Aurarnir hverfa Kristinn Haukur Guðnason skrifar 13. apríl 2023 16:22 Aurarnir eru fyrir löngu horfnir sem mynt og munu á morgun hverfa úr greiðslukortakerfum. Í fyrramálið á morgun, föstudaginn 14. apríl, verða aukastafirnir fjarlægðir úr meðhöndlun íslenskrar krónu í alþjóðlegum kerfum kortafyrirtækjanna Visa og American Express. Laugardaginn 15. apríl gerist slíkt hið sama hjá Mastercard. Samkvæmt greiðslumiðlunarfyrirtækinu Rapyd.net er þessi kerfisbreyting gerð að frumkvæði kortafyrirtækjanna til þess að lagfæra ósamræmi gagnvart ISO staðli um gjaldmiðla. Þetta getur haft áhrif á það hvernig upphæðir færslna birtast korthöfum. Rapyd búast ekki við því að upp komi nein vandkvæði vegna þessarar breytingar. Unnið hafi verið að því að fyrirbyggja slíkt. „Ef óvænt tilvik koma upp sem varða misræmi í upphæðum þá hvetjum við korthafa til að hafa samband við viðskiptabanka sinn og söluaðila að hafa samband við Rapyd til að fá það leiðrétt,“ segir Jónína Ingvadóttir markaðsstjóri Rapyd. „Gagnvart íslenskum korthöfum mun ekkert breytast. Seðlabanki kemur ekki að þessu máli um helgina á neinn hátt og breytingin er til góðs út frá öryggi greiðslukortaviðskipta. Einingarverð einstakra vara á Íslandi mun áfram geta verið tilgreint í aurum en heildarfjárhæð kortafærslu verður tilgreint í heilum krónum,“ segir Sigurður Valgeirsson upplýsingafulltrúi Seðlabankans um breytinguna. En PayPal hafa einnig tilkynnt að aurarnir hverfi úr þeirra kerfi. Tilgangur laga að draga úr sviksamlegum færslum Samkvæmt Seðlabankanum er bakgrunnur málsins sá að í apríl 1998 samþykkti Alþingi breytingu á gjaldmiðlalögum er hljóðar svo: „Að tillögu Seðlabanka Íslands er ráðherra heimilt að ákveða að fjárhæð sérhverrar kröfu eða reiknings skuli greind og greidd með heilli krónu. Skal lægri fjárhæð en fimmtíu aurum sleppt, en fimmtíu aurar eða hærri fjárhæð hækkuð í eina krónu.“ Í september 2002 var svo sett reglugerð um að heildarfjárhæð sérhverrar kröfu eða reiknings skyldi greind og greidd með heilli krónu. „Hins vegar skyldu aurar eftir sem áður vera til sem eining í gjaldmiðli Íslands jafnvel þótt sláttu aura hafi verið hætt. Aurar eru enn þá notaðir í viðskiptum á Íslandi og svo mun vera áfram í einstökum viðskiptum svo sem við kaup á olíu og bensíni þar sem lítraverð er tilgreint í aurum en heildarreikningsfjárhæð færð upp eða niður í heila krónu gagnvart kaupanda,“ segir Sigurður. Var ISO staðli íslensku krónunnar breytt til samræmis við þetta og hafa greiðslukortasamsteypurnar viljað gera slíkt hið sama. „Þannig breyting hefði haft áhrif á hugbúnað í öllum posum á Íslandi samtímis auk þess sem allir útgefendur á Íslandi þyrftu að breyta sínum kerfum samtímis. Undanþága var veitt af alþjóðlegu kortasamsteypunum gagnvart íslenskum útgefendum hvað þetta varðaði en nú var komið að því út frá öryggi í greiðslumiðlun þ.e. sterkri sannvottun að ráðast þurfti í ofangreindar breytingar,“ segir Sigurður. Frá 2021 hafa kortasamsteypurnar og EBA, bankastofnun Evrópu, gert kröfu um að útgefendur og færsluhirðar uppfylli kröfu Evróputilskipunar um greiðsluþjónustu til sterkrar sannvottunar. „Tilgangurinn er að draga úr sviksamlegum færslum og tryggja að korthafi sé sá eini sem getur heimilað færslu,“ Greiðslumiðlun Íslenska krónan Tengdar fréttir Paypal kastar íslenska aurnum Bandaríska greiðslumiðlunarsíðan Paypal ætlar að hætta notkun aukastafa í færslum með íslensku krónunni á föstudag. Breytingin er sögð í samræmi við leiðbeiningar Seðlabanka Íslands þrátt fyrir að tuttugu ár séu frá því að allar greiðslur urðu í heilum krónum á Íslandi. 12. apríl 2023 22:25 Mest lesið Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Neytendur Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Sjá meira
Samkvæmt greiðslumiðlunarfyrirtækinu Rapyd.net er þessi kerfisbreyting gerð að frumkvæði kortafyrirtækjanna til þess að lagfæra ósamræmi gagnvart ISO staðli um gjaldmiðla. Þetta getur haft áhrif á það hvernig upphæðir færslna birtast korthöfum. Rapyd búast ekki við því að upp komi nein vandkvæði vegna þessarar breytingar. Unnið hafi verið að því að fyrirbyggja slíkt. „Ef óvænt tilvik koma upp sem varða misræmi í upphæðum þá hvetjum við korthafa til að hafa samband við viðskiptabanka sinn og söluaðila að hafa samband við Rapyd til að fá það leiðrétt,“ segir Jónína Ingvadóttir markaðsstjóri Rapyd. „Gagnvart íslenskum korthöfum mun ekkert breytast. Seðlabanki kemur ekki að þessu máli um helgina á neinn hátt og breytingin er til góðs út frá öryggi greiðslukortaviðskipta. Einingarverð einstakra vara á Íslandi mun áfram geta verið tilgreint í aurum en heildarfjárhæð kortafærslu verður tilgreint í heilum krónum,“ segir Sigurður Valgeirsson upplýsingafulltrúi Seðlabankans um breytinguna. En PayPal hafa einnig tilkynnt að aurarnir hverfi úr þeirra kerfi. Tilgangur laga að draga úr sviksamlegum færslum Samkvæmt Seðlabankanum er bakgrunnur málsins sá að í apríl 1998 samþykkti Alþingi breytingu á gjaldmiðlalögum er hljóðar svo: „Að tillögu Seðlabanka Íslands er ráðherra heimilt að ákveða að fjárhæð sérhverrar kröfu eða reiknings skuli greind og greidd með heilli krónu. Skal lægri fjárhæð en fimmtíu aurum sleppt, en fimmtíu aurar eða hærri fjárhæð hækkuð í eina krónu.“ Í september 2002 var svo sett reglugerð um að heildarfjárhæð sérhverrar kröfu eða reiknings skyldi greind og greidd með heilli krónu. „Hins vegar skyldu aurar eftir sem áður vera til sem eining í gjaldmiðli Íslands jafnvel þótt sláttu aura hafi verið hætt. Aurar eru enn þá notaðir í viðskiptum á Íslandi og svo mun vera áfram í einstökum viðskiptum svo sem við kaup á olíu og bensíni þar sem lítraverð er tilgreint í aurum en heildarreikningsfjárhæð færð upp eða niður í heila krónu gagnvart kaupanda,“ segir Sigurður. Var ISO staðli íslensku krónunnar breytt til samræmis við þetta og hafa greiðslukortasamsteypurnar viljað gera slíkt hið sama. „Þannig breyting hefði haft áhrif á hugbúnað í öllum posum á Íslandi samtímis auk þess sem allir útgefendur á Íslandi þyrftu að breyta sínum kerfum samtímis. Undanþága var veitt af alþjóðlegu kortasamsteypunum gagnvart íslenskum útgefendum hvað þetta varðaði en nú var komið að því út frá öryggi í greiðslumiðlun þ.e. sterkri sannvottun að ráðast þurfti í ofangreindar breytingar,“ segir Sigurður. Frá 2021 hafa kortasamsteypurnar og EBA, bankastofnun Evrópu, gert kröfu um að útgefendur og færsluhirðar uppfylli kröfu Evróputilskipunar um greiðsluþjónustu til sterkrar sannvottunar. „Tilgangurinn er að draga úr sviksamlegum færslum og tryggja að korthafi sé sá eini sem getur heimilað færslu,“
Greiðslumiðlun Íslenska krónan Tengdar fréttir Paypal kastar íslenska aurnum Bandaríska greiðslumiðlunarsíðan Paypal ætlar að hætta notkun aukastafa í færslum með íslensku krónunni á föstudag. Breytingin er sögð í samræmi við leiðbeiningar Seðlabanka Íslands þrátt fyrir að tuttugu ár séu frá því að allar greiðslur urðu í heilum krónum á Íslandi. 12. apríl 2023 22:25 Mest lesið Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Neytendur Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Sjá meira
Paypal kastar íslenska aurnum Bandaríska greiðslumiðlunarsíðan Paypal ætlar að hætta notkun aukastafa í færslum með íslensku krónunni á föstudag. Breytingin er sögð í samræmi við leiðbeiningar Seðlabanka Íslands þrátt fyrir að tuttugu ár séu frá því að allar greiðslur urðu í heilum krónum á Íslandi. 12. apríl 2023 22:25