Ráðumst að rót vandans Maj-Britt Hjördís Briem skrifar 13. apríl 2023 14:31 Það er mikið fagnaðarefni að rannsóknir sýni launamun kynjanna á almennum vinnumarkaði hafa farið minnkandi á undanförnum árum. Frá árinu 2008 til 2020 hefur leiðréttur launamunur farið úr 6,4% í 4,1% samkvæmt Hagstofunni. Samtök atvinnulífsins (SA) hafa ítrekað bent á að aukið jafnrétti og aukin atvinnuþátttaka, ekki síst kvenna, stuðli að auknum hagvexti og bættum lífskjörum. Þá hefur samræmd nálgun í launagreiningum og að vandað sé til verka í launarannsóknum lengi verið keppikefli SA. Í nýlegri launarannsókn Hagstofunnarkemur fram að launamunur kynjanna fari minnkandi hvort sem horft er til leiðrétts eða óleiðrétts launamunar en að sá munur sem enn sé til staðar skýrist mestmegnis af kynskiptum vinnumarkaði. Í umræðu um kynskiptan vinnumarkað er oft talað um lárétta kynskiptingu annars vegar og lóðrétta hins vegar. Hugtakið lóðrétt kynskipting vísar til þess að innan starfsgreina og vinnustaða gegna karlar og konur ólíkum stöðum og karlar eru oftar ofar í valdastiganum en konur. Áhrifarík leið til að sporna gegn launamun vegna lóðréttrar kynskiptingar væri að greiða götu kvenna í stjórnunarstöður án íþyngjandi aðgerða, t.d. með brúun umönnunarbilsins. Hugtakið lárétt kynskipting er aftur á móti notað til að lýsa því að konur og karlar gegni ólíkum störfum á vinnumarkaði og að kynskipting milli starfsgreina sé til staðar. Lárétt kynskipting íslensks vinnumarkaðar er töluverð en mælist þó minni en á hinum Norðurlöndunum. Til að bregðast við launamun vegna láréttrar kynskiptingar hafa stjórnvöld ráðist í þróunarverkefni á opinberum vinnumarkaði um endurmat á virði kvennastarfa. SA taka þátt í þeirri vinnu og telja mikilvægt að laun fyrir störf í þeim stéttum, þar sem konur eru í meirihluta, séu metin í samræmi við virði þeirra starfa. Við þá vinnu þarf að hafa í huga að: Endurmat á virði kvennastarfa hlýtur að fela í sér endurmat á virði starfa, óháð kyni. Ef meta á virði starfa sérstaklega á þeim grundvelli að konur sinni þeim frekar en karlar er hætt við að um það náist ekki sátt á vinnumarkaði. Atvinnugreinar eru fjölbreyttar og störf ólík og því ógerningur að styðjast við eina aðferð við mat á ólíkum störfum þvert á almennan og opinberan vinnumarkað. Á meðal aðila vinnumarkaðarins ríkir ekki einhugur um hvaða þættir skapa virði starfa né heldur hvert vægi þeirra eigi að vera. Launahlutföll á íslenskum vinnumarkaði ráðast af hundruðum þúsunda ákvarðana hjá 20 þúsund launagreiðendum á hverju ári þar sem ákvarðanir eru annars vegar teknar af markaðsástæðum og hins vegar af mati launagreiðenda á virði einstakra starfa fyrir viðkomandi stofnanir og fyrirtæki, sem getur verið mjög ólíkt. Skuldbinding forsenda sáttar Ekki er hægt að líta fram hjá því að núgildandi fyrirkomulag við gerð kjarasamninga, þar sem hver hópur rekur sjálfstæða kjarastefnu, vinnur gegn sátt á vinnumarkaði um virði starfa. Í því ljósi hafa SA kallað eftir því að aðilar vinnumarkaðarins, stéttarfélög og sambönd þeirra, skuldbindi sig til að standa vörð um endurmat á virði starfa, en það er forsenda þess að endurmat eins hóps leiði ekki til samsvarandi kröfugerðar annars. Hafa ber í huga að hlutfall kvenna í starfsstéttum þar sem greidd eru tiltölulega há laun hefur hækkað stöðugt undanfarin ár á meðan það hefur lækkað í starfsstéttum sem greiða tiltölulega lág laun. Sú þróun hefur leitt til þess að launamunur kynjanna hefur dregist saman. SA hafa bent á fjölmargar leiðir sem vænlegar eru til árangurs, t.d. brúun umönnunarbilsins, öruggt félagslegt vinnuumhverfi og breytingar á skipulagi vinnumarkaðarins, þ.e. að stuðlað sé að auknum hlut dagvinnulauna í heildarlaunum sem hefur áhrif á mun á heildarlaunum karla og kvenna. Aftur á móti telja SA íþyngjandi kvaðir á fyrirtæki ekki vænlega leið til árangurs á þessari vegferð. Höfundur er lögmaður á vinnumarkaðssviði SA. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vinnumarkaður Jafnréttismál Maj-Britt Hjördís Briem Mest lesið Hvernig tryggir þú stærstu fjárfestingu lífins? Berglind Halla Elíasdóttir Skoðun Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir Skoðun Frá, frá, frá. Fúsa liggur á Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Þakkir til starfsfólk Janusar Sigrún Ósk Bergmann Skoðun Mun gervigreindin senda konur heim? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Á uppgjör frá TR að koma eldri borgurum á óvart? Björn Snæbjörnsson Skoðun Ráðalaus ráðherra Högni Elfar Gylfason Skoðun Fæðing Ísraels - Líkum misþyrmt BIrgir Dýrfjörð Skoðun Ritunarramminn - verkfæri fyrir kennara! Katrín Ósk Þráinsdóttir Skoðun Kynbundinn munur í tekjum á efri árum Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað er markaðsverð á fiski? Sverrir Haraldsson skrifar Skoðun Tími til kerfisbundinna breytinga í samfélagstúlkun – ákall til stjórnvalda Anna Karen Svövudóttir skrifar Skoðun Fæðing Ísraels - Líkum misþyrmt BIrgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Við eigum allt. Af hverju finnst okkur samt vanta eitthvað? Valentina Klaas skrifar Skoðun Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Tíðaheilbrigði er lykilatriði í jafnrétti kynjanna Berit Mueller skrifar Skoðun Þjóðarmorð – frá orðfræðilegu sjónarmiði Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Borgarlína, barnleysi og bíllaus lífstíll – hentar það Kópavogi? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Þakkir til starfsfólk Janusar Sigrún Ósk Bergmann skrifar Skoðun Mun gervigreindin senda konur heim? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Frá, frá, frá. Fúsa liggur á Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Nokkur orð um stöðuna Dögg Þrastardóttir skrifar Skoðun Kynbundinn munur í tekjum á efri árum Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun #blessmeta – þriðja grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvernig tryggir þú stærstu fjárfestingu lífins? Berglind Halla Elíasdóttir skrifar Skoðun Ritunarramminn - verkfæri fyrir kennara! Katrín Ósk Þráinsdóttir skrifar Skoðun Hvalveiðar eru ekki mannréttindi. Þetta er atvinnugrein sem hefur mistekist Ed Goodall skrifar Skoðun Feluleikur Þorgerðar Katrínar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ráðalaus ráðherra Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Spólum til baka Snævar Ingi Sveinsson skrifar Skoðun Sögulegur dómur Hæstaréttar – staðfestir sjálfstæði Alþingis Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að vera fatlaður á Íslandi er full vinna Birna Ösp Traustadóttir skrifar Skoðun Sæluríkið Ísland Einar Helgason skrifar Skoðun Áskorun til Alþingis: Tryggið almannahagsmuni - afnemið samkeppnisundanþágu afurðastöðvanna Benedikt S. Benediktsson,Breki Karlsson,Halla Gunnarsdóttir,Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Stormurinn gegn stóðhryssunni Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Kallið þið þetta fjölbreytni? Hermann Borgar Jakobsson skrifar Skoðun Til varnar Eyjafjöllum - og Íslandi öllu Pétur Jónasson skrifar Skoðun Réttlætið sem refsar Jóni Hjálmar Vilhjálmsson skrifar Skoðun Guðmundur Hrafn Arngrímsson er maður sem hefur aldrei rúllað sexum Kristján Blöndal skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm með titrandi tár Katrín Matthíasdóttir skrifar Sjá meira
Það er mikið fagnaðarefni að rannsóknir sýni launamun kynjanna á almennum vinnumarkaði hafa farið minnkandi á undanförnum árum. Frá árinu 2008 til 2020 hefur leiðréttur launamunur farið úr 6,4% í 4,1% samkvæmt Hagstofunni. Samtök atvinnulífsins (SA) hafa ítrekað bent á að aukið jafnrétti og aukin atvinnuþátttaka, ekki síst kvenna, stuðli að auknum hagvexti og bættum lífskjörum. Þá hefur samræmd nálgun í launagreiningum og að vandað sé til verka í launarannsóknum lengi verið keppikefli SA. Í nýlegri launarannsókn Hagstofunnarkemur fram að launamunur kynjanna fari minnkandi hvort sem horft er til leiðrétts eða óleiðrétts launamunar en að sá munur sem enn sé til staðar skýrist mestmegnis af kynskiptum vinnumarkaði. Í umræðu um kynskiptan vinnumarkað er oft talað um lárétta kynskiptingu annars vegar og lóðrétta hins vegar. Hugtakið lóðrétt kynskipting vísar til þess að innan starfsgreina og vinnustaða gegna karlar og konur ólíkum stöðum og karlar eru oftar ofar í valdastiganum en konur. Áhrifarík leið til að sporna gegn launamun vegna lóðréttrar kynskiptingar væri að greiða götu kvenna í stjórnunarstöður án íþyngjandi aðgerða, t.d. með brúun umönnunarbilsins. Hugtakið lárétt kynskipting er aftur á móti notað til að lýsa því að konur og karlar gegni ólíkum störfum á vinnumarkaði og að kynskipting milli starfsgreina sé til staðar. Lárétt kynskipting íslensks vinnumarkaðar er töluverð en mælist þó minni en á hinum Norðurlöndunum. Til að bregðast við launamun vegna láréttrar kynskiptingar hafa stjórnvöld ráðist í þróunarverkefni á opinberum vinnumarkaði um endurmat á virði kvennastarfa. SA taka þátt í þeirri vinnu og telja mikilvægt að laun fyrir störf í þeim stéttum, þar sem konur eru í meirihluta, séu metin í samræmi við virði þeirra starfa. Við þá vinnu þarf að hafa í huga að: Endurmat á virði kvennastarfa hlýtur að fela í sér endurmat á virði starfa, óháð kyni. Ef meta á virði starfa sérstaklega á þeim grundvelli að konur sinni þeim frekar en karlar er hætt við að um það náist ekki sátt á vinnumarkaði. Atvinnugreinar eru fjölbreyttar og störf ólík og því ógerningur að styðjast við eina aðferð við mat á ólíkum störfum þvert á almennan og opinberan vinnumarkað. Á meðal aðila vinnumarkaðarins ríkir ekki einhugur um hvaða þættir skapa virði starfa né heldur hvert vægi þeirra eigi að vera. Launahlutföll á íslenskum vinnumarkaði ráðast af hundruðum þúsunda ákvarðana hjá 20 þúsund launagreiðendum á hverju ári þar sem ákvarðanir eru annars vegar teknar af markaðsástæðum og hins vegar af mati launagreiðenda á virði einstakra starfa fyrir viðkomandi stofnanir og fyrirtæki, sem getur verið mjög ólíkt. Skuldbinding forsenda sáttar Ekki er hægt að líta fram hjá því að núgildandi fyrirkomulag við gerð kjarasamninga, þar sem hver hópur rekur sjálfstæða kjarastefnu, vinnur gegn sátt á vinnumarkaði um virði starfa. Í því ljósi hafa SA kallað eftir því að aðilar vinnumarkaðarins, stéttarfélög og sambönd þeirra, skuldbindi sig til að standa vörð um endurmat á virði starfa, en það er forsenda þess að endurmat eins hóps leiði ekki til samsvarandi kröfugerðar annars. Hafa ber í huga að hlutfall kvenna í starfsstéttum þar sem greidd eru tiltölulega há laun hefur hækkað stöðugt undanfarin ár á meðan það hefur lækkað í starfsstéttum sem greiða tiltölulega lág laun. Sú þróun hefur leitt til þess að launamunur kynjanna hefur dregist saman. SA hafa bent á fjölmargar leiðir sem vænlegar eru til árangurs, t.d. brúun umönnunarbilsins, öruggt félagslegt vinnuumhverfi og breytingar á skipulagi vinnumarkaðarins, þ.e. að stuðlað sé að auknum hlut dagvinnulauna í heildarlaunum sem hefur áhrif á mun á heildarlaunum karla og kvenna. Aftur á móti telja SA íþyngjandi kvaðir á fyrirtæki ekki vænlega leið til árangurs á þessari vegferð. Höfundur er lögmaður á vinnumarkaðssviði SA.
Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir Skoðun
Skoðun Tími til kerfisbundinna breytinga í samfélagstúlkun – ákall til stjórnvalda Anna Karen Svövudóttir skrifar
Skoðun Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Borgarlína, barnleysi og bíllaus lífstíll – hentar það Kópavogi? Einar Jóhannes Guðnason skrifar
Skoðun Kynbundinn munur í tekjum á efri árum Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Hvalveiðar eru ekki mannréttindi. Þetta er atvinnugrein sem hefur mistekist Ed Goodall skrifar
Skoðun Áskorun til Alþingis: Tryggið almannahagsmuni - afnemið samkeppnisundanþágu afurðastöðvanna Benedikt S. Benediktsson,Breki Karlsson,Halla Gunnarsdóttir,Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Guðmundur Hrafn Arngrímsson er maður sem hefur aldrei rúllað sexum Kristján Blöndal skrifar
Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir Skoðun