Vill náða morðingja daginn eftir sakfellingu Árni Sæberg skrifar 9. apríl 2023 08:50 Greg Abbott er ríkisstjóri Texas. Brandon Bell/Gett Greg Abbott, ríkisstjóri Texas í Bandaríkjunum, segist munu beita sér fyrir því að maður, sem var sakfelldur fyrir morð á föstudag, verði náðaður. Daniel Perry, hermaður og leigubílstjóri á fertugsaldri, var á föstudaginn sakfelldur fyrir að hafa myrt Garrett Foster, fyrrverandi hermann á þrítugsaldri, á meðan sá síðarnefndi tók þátt í mótmælum gegn lögregluofbeldi. Perry var gefið að sök að hafa ekið bíl sínum, sem hann notaði til aksturs fyrir Uber, inn í þvögu mótmælenda í Austin í Texas árið 2020. Síðan hafi hann tekið upp skotvopn og skotið Foster til bana. Foster var vopnaður AK-47 riffli þegar hann lést, sem er löglegt í Texas hafi menn tilskilin leyfi. Daniel Perry á yfir höfði sér allt að lífstíðarfangelsi. Ríkisstjóri Texas mun beita sér fyrir því að hann sleppi við refsingu.Lögreglan í Austin Perry neitaði alla tíð sök og kvaðst hafa skotið Foster til þess að forða sjálfum sér frá hættu. Neyðarvarnarlöggjöf í Texas er mjög rúm. Aðferðir Perrys og ummæli hans á samfélagsmiðlum um mótmælendur, sem tilheyrðu svokallaðri Black Lives Matter hreyfingu, voru til þess fallin að rýra trú kviðdómenda á málsvörnum hans. Svo fór að hann var sakfelldur fyrir morð. Þá hefur myndskeið af fyrstu yfirheyrslu Perrys hjá lögreglu eftir atvikið vakið mikla athygli, en það var spilað við réttarhöldin. „Ég vildi ekki gefa honum færi til þess að miða á mig, skilur þú?“ sagði hann við lögreglumann. Myndskeiðið má sjá í tístinu hér að neðan: From the police interview of Daniel Perry, the man convicted of murder whom Gov. Greg Abbott now wants to pardon."I didn't want to give him a chance to aim at me, ya know?"In an increasingly armed society, when do you get to shoot gun-carrying people and call it self-defense? pic.twitter.com/ZjfJZYwZsp— Mike Hixenbaugh (@Mike_Hixenbaugh) April 8, 2023 Hlakkar til að undirrita náðunarbréf Íhaldsmenn víða í Bandaríkjunum, og sérstaklega í Texas, hafa brugðist ókvæða við niðurstöðu kviðdómsins í máli Perrys. Tucker Carlson, íhaldssamur þáttastjórnandi á Fox-sjónvarpsstöðinni, gerði málið til að mynda að umfjöllunarefni sínu á föstudagskvöldið. Hann kvaðst hafa boðið Abbott í þáttinn til þess að ræða mögulega náðun Perrys en að hann hafi afþakkað boðið. „Svo það er afstaða Gregs Abbott, það er enginn réttur til neyðarvarnar í Texas,“ sagði Carlson. Þá sagði Matt Rinaldi, stjórnarformaður Repúblikanaflokksins í Texas, á Twitter að málið hefði aldrei átt að fara fyrir dómstóla og að Abbott bæri að náða Perry. Abbott hefur nú brugðist við ákalli skoðanabræðra sinna og farið fram á það við reynslulausnar- og náðunarnefnd Texas að hún taki mál Perrys til hraðmeðferðar. Þetta tilkynnti hann á Twitter í gær, daginn eftir sakfellingu Perrys. I am working as swiftly as Texas law allows regarding the pardon of Sgt. Perry. pic.twitter.com/HydwdzneMU— Greg Abbott (@GregAbbott_TX) April 8, 2023 Hann segir neyðarvarnarlöggjöf Texas vera eina þeirra öflugustu í Bandaríkjunum og það sé ekki á færi kviðdóms eða „framsækins saksóknara“ að ógilda hana. Þá segir hann að lög í Texas komi í veg fyrir það að ríkisstjóri náði dæmda glæpamenn af sjálfsdáðum. Til þess þurfi aðkomu náðunarnefndar og tillögu hennar um náðun. Lögin heimili ríkisstjóra hins vegar að fara fram á að nefndin taki mál til skoðunar, sem hann hafi og gert. „Ég hlakka til að undirrita náðunarbréf nefndarinnar um leið og það lendir á mínu borði,“ segir ríkisstjórinn. Að lokum segir hann að hann hafi þegar gert það að forgangsatriði að hefta völd saksóknara í ríkinu og að þingið vinni nú að lagasetningu þess efnis. Bandaríkin Black Lives Matter Mest lesið Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Innlent Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Innlent „Enginn mótmælenda ógnaði lögreglumönnum eða réðist að þeim“ Innlent Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Erlent Tvær íslenskar konur reyndust með alnæmi eftir mikil veikindi Innlent Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Erlent Villi Valli fallinn frá Innlent Sendiherrann vinsæli á útleið Innlent Fleiri fréttir Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Sjá meira
Daniel Perry, hermaður og leigubílstjóri á fertugsaldri, var á föstudaginn sakfelldur fyrir að hafa myrt Garrett Foster, fyrrverandi hermann á þrítugsaldri, á meðan sá síðarnefndi tók þátt í mótmælum gegn lögregluofbeldi. Perry var gefið að sök að hafa ekið bíl sínum, sem hann notaði til aksturs fyrir Uber, inn í þvögu mótmælenda í Austin í Texas árið 2020. Síðan hafi hann tekið upp skotvopn og skotið Foster til bana. Foster var vopnaður AK-47 riffli þegar hann lést, sem er löglegt í Texas hafi menn tilskilin leyfi. Daniel Perry á yfir höfði sér allt að lífstíðarfangelsi. Ríkisstjóri Texas mun beita sér fyrir því að hann sleppi við refsingu.Lögreglan í Austin Perry neitaði alla tíð sök og kvaðst hafa skotið Foster til þess að forða sjálfum sér frá hættu. Neyðarvarnarlöggjöf í Texas er mjög rúm. Aðferðir Perrys og ummæli hans á samfélagsmiðlum um mótmælendur, sem tilheyrðu svokallaðri Black Lives Matter hreyfingu, voru til þess fallin að rýra trú kviðdómenda á málsvörnum hans. Svo fór að hann var sakfelldur fyrir morð. Þá hefur myndskeið af fyrstu yfirheyrslu Perrys hjá lögreglu eftir atvikið vakið mikla athygli, en það var spilað við réttarhöldin. „Ég vildi ekki gefa honum færi til þess að miða á mig, skilur þú?“ sagði hann við lögreglumann. Myndskeiðið má sjá í tístinu hér að neðan: From the police interview of Daniel Perry, the man convicted of murder whom Gov. Greg Abbott now wants to pardon."I didn't want to give him a chance to aim at me, ya know?"In an increasingly armed society, when do you get to shoot gun-carrying people and call it self-defense? pic.twitter.com/ZjfJZYwZsp— Mike Hixenbaugh (@Mike_Hixenbaugh) April 8, 2023 Hlakkar til að undirrita náðunarbréf Íhaldsmenn víða í Bandaríkjunum, og sérstaklega í Texas, hafa brugðist ókvæða við niðurstöðu kviðdómsins í máli Perrys. Tucker Carlson, íhaldssamur þáttastjórnandi á Fox-sjónvarpsstöðinni, gerði málið til að mynda að umfjöllunarefni sínu á föstudagskvöldið. Hann kvaðst hafa boðið Abbott í þáttinn til þess að ræða mögulega náðun Perrys en að hann hafi afþakkað boðið. „Svo það er afstaða Gregs Abbott, það er enginn réttur til neyðarvarnar í Texas,“ sagði Carlson. Þá sagði Matt Rinaldi, stjórnarformaður Repúblikanaflokksins í Texas, á Twitter að málið hefði aldrei átt að fara fyrir dómstóla og að Abbott bæri að náða Perry. Abbott hefur nú brugðist við ákalli skoðanabræðra sinna og farið fram á það við reynslulausnar- og náðunarnefnd Texas að hún taki mál Perrys til hraðmeðferðar. Þetta tilkynnti hann á Twitter í gær, daginn eftir sakfellingu Perrys. I am working as swiftly as Texas law allows regarding the pardon of Sgt. Perry. pic.twitter.com/HydwdzneMU— Greg Abbott (@GregAbbott_TX) April 8, 2023 Hann segir neyðarvarnarlöggjöf Texas vera eina þeirra öflugustu í Bandaríkjunum og það sé ekki á færi kviðdóms eða „framsækins saksóknara“ að ógilda hana. Þá segir hann að lög í Texas komi í veg fyrir það að ríkisstjóri náði dæmda glæpamenn af sjálfsdáðum. Til þess þurfi aðkomu náðunarnefndar og tillögu hennar um náðun. Lögin heimili ríkisstjóra hins vegar að fara fram á að nefndin taki mál til skoðunar, sem hann hafi og gert. „Ég hlakka til að undirrita náðunarbréf nefndarinnar um leið og það lendir á mínu borði,“ segir ríkisstjórinn. Að lokum segir hann að hann hafi þegar gert það að forgangsatriði að hefta völd saksóknara í ríkinu og að þingið vinni nú að lagasetningu þess efnis.
Bandaríkin Black Lives Matter Mest lesið Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Innlent Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Innlent „Enginn mótmælenda ógnaði lögreglumönnum eða réðist að þeim“ Innlent Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Erlent Tvær íslenskar konur reyndust með alnæmi eftir mikil veikindi Innlent Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Erlent Villi Valli fallinn frá Innlent Sendiherrann vinsæli á útleið Innlent Fleiri fréttir Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Sjá meira