Umfjöllun og viðtöl: Haukar - Þór Þ. 104-90 | Haukar komnir í forystu Kári Mímisson skrifar 12. apríl 2023 22:05 Hilmar Smári var magnaður í kvöld. Vísir/Diego Haukar tóku á móti Þór Þorlákshöfn í þriðja leik liðanna í átta liða úrslitum Subway-deildar karla í körfubolta. Hvort lið hafði unni sitt hvora viðureignina fyrir leik kvöldsins og það var því mikið undir í Ólafssal í kvöld. Það var á brattann að sækja fyrir Hauka í leiknum. Framlagshæsti leikmaður liðsins, Norbertas Giga, var fjarri góði gamni eftir að hafa meiðst á ökkla í fyrsta leik liðanna. Þá var Darwin Davis Jr. einnig fjarverandi vegna meiðsla sem hann hlaut í sömuleiðis fyrsta leik liðanna. Þór Þorlákshöfn mætti með byrinn í seglunum eftir glæsilegan 21 stigs sigur á laugardaginn og mættu fylktu liði stuðningsmanna í Ólafssal. Gestirnir byrjuðu betur fyrstu mínúturnar og fyrstu mátti reikna með að Þór væri bara aðeins of stór biti fyrir vængbrotna Hauka. Annað kom þó á daginn. Hauka liðið sýndi ótrúlega baráttu og tók forystu um miðbik fyrsta leikhluta. Hilmar Smári hélt uppteknum hætti og sýndi enn og aftur sínar fínustu hliðar og sjálfstraustið gjörsamlega geislaði. Staðan eftir fyrsta leikhluta, 32-21 fyrir heimamenn og Ólafssalur algjörlega á bandi heimamanna. Hilmar Smári átti að venju góðan leik.Vísir/Diego Vincent Shahid, leikstjórnandi Þórs, átti hins vegar eftir að kveikja á sér og á örskotsstund var hann búinn að setja þrjár þriggja stiga körfur á skömmum tíma og allt í einu var staðan jöfn 37-37. Haukar náðu þó aftur að hrista Þórsaranna frá sér sem voru þó aldrei langt á eftir. Staðan í hálfleik 55-50 fyrir heimamenn. Vincent Shahid þurfti bara smá ró og næði.Vísir/Diego Það var greinilegt að Maté Dalmay, þjálfari Hauka hafi náð að leggja sínum mönnum línurnar því þeir fóru ansi oft illa með vörn Þórsara og rifu hvert sóknarfrákastið niður. Seinni hálfleikurinn spilaðist mjög svipað og fyrri hálfleikurinn. Haukar með yfirhöndina en Þórsarar aldrei langt á eftir. Haukar leiddu og Þór gerðu hvert áhlaupið á fætur öðru og alltaf stóðust liðsmenn Hauka þau. Í fjórða leikhluta gerðist svo ansi óheppilegt atvik þegar þeir Styrmir Snær Þrastarson og Breki Gylfason skullu saman með þeim afleiðingum að Styrmir Snær lá óvígur eftir á og gat ekki tekið meiri þátt í leiknum. Við það hrundi sóknarleikur Þórs og loksins loksins gátu heimamenn slitið sig frá gestunum. Kláruðu þeir leikinn að lokum með 14 stiga sigri, lokatölur 104-90. Styrmir Snær lenti illa.Vísir/Diego Af hverju unnu Haukar? Haukar voru með þrefalt fleiri sóknarfráköst heldur en Þór sem er þó með hávaxnara lið. Þetta var eins mikill baráttusigur og hægt er að hugsa sér. Þegar Giga og Davis Jr. detta út þá bara stigu aðrir upp í stað þeirra. Hverjir stóðu upp úr? Orri Gunnarsson var gjörsamlega frábær í dag og klúðraði varla skoti, 28 skot frá drengnum og 11 af 11 úr skotum innan þriggja stiga línunnar. Hilmar Smári sýndi enn einn frábæra leikinn sinn í þessari seríu. Daniel Mortensen er samt valinn maður leiksins. Sá var flottur í dag. 21 stig, 11 fráköst og 5 stoðsendingar. Daniel Mortensen, maður leiksins.Vísir/Diego Hvað gekk illa? Varnarleikur Þórs leit oft á tíðum mjög illa út. Menn voru allt of langt frá sínum mönnum og gáfu Haukum allt of mikinn tíma á boltanum. Það er svo ekki boðlegt að leyfa Haukum að rífa niður öll þessi fráköst. Hvað gerist næst? Staðan í einvíginu er orðin 2-1 fyrir Hauka sem gætu endurheimt Giga og Darwin Davis Jr. fyrir næsta leik. Liðin mætast í fjórða leik í Þorlákshöfn næsta laugardag klukkan 20:15 þar sem Haukar geta tryggt sér farseðilinn í undanúrslitin með sigri. „Náðum aldrei tveimur stoppum í röð“ Lárus Jónsson.Vísir/Diego „Við vorum að flýta okkur í sóknini og vorum mögulega smá yfirspenntir. Mér þótti þetta vera smá spegilmynd af fyrsta leiknum hérna. Þeir komast á bragðið með því að hirða sóknarfráköstin og voru einfaldlega duglegri. Þetta er ekki flóknara en það,“ sagði vonsvikinn Lárus Jónsson, þjálfari Þór Þorl. eftir leikinn. Varnarleikur Þórs var ekki góður í dag. Hvað þótti þjálfaranum? „Við náðum aldrei tveimur stoppum í röð. Mér þótti leikurinn vera þeirra eiginlega allan tíman út af því að vörnin okkar var bara einfaldlega hriplek. Það var ekkert bara það að við náðum ekki að stíga þá út.“ „Aðalvandamálið var samt að þeir tóku sóknarfráköstin í byrjun leiks. Það setti tóninn fyrir leikinn, menn urðu heitir fyrir utan línuna og það hélst þanning eiginlega allan leikinn. Ef við stoppuðum þá ekki fyrir utan línuna þá komust þeir í sniðskot. Við vorum illa tengdir varnarlega.“ Sóknarlega voru Þórsarar mjög flottir og þá sérstaklega framan af leiknum. „Við vorum alveg tengdir sóknarlega en þú getur ekki bara reitt þig á það allan leikinn. Þú verður að byggja þetta á vörninni.“ Styrmir Snær þurfti að fara meiddur af velli. Veistu eitthvað stöðuna á honum? „Hann var allt í lagi inn í klefa áðan. Hann verður ábyggilega bara klár á laugardaginn.“ Næsti leikur á laugardaginn upp á líf og dauða. Hvernig leggst það í þig? „Þetta er leikur til að sína aðeins betri frammistöðu og sína úr hverju við erum gerðir. Ekki leyfa þeim að valta svona yfir okkur líkamlega.“ Subway-deild karla Haukar Þór Þorlákshöfn
Haukar tóku á móti Þór Þorlákshöfn í þriðja leik liðanna í átta liða úrslitum Subway-deildar karla í körfubolta. Hvort lið hafði unni sitt hvora viðureignina fyrir leik kvöldsins og það var því mikið undir í Ólafssal í kvöld. Það var á brattann að sækja fyrir Hauka í leiknum. Framlagshæsti leikmaður liðsins, Norbertas Giga, var fjarri góði gamni eftir að hafa meiðst á ökkla í fyrsta leik liðanna. Þá var Darwin Davis Jr. einnig fjarverandi vegna meiðsla sem hann hlaut í sömuleiðis fyrsta leik liðanna. Þór Þorlákshöfn mætti með byrinn í seglunum eftir glæsilegan 21 stigs sigur á laugardaginn og mættu fylktu liði stuðningsmanna í Ólafssal. Gestirnir byrjuðu betur fyrstu mínúturnar og fyrstu mátti reikna með að Þór væri bara aðeins of stór biti fyrir vængbrotna Hauka. Annað kom þó á daginn. Hauka liðið sýndi ótrúlega baráttu og tók forystu um miðbik fyrsta leikhluta. Hilmar Smári hélt uppteknum hætti og sýndi enn og aftur sínar fínustu hliðar og sjálfstraustið gjörsamlega geislaði. Staðan eftir fyrsta leikhluta, 32-21 fyrir heimamenn og Ólafssalur algjörlega á bandi heimamanna. Hilmar Smári átti að venju góðan leik.Vísir/Diego Vincent Shahid, leikstjórnandi Þórs, átti hins vegar eftir að kveikja á sér og á örskotsstund var hann búinn að setja þrjár þriggja stiga körfur á skömmum tíma og allt í einu var staðan jöfn 37-37. Haukar náðu þó aftur að hrista Þórsaranna frá sér sem voru þó aldrei langt á eftir. Staðan í hálfleik 55-50 fyrir heimamenn. Vincent Shahid þurfti bara smá ró og næði.Vísir/Diego Það var greinilegt að Maté Dalmay, þjálfari Hauka hafi náð að leggja sínum mönnum línurnar því þeir fóru ansi oft illa með vörn Þórsara og rifu hvert sóknarfrákastið niður. Seinni hálfleikurinn spilaðist mjög svipað og fyrri hálfleikurinn. Haukar með yfirhöndina en Þórsarar aldrei langt á eftir. Haukar leiddu og Þór gerðu hvert áhlaupið á fætur öðru og alltaf stóðust liðsmenn Hauka þau. Í fjórða leikhluta gerðist svo ansi óheppilegt atvik þegar þeir Styrmir Snær Þrastarson og Breki Gylfason skullu saman með þeim afleiðingum að Styrmir Snær lá óvígur eftir á og gat ekki tekið meiri þátt í leiknum. Við það hrundi sóknarleikur Þórs og loksins loksins gátu heimamenn slitið sig frá gestunum. Kláruðu þeir leikinn að lokum með 14 stiga sigri, lokatölur 104-90. Styrmir Snær lenti illa.Vísir/Diego Af hverju unnu Haukar? Haukar voru með þrefalt fleiri sóknarfráköst heldur en Þór sem er þó með hávaxnara lið. Þetta var eins mikill baráttusigur og hægt er að hugsa sér. Þegar Giga og Davis Jr. detta út þá bara stigu aðrir upp í stað þeirra. Hverjir stóðu upp úr? Orri Gunnarsson var gjörsamlega frábær í dag og klúðraði varla skoti, 28 skot frá drengnum og 11 af 11 úr skotum innan þriggja stiga línunnar. Hilmar Smári sýndi enn einn frábæra leikinn sinn í þessari seríu. Daniel Mortensen er samt valinn maður leiksins. Sá var flottur í dag. 21 stig, 11 fráköst og 5 stoðsendingar. Daniel Mortensen, maður leiksins.Vísir/Diego Hvað gekk illa? Varnarleikur Þórs leit oft á tíðum mjög illa út. Menn voru allt of langt frá sínum mönnum og gáfu Haukum allt of mikinn tíma á boltanum. Það er svo ekki boðlegt að leyfa Haukum að rífa niður öll þessi fráköst. Hvað gerist næst? Staðan í einvíginu er orðin 2-1 fyrir Hauka sem gætu endurheimt Giga og Darwin Davis Jr. fyrir næsta leik. Liðin mætast í fjórða leik í Þorlákshöfn næsta laugardag klukkan 20:15 þar sem Haukar geta tryggt sér farseðilinn í undanúrslitin með sigri. „Náðum aldrei tveimur stoppum í röð“ Lárus Jónsson.Vísir/Diego „Við vorum að flýta okkur í sóknini og vorum mögulega smá yfirspenntir. Mér þótti þetta vera smá spegilmynd af fyrsta leiknum hérna. Þeir komast á bragðið með því að hirða sóknarfráköstin og voru einfaldlega duglegri. Þetta er ekki flóknara en það,“ sagði vonsvikinn Lárus Jónsson, þjálfari Þór Þorl. eftir leikinn. Varnarleikur Þórs var ekki góður í dag. Hvað þótti þjálfaranum? „Við náðum aldrei tveimur stoppum í röð. Mér þótti leikurinn vera þeirra eiginlega allan tíman út af því að vörnin okkar var bara einfaldlega hriplek. Það var ekkert bara það að við náðum ekki að stíga þá út.“ „Aðalvandamálið var samt að þeir tóku sóknarfráköstin í byrjun leiks. Það setti tóninn fyrir leikinn, menn urðu heitir fyrir utan línuna og það hélst þanning eiginlega allan leikinn. Ef við stoppuðum þá ekki fyrir utan línuna þá komust þeir í sniðskot. Við vorum illa tengdir varnarlega.“ Sóknarlega voru Þórsarar mjög flottir og þá sérstaklega framan af leiknum. „Við vorum alveg tengdir sóknarlega en þú getur ekki bara reitt þig á það allan leikinn. Þú verður að byggja þetta á vörninni.“ Styrmir Snær þurfti að fara meiddur af velli. Veistu eitthvað stöðuna á honum? „Hann var allt í lagi inn í klefa áðan. Hann verður ábyggilega bara klár á laugardaginn.“ Næsti leikur á laugardaginn upp á líf og dauða. Hvernig leggst það í þig? „Þetta er leikur til að sína aðeins betri frammistöðu og sína úr hverju við erum gerðir. Ekki leyfa þeim að valta svona yfir okkur líkamlega.“
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti