Íslenski boltinn

Leikur KR og Keflavíkur færður

Valur Páll Eiríksson skrifar
Heimavöllur Keflavíkur hefur oft verið í betra standi.
Heimavöllur Keflavíkur hefur oft verið í betra standi. Vísir/Garðar

Keflavík tekur á móti KR í annarri umferð Bestu deildar karla í fótbolta á laugardaginn kemur. Heimavöllur Keflavíkur er ekki klár, frekar en aðrir grasvellir landsins, og hefur leikurinn því verið færður.

Að jafnaði spilar Keflavík heimaleiki sína á HS Orku-vellinum en grasið á vellinum getur ekki hýst leik í efstu deild eins og sakir standa. Grasið er enn gult og illa fært til notkunar.

Gervigrasvöllurinn við Nettóhöllina er skráður varavöllur Keflavíkur og mun leikurinn fara þar fram. Ef KR spilaði á gervigrasi gætu liðin eflaust skipt á heimaleikjum, en grasvöllur KR-inga er í litlu betri ástandi en völlur Keflvíkinga.

Hér má sjá gervigrasið við Nettóvöllinn þar sem leikur laugardagsins fer fram.Víkurfréttir

300 manna stúka er við gervigrasvöllinn og mun því hluti áhorfenda á leiknum geta sest í stúkuna við áhorfið.

Leikurinn er sá fyrsti í annarri umferð deildarinnar og fer fram klukkan 14:00 á laugardag. Að neðan má sjá alla leiki umferðarinnar.

2. umferð Bestu deildarinnar

  • Laugardagur
  • 14:00 Keflavík - KR (Stöð 2 Besta deildin)
  • 16:00 KA - ÍBV (Stöð 2 Besta deildin)
  • 17:00 FH - Stjarnan (Stöð 2 Sport 5)


  • Sunnudagur
  • 17:00 Víkingur - Fylkir (Stöð 2 Besta deildin)
  • 19:15 HK - Fram (Stöð 2 Besta deildin)
  • 19:15 Valur - Breiðablik (Stöð 2 Sport)

Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×