Leikarinn Michael Lerner látinn Magnús Jochum Pálsson skrifar 9. apríl 2023 23:36 Michael Lerner átti langan og farsælan feril í Hollywood sem aukaleikari. Getty/Scott Gries Leikarinn Michael Lerner er látinn 81 árs að aldri. Lerner átti farsælan feril í Hollywood sem spannaði rúma hálfa öld og innihélt myndir á borð við Elf, Godzilla, Barton Fink og X-Men: Days of Future Past. Frændi leikarans, Sam Lerner, greindi frá því á Instagram að Lerner hefði dáið á laugardagskvöld en ekkert meira er vitað um andlátið. Lerner fæddist 22. júní 1941 í Brooklyn í New York og var alinn upp í Brooklyn og Ohio af sjómanni og antíksala. Lerner hóf leiklistarferil sinn á seinni hluta sjöunda áratugarins í leikhúsum San Francisco. Það var síðan á áttunda áratugnum sem hann fékk aukahlutverk í sjónvarpi, í þáttum á borð við MASH og The Brady Bunch. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=c47kA3BNSOk">watch on YouTube</a> Árið 1970 lék hann sitt fyrsta kvikmyndahlutverk í myndinni Alex in Wonderland. Það var upphafið af fimmtíu ára ferli Lerner í kvikmyndum. Hans þekktustu hlutverk eru eflaust fúli yfirmaðurinn Fulton Greenway í jólamyndinni Elf frá 2004 og kvikmyndaframleiðandinn Jack Lipnick í Barton Fink frá 1991. Í myndbandinu hér fyrir ofan má sjá svakalegan mónológ Lerner í hlutverki Lipnick. Lerner lék einnig í fjölda vinsælla sjónvarpsþátta á borð við Glee, Law and Order: Special Victims Unit og Entourage. Hér fyrir neðan má sjá hjartnæma kveðju sem Sam Lerner skrifaði um frænda sinn við myndaseríu af honum á Instagram. Á nokkrum myndanna má sjá Lerner með vindil en hann var mikill vindlakall. View this post on Instagram A post shared by Sam Lerner (@samlerner) Andlát Hollywood Bandaríkin Mest lesið Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Tíska og hönnun Svaraði kallinu frá Ben Stiller Bíó og sjónvarp Seldist upp á einni mínútu Lífið Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Lífið Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Lífið Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum Lífið Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Lífið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Lífið Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Lífið Fleiri fréttir Seldist upp á einni mínútu Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Gunnar selur þakíbúð í „New York Loft-stíl“ Syndir á móti straumnum í old school hiphopi Sænsk sjónvarpsgoðsögn látin Fimm dýrustu eignirnar sem seldust árið 2024 Sjá meira
Frændi leikarans, Sam Lerner, greindi frá því á Instagram að Lerner hefði dáið á laugardagskvöld en ekkert meira er vitað um andlátið. Lerner fæddist 22. júní 1941 í Brooklyn í New York og var alinn upp í Brooklyn og Ohio af sjómanni og antíksala. Lerner hóf leiklistarferil sinn á seinni hluta sjöunda áratugarins í leikhúsum San Francisco. Það var síðan á áttunda áratugnum sem hann fékk aukahlutverk í sjónvarpi, í þáttum á borð við MASH og The Brady Bunch. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=c47kA3BNSOk">watch on YouTube</a> Árið 1970 lék hann sitt fyrsta kvikmyndahlutverk í myndinni Alex in Wonderland. Það var upphafið af fimmtíu ára ferli Lerner í kvikmyndum. Hans þekktustu hlutverk eru eflaust fúli yfirmaðurinn Fulton Greenway í jólamyndinni Elf frá 2004 og kvikmyndaframleiðandinn Jack Lipnick í Barton Fink frá 1991. Í myndbandinu hér fyrir ofan má sjá svakalegan mónológ Lerner í hlutverki Lipnick. Lerner lék einnig í fjölda vinsælla sjónvarpsþátta á borð við Glee, Law and Order: Special Victims Unit og Entourage. Hér fyrir neðan má sjá hjartnæma kveðju sem Sam Lerner skrifaði um frænda sinn við myndaseríu af honum á Instagram. Á nokkrum myndanna má sjá Lerner með vindil en hann var mikill vindlakall. View this post on Instagram A post shared by Sam Lerner (@samlerner)
Andlát Hollywood Bandaríkin Mest lesið Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Tíska og hönnun Svaraði kallinu frá Ben Stiller Bíó og sjónvarp Seldist upp á einni mínútu Lífið Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Lífið Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Lífið Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum Lífið Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Lífið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Lífið Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Lífið Fleiri fréttir Seldist upp á einni mínútu Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Gunnar selur þakíbúð í „New York Loft-stíl“ Syndir á móti straumnum í old school hiphopi Sænsk sjónvarpsgoðsögn látin Fimm dýrustu eignirnar sem seldust árið 2024 Sjá meira