Fjölskyldunni hótað lífláti eftir að hann sakaði Valverde um árás Sindri Sverrisson skrifar 11. apríl 2023 08:30 Federico Valverde og Alex Baena í baráttu um boltann í Madrid á laugardaginn. Valverde er sakaður um að hafa ráðist á Baena eftir leikinn. Getty/Gonzalo Arroyo Moreno Knattspyrnumaðurinn Alex Baena, hinn 21 árs gamli leikmaður Villarreal, hefur kært Federico Valverde hjá Real Madrid til lögreglu og sakað hann um árás eftir 3-2 sigur Villarreal gegn Real í spænsku 1. deildinni í fótbolta á laugardag. Í yfirlýsingu frá Villarreal segir að ráðist hafi verið á Baena á leið hans að liðsrútunni eftir leikinn, og hafa spænskir miðlar greint frá því að leikmaðurinn sem réðist á Baena sé Valverde. Baena segir að það sem sé hins vegar enn verra sé að sér og fjölskyldu sinni hafi verið hótað öllu illu vegna ósanninda um ástæður þess að Valverde réðst á hann. „Á laugardaginn réðist kollegi minn úr starfsgreininni á mig eftir að leiknum við Real Madrid lauk,“ sagði Baena í gær en nefndi Valverde ekki á nafn. Segir Valverde ljúga og nýta sér ógæfu til að réttlæta ofbeldið „Eftir að þetta gerðist hefur verið fjallað um ummæli, væntanlega frá hans fólki, þess efnis að ég hafi óskað fjölskyldu hans skaða. Síðan þá hefur ekkert verið lagt fram til að sanna þessar ásakanir, enda væri það ekki hægt,“ sagði Baena. Valverde og kona hans Mina Bonino óttuðust að þau hefðu misst barn sitt þegar Bonino var ólétt en svo kom í ljós að barninu heilsaðist vel. Bonino sagði frá þessu í viðtali í febrúar og samkvæmt sumum miðlum á Spáni vísaði Baena í þetta þegar hann talaði til Valverde í leiknum á laugardaginn. Baena segir það hreinar lygar – lygar sem hafi haft alvarlegar afleiðingar í för með sér. „Þeir nýttu sér ógæfu til að réttlæta árásina, og svona lygar særa meira en nokkurt högg. Skaðinn sem þetta hefur valdið fjölskyldu minni er óafturkræfur og óréttlætanlegur. Þetta hafa verið hótanir, móðganir og jafnvel einkaskilaboð þar sem fjölskyldu minni er hótað lífláti. Við höfum farið með málið til lögreglu og bíðum nú þess að réttlætið sigri,“ sagði Baena. Real Madrid tapaði leiknum 3-2 og er nú þrettán stigum á eftir Barcelona í baráttunni um spænska meistaratitilinn. Villarreal er hins vegar í 5. sæti með 47 stig, fjórum stigum á eftir næsta liði sem er Real Sociedad. Spænski boltinn Mest lesið Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Fótbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Enski boltinn Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Enski boltinn Metár í hlaupum á Íslandi 2025 og unga fólkinu að þakka Sport Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Tómas Bent gulltryggði sigurinn Fótbolti Dagskráin í dag: Big Ben fylgir á eftir stórleikjum í Bónus deildinni Sport Fleiri fréttir Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Benoný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Sjá meira
Í yfirlýsingu frá Villarreal segir að ráðist hafi verið á Baena á leið hans að liðsrútunni eftir leikinn, og hafa spænskir miðlar greint frá því að leikmaðurinn sem réðist á Baena sé Valverde. Baena segir að það sem sé hins vegar enn verra sé að sér og fjölskyldu sinni hafi verið hótað öllu illu vegna ósanninda um ástæður þess að Valverde réðst á hann. „Á laugardaginn réðist kollegi minn úr starfsgreininni á mig eftir að leiknum við Real Madrid lauk,“ sagði Baena í gær en nefndi Valverde ekki á nafn. Segir Valverde ljúga og nýta sér ógæfu til að réttlæta ofbeldið „Eftir að þetta gerðist hefur verið fjallað um ummæli, væntanlega frá hans fólki, þess efnis að ég hafi óskað fjölskyldu hans skaða. Síðan þá hefur ekkert verið lagt fram til að sanna þessar ásakanir, enda væri það ekki hægt,“ sagði Baena. Valverde og kona hans Mina Bonino óttuðust að þau hefðu misst barn sitt þegar Bonino var ólétt en svo kom í ljós að barninu heilsaðist vel. Bonino sagði frá þessu í viðtali í febrúar og samkvæmt sumum miðlum á Spáni vísaði Baena í þetta þegar hann talaði til Valverde í leiknum á laugardaginn. Baena segir það hreinar lygar – lygar sem hafi haft alvarlegar afleiðingar í för með sér. „Þeir nýttu sér ógæfu til að réttlæta árásina, og svona lygar særa meira en nokkurt högg. Skaðinn sem þetta hefur valdið fjölskyldu minni er óafturkræfur og óréttlætanlegur. Þetta hafa verið hótanir, móðganir og jafnvel einkaskilaboð þar sem fjölskyldu minni er hótað lífláti. Við höfum farið með málið til lögreglu og bíðum nú þess að réttlætið sigri,“ sagði Baena. Real Madrid tapaði leiknum 3-2 og er nú þrettán stigum á eftir Barcelona í baráttunni um spænska meistaratitilinn. Villarreal er hins vegar í 5. sæti með 47 stig, fjórum stigum á eftir næsta liði sem er Real Sociedad.
Spænski boltinn Mest lesið Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Fótbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Enski boltinn Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Enski boltinn Metár í hlaupum á Íslandi 2025 og unga fólkinu að þakka Sport Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Tómas Bent gulltryggði sigurinn Fótbolti Dagskráin í dag: Big Ben fylgir á eftir stórleikjum í Bónus deildinni Sport Fleiri fréttir Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Benoný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Sjá meira