. „Við höfum alltaf verið að komast lengra í því sem gervigreindin getur gert. Fyrst var það að sjálfvirknivæða það sem fólk gerir, greina svefnstig. En þetta að fara að skilja lífeðlisfræðina á bakvið öndun og hvernig hún breytist í svefni. Svo er verkefnið að þróa gervigreindaralgrím sem nær að læra þetta. Nú erum við ekki að sjálfvirknivæða það sem fólk gerir heldur erum við að draga út nýjar upplýsingar sem fólk hefur ekki fengið úr þessum mælingum áður. “
Svefn Nýsköpun Heilbrigðismál Gervigreind Tengdar fréttir Sjálfvirknivæða vinnu heilbrigðisstarfsfólks með gervigreind Gervigreind sem þróuð er af íslensku fyrirtæki er nú notuð til að greina svefnraskanir og svefnsjúkdóma um allan heim. Fyrirtækinu var upphaflega ráðlagt frá því að segja að gervigreind væri notuð í vörum fyrirtækisins því þá myndi enginn læknir treysta þeim - en nú sér forsvarsmaður þess fram á að tæknin geti verið bylting í heilbrigðiskerfinu. 19. febrúar 2023 08:05 Mest lesið „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Fleiri fréttir „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Sjá meira
Sjálfvirknivæða vinnu heilbrigðisstarfsfólks með gervigreind Gervigreind sem þróuð er af íslensku fyrirtæki er nú notuð til að greina svefnraskanir og svefnsjúkdóma um allan heim. Fyrirtækinu var upphaflega ráðlagt frá því að segja að gervigreind væri notuð í vörum fyrirtækisins því þá myndi enginn læknir treysta þeim - en nú sér forsvarsmaður þess fram á að tæknin geti verið bylting í heilbrigðiskerfinu. 19. febrúar 2023 08:05