„Ekki dauðadómur fyrir Starfsgreinasambandið þó að Efling fari út“ Fanndís Birna Logadóttir skrifar 11. apríl 2023 13:00 Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins, segir hreyfinguna sterkari saman. Vísir/Vilhelm Formaður Starfsgreinasambandsins segir áform Eflingar um að segja sig úr sambandinu koma sér að vissu leyti á óvart en telur það ekki dauðadóm fyrir Starfsgreinasambandið. Ljóst sé að með úrsögninni muni Efling missa sína aðild að Alþýðusambandinu. Því miður virðist ekkert lát á deilum innan hreyfingarinnar. Greint var frá því í gærkvöldi að trúnaðarráð og stjórn Eflingar höfðu samþykkt að boða til félagsfundar á næstunni þar sem framtíð félagsins innan Starfsgreinasambandsins yrði til umræðu og möguleg úrsögn. Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins segir þetta skjóta skökku við en mikil ólga hefur verið innan hreyfingarinnar. „Miðað við orðræðuna sem hefur verið núna að undanförnu af hálfu forystu Eflingar þá kemur þetta mér ekki á óvart en þetta kemur mér á óvart að því leytinu til að fólk sem talar um mikilvægi samstöðunnar, mikilvægi þess að hreyfingin sé sterkari saman og svo framvegis, þá kemur þetta mér á óvart,“ segir Vilhjálmur. Hann gerir þó ekki athugasemdir við ákvörðunina, það sé á ábyrgð forystu Eflingar að fara þessa leið, en á félagsfundi þyrfti að vísa málinu í allsherjaratkvæðagreiðslu þar sem hinn almenni félagsmaður Eflingar tæki endanlega ákvörðun. Ef sú leið væri farin myndi það hafa víðtækari afleiðingar. „Þau fara sjálfkrafa út úr Alþýðusambandinu. Ef að það yrði niðurstaða félagsmanna Eflingar að fara úr Starfsgreinasambandinu þá eiga þau ekki lengur aðild að ASÍ því að aðildin kemur í gegnum SGS. En þau geta hins vegar sótt um aðild að ASÍ með beinni aðild,“ segir Vilhjálmur. Starfsgreinasambandið er langstærsta aðildarfélag ASÍ og telur á bilinu 72 til 76 þúsund félagsmenn. Þar af eru félagsmenn Eflingar flestir, eða um 44 prósent. „Ef að Efling fer út þá verður þetta einhvers staðar í kringum 43 þúsund manns hjá hinum félögunum sem eftir eru sem að mynda þessi 56 prósent [í SGS]. Sem að segir mér ekki nema eitt að það er ekki dauðadómur fyrir Starfsgreinasambandið þó að Efling fari út,“ segir Vilhjálmur og bætir við að samstaðan hafi verið mikil hjá hinum félögunum. Ekkert lát á deilum innan hreyfingarinnar Sjálfur hefur Vilhjálmur ekki rætt við Sólveigu Önnu Jónsdóttur, formann Eflingar í nokkurn tíma eftir erfiðleika í kringum síðustu kjaralotu en Efling ákvað þá að ganga ein til viðræðna. „Það hefur mikið gengið á í íslenskri verkalýðshreyfingu og mér sýnist því miður, og ég segi því miður, þá virðist ekkert lát vera á deilum innan hreyfingarinnar og það er eitthvað sem að verkalýðshreyfingin þarf svo sannarlega að taka til sín því að svona uppákomur innan hreyfingarinnar eru alls ekki okkar félagsmönnum til framdráttar og til heilla því að samstaðan er það sem skiptir mestu máli,“ segir hann. „Við getum verið sammála um margt, við getum líka verið sammála um að vera ósammála um suma hluti og þá bara gildir lýðræðisleg niðurstaða í slíkum ágreiningsefnum. Það er ekkert að því þó að einstaka félög fari sjálf með sitt samningsumboð en þá eiga menn ekki að vera að agnúast yfir samningum annarra eða hvernig þau hátta sínum málum, heldur bara bera ábyrgð á sinni kjarasamningsgerð,“ segir hann enn fremur. Stéttarfélög Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Vinnumarkaður Tengdar fréttir „Þessi barátta er auðvitað bara rétt að hefjast“ Miðlunartillaga í kjaradeilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins (SA) var samþykkt í dag. Formaður Eflingar segir að ekki hafi verið hægt að fara lengra. Deilan hafi ekki verið til einskis þar sem hún afhjúpaði „sjúka forherðingu“ gagnvart láglaunafólki á höfuðborgarsvæðinu. 8. mars 2023 16:43 Hefðu átt að fara sér hægar Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, gagnrýnir þann flýti sem settur var í að loka kjarasamningi milli Samtaka Atvinnulífsins og Starfsgreinasambandsins. Menn hefðu átt að fara sér hægar og ekki glutra niður góðu tækifæri. 6. desember 2022 13:18 Forystufólk einbeiti sér að eigin samningum í stað þess að rífa niður aðra Formaður Starfsgreinasambandsins segir formann Eflingar hafa tekið meðvitaða ákvörðun um að vera ekki í samfloti við aðra fyrir kjaraviðræður og leggur til að hún einbeiti sér að því að ná kjarasamnningi handa sínu fólki frekar en að rífa niður samning Starfsgreinasambandsins. Formaður Eflingar segir gagnrýni sína fullkomlega réttmæta og segir samninginn til marks um óþolinmæði. 5. desember 2022 23:09 Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Fleiri fréttir „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Eldgos geti hafist hvenær sem er Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Sjá meira
Greint var frá því í gærkvöldi að trúnaðarráð og stjórn Eflingar höfðu samþykkt að boða til félagsfundar á næstunni þar sem framtíð félagsins innan Starfsgreinasambandsins yrði til umræðu og möguleg úrsögn. Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins segir þetta skjóta skökku við en mikil ólga hefur verið innan hreyfingarinnar. „Miðað við orðræðuna sem hefur verið núna að undanförnu af hálfu forystu Eflingar þá kemur þetta mér ekki á óvart en þetta kemur mér á óvart að því leytinu til að fólk sem talar um mikilvægi samstöðunnar, mikilvægi þess að hreyfingin sé sterkari saman og svo framvegis, þá kemur þetta mér á óvart,“ segir Vilhjálmur. Hann gerir þó ekki athugasemdir við ákvörðunina, það sé á ábyrgð forystu Eflingar að fara þessa leið, en á félagsfundi þyrfti að vísa málinu í allsherjaratkvæðagreiðslu þar sem hinn almenni félagsmaður Eflingar tæki endanlega ákvörðun. Ef sú leið væri farin myndi það hafa víðtækari afleiðingar. „Þau fara sjálfkrafa út úr Alþýðusambandinu. Ef að það yrði niðurstaða félagsmanna Eflingar að fara úr Starfsgreinasambandinu þá eiga þau ekki lengur aðild að ASÍ því að aðildin kemur í gegnum SGS. En þau geta hins vegar sótt um aðild að ASÍ með beinni aðild,“ segir Vilhjálmur. Starfsgreinasambandið er langstærsta aðildarfélag ASÍ og telur á bilinu 72 til 76 þúsund félagsmenn. Þar af eru félagsmenn Eflingar flestir, eða um 44 prósent. „Ef að Efling fer út þá verður þetta einhvers staðar í kringum 43 þúsund manns hjá hinum félögunum sem eftir eru sem að mynda þessi 56 prósent [í SGS]. Sem að segir mér ekki nema eitt að það er ekki dauðadómur fyrir Starfsgreinasambandið þó að Efling fari út,“ segir Vilhjálmur og bætir við að samstaðan hafi verið mikil hjá hinum félögunum. Ekkert lát á deilum innan hreyfingarinnar Sjálfur hefur Vilhjálmur ekki rætt við Sólveigu Önnu Jónsdóttur, formann Eflingar í nokkurn tíma eftir erfiðleika í kringum síðustu kjaralotu en Efling ákvað þá að ganga ein til viðræðna. „Það hefur mikið gengið á í íslenskri verkalýðshreyfingu og mér sýnist því miður, og ég segi því miður, þá virðist ekkert lát vera á deilum innan hreyfingarinnar og það er eitthvað sem að verkalýðshreyfingin þarf svo sannarlega að taka til sín því að svona uppákomur innan hreyfingarinnar eru alls ekki okkar félagsmönnum til framdráttar og til heilla því að samstaðan er það sem skiptir mestu máli,“ segir hann. „Við getum verið sammála um margt, við getum líka verið sammála um að vera ósammála um suma hluti og þá bara gildir lýðræðisleg niðurstaða í slíkum ágreiningsefnum. Það er ekkert að því þó að einstaka félög fari sjálf með sitt samningsumboð en þá eiga menn ekki að vera að agnúast yfir samningum annarra eða hvernig þau hátta sínum málum, heldur bara bera ábyrgð á sinni kjarasamningsgerð,“ segir hann enn fremur.
Stéttarfélög Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Vinnumarkaður Tengdar fréttir „Þessi barátta er auðvitað bara rétt að hefjast“ Miðlunartillaga í kjaradeilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins (SA) var samþykkt í dag. Formaður Eflingar segir að ekki hafi verið hægt að fara lengra. Deilan hafi ekki verið til einskis þar sem hún afhjúpaði „sjúka forherðingu“ gagnvart láglaunafólki á höfuðborgarsvæðinu. 8. mars 2023 16:43 Hefðu átt að fara sér hægar Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, gagnrýnir þann flýti sem settur var í að loka kjarasamningi milli Samtaka Atvinnulífsins og Starfsgreinasambandsins. Menn hefðu átt að fara sér hægar og ekki glutra niður góðu tækifæri. 6. desember 2022 13:18 Forystufólk einbeiti sér að eigin samningum í stað þess að rífa niður aðra Formaður Starfsgreinasambandsins segir formann Eflingar hafa tekið meðvitaða ákvörðun um að vera ekki í samfloti við aðra fyrir kjaraviðræður og leggur til að hún einbeiti sér að því að ná kjarasamnningi handa sínu fólki frekar en að rífa niður samning Starfsgreinasambandsins. Formaður Eflingar segir gagnrýni sína fullkomlega réttmæta og segir samninginn til marks um óþolinmæði. 5. desember 2022 23:09 Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Fleiri fréttir „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Eldgos geti hafist hvenær sem er Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Sjá meira
„Þessi barátta er auðvitað bara rétt að hefjast“ Miðlunartillaga í kjaradeilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins (SA) var samþykkt í dag. Formaður Eflingar segir að ekki hafi verið hægt að fara lengra. Deilan hafi ekki verið til einskis þar sem hún afhjúpaði „sjúka forherðingu“ gagnvart láglaunafólki á höfuðborgarsvæðinu. 8. mars 2023 16:43
Hefðu átt að fara sér hægar Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, gagnrýnir þann flýti sem settur var í að loka kjarasamningi milli Samtaka Atvinnulífsins og Starfsgreinasambandsins. Menn hefðu átt að fara sér hægar og ekki glutra niður góðu tækifæri. 6. desember 2022 13:18
Forystufólk einbeiti sér að eigin samningum í stað þess að rífa niður aðra Formaður Starfsgreinasambandsins segir formann Eflingar hafa tekið meðvitaða ákvörðun um að vera ekki í samfloti við aðra fyrir kjaraviðræður og leggur til að hún einbeiti sér að því að ná kjarasamnningi handa sínu fólki frekar en að rífa niður samning Starfsgreinasambandsins. Formaður Eflingar segir gagnrýni sína fullkomlega réttmæta og segir samninginn til marks um óþolinmæði. 5. desember 2022 23:09
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels