Vara við tortryggilegum Toyota-gjafaleik Máni Snær Þorláksson skrifar 13. apríl 2023 14:33 Svikasíðan auglýsti gefins Toyota Hilux bíl í dag. Fjölmargir Íslendingar hafa tekið þátt í „gjafaleiknum.“ Facebook „Enn eitt svindlið á Facebook,“ segir í upphafi færslu sem lögreglan á höfuðborgarsvæðinu birtir á Facebook-síðu sinni í dag. Færslan er gerð til að vara fólk við gjafaleik sem þúsundir Íslendinga hafa tekið þátt í. Lögreglan segir að ekki sé um raunverulegan gjafaleik að ræða heldur svindl. „Þetta er svika síða og sennilega vefveiðar,“ segir í færslunni. Vefveiðar er íslenska þýðingin á enska orðinu „phishing“ og á við um það þegar netþrjótar reyna að fá fólk til að fara á vafasamar vefsíður eða ýta á hlekki, oft með gylliboðum. Slíkt er einmitt að finna í svindlinu sem um ræðir. Þar segir að í tilefni 79 ára afmæli Toyota hafi verið ákveðið að gefa Toyota Hilux bíl sem ekki er hægt að selja vegna rispna og smáskemmda. Í færslunni er sagt að bíllinn verði sendur af handahófi til einhvers sem deilir færslunni og skrifar „til hamingju“ í athugasemd. Þúsundir Íslendinga hafa skrifað athugasemdir og deilt svikafærslunni.Skjáskot Umrædd Facebook-síða hefur hinis vegar ekkert með Toyota á Íslandi að gera. Ef síðan sem birtir færsluna er skoðuð nánar sést að þar er ekkert að finna nema gjafaleikinn, það er ekki traustvekjandi. Þá er einnig bjöguð íslenska í lýsingunni á síðunni eins og sjá má á myndinni hér fyrir neðan. Þó svo að tölvuþrjótar hafi náð ágætis tökum á íslenskunni þá gera þeir ennþá mistök. Hér vantar til dæmis stóran staf og á íslensku er ekki talað um að „skrá sig á hnappinn.“Skjáskot Lögreglan segir að í rauninni sé þetta á suman hátt góð leið til að læra aðeins um svona svindl. „Ef þið skoðið tengilinn þá sjáið að þarna er bókstaflega ekkert annað og þar vantar mikið. Farið varlega í að trúa því sem er á netinu og samfélagsmiðlum. Þegar þið sjáið svona kíkið á hver er að baki. Þið sjáið fljótlega hvað það er falskt.“ Netglæpir Netöryggi Lögreglumál Bílar Mest lesið Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Innlent „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Erlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Fleiri fréttir Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Sjá meira
Lögreglan segir að ekki sé um raunverulegan gjafaleik að ræða heldur svindl. „Þetta er svika síða og sennilega vefveiðar,“ segir í færslunni. Vefveiðar er íslenska þýðingin á enska orðinu „phishing“ og á við um það þegar netþrjótar reyna að fá fólk til að fara á vafasamar vefsíður eða ýta á hlekki, oft með gylliboðum. Slíkt er einmitt að finna í svindlinu sem um ræðir. Þar segir að í tilefni 79 ára afmæli Toyota hafi verið ákveðið að gefa Toyota Hilux bíl sem ekki er hægt að selja vegna rispna og smáskemmda. Í færslunni er sagt að bíllinn verði sendur af handahófi til einhvers sem deilir færslunni og skrifar „til hamingju“ í athugasemd. Þúsundir Íslendinga hafa skrifað athugasemdir og deilt svikafærslunni.Skjáskot Umrædd Facebook-síða hefur hinis vegar ekkert með Toyota á Íslandi að gera. Ef síðan sem birtir færsluna er skoðuð nánar sést að þar er ekkert að finna nema gjafaleikinn, það er ekki traustvekjandi. Þá er einnig bjöguð íslenska í lýsingunni á síðunni eins og sjá má á myndinni hér fyrir neðan. Þó svo að tölvuþrjótar hafi náð ágætis tökum á íslenskunni þá gera þeir ennþá mistök. Hér vantar til dæmis stóran staf og á íslensku er ekki talað um að „skrá sig á hnappinn.“Skjáskot Lögreglan segir að í rauninni sé þetta á suman hátt góð leið til að læra aðeins um svona svindl. „Ef þið skoðið tengilinn þá sjáið að þarna er bókstaflega ekkert annað og þar vantar mikið. Farið varlega í að trúa því sem er á netinu og samfélagsmiðlum. Þegar þið sjáið svona kíkið á hver er að baki. Þið sjáið fljótlega hvað það er falskt.“
Netglæpir Netöryggi Lögreglumál Bílar Mest lesið Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Innlent „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Erlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Fleiri fréttir Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Sjá meira
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent