Leikarinn Michael Lerner látinn Magnús Jochum Pálsson skrifar 9. apríl 2023 23:36 Michael Lerner átti langan og farsælan feril í Hollywood sem aukaleikari. Getty/Scott Gries Leikarinn Michael Lerner er látinn 81 árs að aldri. Lerner átti farsælan feril í Hollywood sem spannaði rúma hálfa öld og innihélt myndir á borð við Elf, Godzilla, Barton Fink og X-Men: Days of Future Past. Frændi leikarans, Sam Lerner, greindi frá því á Instagram að Lerner hefði dáið á laugardagskvöld en ekkert meira er vitað um andlátið. Lerner fæddist 22. júní 1941 í Brooklyn í New York og var alinn upp í Brooklyn og Ohio af sjómanni og antíksala. Lerner hóf leiklistarferil sinn á seinni hluta sjöunda áratugarins í leikhúsum San Francisco. Það var síðan á áttunda áratugnum sem hann fékk aukahlutverk í sjónvarpi, í þáttum á borð við MASH og The Brady Bunch. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=c47kA3BNSOk">watch on YouTube</a> Árið 1970 lék hann sitt fyrsta kvikmyndahlutverk í myndinni Alex in Wonderland. Það var upphafið af fimmtíu ára ferli Lerner í kvikmyndum. Hans þekktustu hlutverk eru eflaust fúli yfirmaðurinn Fulton Greenway í jólamyndinni Elf frá 2004 og kvikmyndaframleiðandinn Jack Lipnick í Barton Fink frá 1991. Í myndbandinu hér fyrir ofan má sjá svakalegan mónológ Lerner í hlutverki Lipnick. Lerner lék einnig í fjölda vinsælla sjónvarpsþátta á borð við Glee, Law and Order: Special Victims Unit og Entourage. Hér fyrir neðan má sjá hjartnæma kveðju sem Sam Lerner skrifaði um frænda sinn við myndaseríu af honum á Instagram. Á nokkrum myndanna má sjá Lerner með vindil en hann var mikill vindlakall. View this post on Instagram A post shared by Sam Lerner (@samlerner) Andlát Hollywood Bandaríkin Mest lesið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Lífið Fleiri fréttir Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Sjá meira
Frændi leikarans, Sam Lerner, greindi frá því á Instagram að Lerner hefði dáið á laugardagskvöld en ekkert meira er vitað um andlátið. Lerner fæddist 22. júní 1941 í Brooklyn í New York og var alinn upp í Brooklyn og Ohio af sjómanni og antíksala. Lerner hóf leiklistarferil sinn á seinni hluta sjöunda áratugarins í leikhúsum San Francisco. Það var síðan á áttunda áratugnum sem hann fékk aukahlutverk í sjónvarpi, í þáttum á borð við MASH og The Brady Bunch. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=c47kA3BNSOk">watch on YouTube</a> Árið 1970 lék hann sitt fyrsta kvikmyndahlutverk í myndinni Alex in Wonderland. Það var upphafið af fimmtíu ára ferli Lerner í kvikmyndum. Hans þekktustu hlutverk eru eflaust fúli yfirmaðurinn Fulton Greenway í jólamyndinni Elf frá 2004 og kvikmyndaframleiðandinn Jack Lipnick í Barton Fink frá 1991. Í myndbandinu hér fyrir ofan má sjá svakalegan mónológ Lerner í hlutverki Lipnick. Lerner lék einnig í fjölda vinsælla sjónvarpsþátta á borð við Glee, Law and Order: Special Victims Unit og Entourage. Hér fyrir neðan má sjá hjartnæma kveðju sem Sam Lerner skrifaði um frænda sinn við myndaseríu af honum á Instagram. Á nokkrum myndanna má sjá Lerner með vindil en hann var mikill vindlakall. View this post on Instagram A post shared by Sam Lerner (@samlerner)
Andlát Hollywood Bandaríkin Mest lesið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Lífið Fleiri fréttir Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Sjá meira