Man Utd missti báða miðverðina af velli og henti frá sér unnum leik Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 13. apríl 2023 21:00 Man United henti frá sér unnum leik í kvöld. Shaun Botterill/Getty Images Það má segja að Sevilla sé með tak á Manchester United en þrátt fyrir að lenda 0-2 undir á Old Trafford í kvöld tókst liðinu að jafna metin. Það er því allt jafnt fyrir síðari leik liðanna sem fram fer í Andalúsíu eftir viku. Það sem meira er, bæði Raphaël Varane og Lisandro Martínez fóru meiddir af velli. Sá síðari virtist alvarlega meiddur. Síðast þegar liðin mættust var það í Meistaradeild Evrópu og hafði Sevilla þá betur. Að þessu sinni mætast liðin í 8-liða úrslitum Evrópudeildarinnar og virtist sem Rauðu djöflarnir hefðu lært sína lexíu. Þrátt fyrir að vera án Marcus Rashford og Luke Shaw þá byrjuðu heimamenn af gríðarlegum krafti. Jadon Sancho kom boltanum í netið eftir aðeins hálfa mínútu. Markið hins vegar dæmt af vegna rangstöðu. Heimamenn voru hins vegar mun betri aðilinn í fyrri hálfleik og höfðu þegar átt fín færi þegar Marcel Sabitzer kom þeim yfir eftir rétt rúman stundarfjórðung. Eftir glæsilegt spil komst Sabitzer í gott skotfæri og endaði boltinn í netinu eftir viðkomu í varnarmanni. Bono kom engum vörnum við í marki Sevilla. Ekki löngu síðar var staðan orðin 2-0. Að þessu sinni renndi Martial boltanum í gegnum vörn gestanna og Sabitzer skoraði með skoti í fyrsta. Marcel Sabitzer átti góðan leik í kvöld.EPA-EFE/ADAM VAUGHAN Áður en fyrri hálfleikur var úti virtist sem Erik Lamela væri að fá reisupassann en hann slapp með gult spjald. Skömmu síðar fékk Fernandes gult spjald sem þýðir að hann missir af síðari leiknum. Staðan 2-0 í hálfleik og virtist sem Man United væri einfaldlega að klára einvígið. Þegar síðari hálfleikur hófst var Harry Maguire kominn inn í lið Man United á kostnað Varane. Ekki er vitað hvort Frakkinn hafi verið meiddur eða tæpur. Leikmenn Man United virtust halda að leikurinn væri búinn og virkuðu einkar kærulausir. Þá gerði Ten Hag nokkuð sem hann gerir aldrei, hann nýtti allar fimm skiptingar sínar og það snemma. Það átti eftir að koma í bakið á honum. Á 84. mínútu átti Jesús Navas fyrirgjöf sem fór af Tyrell Malacia og í netið. Staðan því orðin 2-1 og einvígið galopið. Þremur mínútum síðar lá Martínez kylliflatur. Virðist sem hann hafi meiðst á hásin. Þar sem Man Utd var búið með skiptingarnar þá þurftu heimamenn að klára leikinn manni færri. Lisandro Martínez carried off the pitch by his Argentina teammates pic.twitter.com/ACZFNT3Mbd— utdreport (@utdreport) April 13, 2023 Það nýttu gestirnir sér en í uppbótartíma kom fyrirgjöf inn á teig. Boltinn skallaður í átt að marki en þess í stað fór hann í höfuðið á Maguire, breytti um stefnu og endaði í netinu. Hreint út sagt ótrúlegar lokamínútur og staðan 2-2 þegar flautað var til leiksloka á Old Trafford. Það er því allt í járnum fyrir síðari leik liðanna þar sem Man United gæti verið án fjölda lykilmanna. Fótbolti Evrópudeild UEFA
Það má segja að Sevilla sé með tak á Manchester United en þrátt fyrir að lenda 0-2 undir á Old Trafford í kvöld tókst liðinu að jafna metin. Það er því allt jafnt fyrir síðari leik liðanna sem fram fer í Andalúsíu eftir viku. Það sem meira er, bæði Raphaël Varane og Lisandro Martínez fóru meiddir af velli. Sá síðari virtist alvarlega meiddur. Síðast þegar liðin mættust var það í Meistaradeild Evrópu og hafði Sevilla þá betur. Að þessu sinni mætast liðin í 8-liða úrslitum Evrópudeildarinnar og virtist sem Rauðu djöflarnir hefðu lært sína lexíu. Þrátt fyrir að vera án Marcus Rashford og Luke Shaw þá byrjuðu heimamenn af gríðarlegum krafti. Jadon Sancho kom boltanum í netið eftir aðeins hálfa mínútu. Markið hins vegar dæmt af vegna rangstöðu. Heimamenn voru hins vegar mun betri aðilinn í fyrri hálfleik og höfðu þegar átt fín færi þegar Marcel Sabitzer kom þeim yfir eftir rétt rúman stundarfjórðung. Eftir glæsilegt spil komst Sabitzer í gott skotfæri og endaði boltinn í netinu eftir viðkomu í varnarmanni. Bono kom engum vörnum við í marki Sevilla. Ekki löngu síðar var staðan orðin 2-0. Að þessu sinni renndi Martial boltanum í gegnum vörn gestanna og Sabitzer skoraði með skoti í fyrsta. Marcel Sabitzer átti góðan leik í kvöld.EPA-EFE/ADAM VAUGHAN Áður en fyrri hálfleikur var úti virtist sem Erik Lamela væri að fá reisupassann en hann slapp með gult spjald. Skömmu síðar fékk Fernandes gult spjald sem þýðir að hann missir af síðari leiknum. Staðan 2-0 í hálfleik og virtist sem Man United væri einfaldlega að klára einvígið. Þegar síðari hálfleikur hófst var Harry Maguire kominn inn í lið Man United á kostnað Varane. Ekki er vitað hvort Frakkinn hafi verið meiddur eða tæpur. Leikmenn Man United virtust halda að leikurinn væri búinn og virkuðu einkar kærulausir. Þá gerði Ten Hag nokkuð sem hann gerir aldrei, hann nýtti allar fimm skiptingar sínar og það snemma. Það átti eftir að koma í bakið á honum. Á 84. mínútu átti Jesús Navas fyrirgjöf sem fór af Tyrell Malacia og í netið. Staðan því orðin 2-1 og einvígið galopið. Þremur mínútum síðar lá Martínez kylliflatur. Virðist sem hann hafi meiðst á hásin. Þar sem Man Utd var búið með skiptingarnar þá þurftu heimamenn að klára leikinn manni færri. Lisandro Martínez carried off the pitch by his Argentina teammates pic.twitter.com/ACZFNT3Mbd— utdreport (@utdreport) April 13, 2023 Það nýttu gestirnir sér en í uppbótartíma kom fyrirgjöf inn á teig. Boltinn skallaður í átt að marki en þess í stað fór hann í höfuðið á Maguire, breytti um stefnu og endaði í netinu. Hreint út sagt ótrúlegar lokamínútur og staðan 2-2 þegar flautað var til leiksloka á Old Trafford. Það er því allt í járnum fyrir síðari leik liðanna þar sem Man United gæti verið án fjölda lykilmanna.
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti