Fótbolti

„Ég er leiður því ég á frábærar minningar þaðan“

Jón Már Ferro skrifar
Carlo Ancelotti, þjálfari Real Madrid.
Carlo Ancelotti, þjálfari Real Madrid. EPA-EFE/DUMITRU DORU

Knattspyrnustjóri Real Madrid, Carlo Ancelotti, var spurður hvort hann væri leiður að sjá Chelsea í þeirri stöðu sem liðið er í og hvort hann myndi íhuga að taka aftur við liðinu.

Ancelotti hló í dágóða stund áður en hann svaraði.

„Aftur? Ég er leiður því ég á frábærar minningar þaðan og af fólkinu sem vinnur þarna ennþá. Að sjálfsögðu er ég stuðningsmaður Chelsea vegna þess að ég eyddi þar tveimur góðum árum þar. Snúa til baka? Nei, ég vona að Lampard nái góðum árangri með þeim,“ sagði Carlo Ancelotti.

Árin 2009-2011 var Ancelotti þjálfari Chelsea og vann ensku úrvalsdeildina einu sinni, FA bikarinn og Samfélagssköldinn.

Á dögunum tók fyrrum þjálfari og leikmaður Chelsea, Frank Lampard, við liðinu eftir að Graham Potter var rekinn. Gengi Chelsea í ensku úrvalsdeildinni hefur verið afleitt á tímabilinu og er liðið í 11.sæti ensku úrvalsdeildarinnar sem stendur.

Frank Lampard, knattspyrnustjóri Chelsea.Getty/Darren Walsh

Real Madrid fær Chelsea í heimsókn í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu. Leikurinn er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2 klukkan 19:00. Útsending hefst klukkan 18:35. 


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×