Seldi milljarðamæringi fasteignir án þess að gefa það upp Kjartan Kjartansson skrifar 13. apríl 2023 23:04 Clarence Thomas og milljarðamæringurinn Harlan Crow eru gamlir vinir. Dómarinn hefur þegið nær árlegar lúxusferðir frá vini sínum sem hann hefur aldrei gert grein fyrir. AP/J. Scott Applewhite Bandarískur hæstaréttardómari seldi milljarðamæringi og þekktum bakhjarli Repúblikanaflokksins fasteignir án þess að geta þess í hagsmunaskráningu sinni. Áður hafði verið upplýst að dómarinn þáði lúxusferðir frá milljarðamæringnum sem hann gerði aldrei grein fyrir. Rannsóknarblaðamennskusamtökin Pro Publica greindu nýlega frá fjölda lúxusferða sem Clarence Thomas, íhaldssamasti dómarinn við Hæstarétt Bandaríkjanna, hefur þegið frá Harlan Crow, milljarðamæringi frá Texas sem hefur styrkt Repúblikanaflokkinn um árabil. Thomas og Crow eru vinir og skráði dómarinn ferðirnar, sem Crow greiddi fyrir, ekki í hagsmunaskráningu sína. Bar hann því við að hann hafi aðeins notið „gestrisni“ vinar síns og honum hafi ekki borið að skrá það. Thomas og eiginkona hans hafa þegið ferðir frá Crow á næstum hverju ári undanfarna tvo áratugi. Nú greinir sami miðill frá því að Crow hafi keypt tvær auðar lóðir og hús móður Thomas í Georgíu af dómaranum. Thomas gat viðskiptanna heldur ekki hagsmunaskráningu sinni. Pro Publica segir þetta fyrsta staðfesta dæmið um að Thomas hafi tekið beint við fé frá Crow. Lét strax gera upp hús móður dómarans Opinber gögn sýna að félag í eigu Crow greiddi Thomas, móður hans og fjölskyldu látins bróður dómarans rúmlega 133.000 dollara, jafnvirði rúmlega átján milljóna íslenskra króna, árið 2014. Skömmu eftir viðskiptin lét Crow gera upp hús móður Thomas fyrir tugi þúsunda dollara, milljónir íslenskra króna. Samkvæmt lögum bar Thomas að gera grein fyrir viðskiptunum en það gerði hann aldrei. Sérfræðingar sem Pro Publica ræddi við telja að Thomas hafi þannig brotið lög. Thomas svaraði ekki spurningum miðilsins vegna umfjöllunarinnar. Crow svaraði heldur ekki spurningum miðilsins en sendi frá sér yfirlýsingu þar sem hann sagðist meðal annars ætla að breyta húsi móður Thomas í safn til að segja sögu dómarans. NEW: Billionaire Harlan Crow bought property from Clarence Thomas in undisclosed real estate deal.Crow netted two vacant lots and the house where Thomas elderly mother was living. It s unclear if he paid fair market value.https://t.co/j9byPGpUnIw/ @js_kaplan @Amierjeski— Justin Elliott (@JustinElliott) April 13, 2023 Öldungadeildarþingmenn demókrata hafa hvatt John Roberts, forseta hæstaréttar, til þesss að rannsaka boðsferðir Thomas með Crow. Samkvæmt umfjöllun Pro Publica hefði ein ferða Thomas með Crow til Indónesíu getað kostað hann um hálfa milljón dollara, hátt í 68 milljónir króna, ef hann hefði þurft að greiða sjálfur fyrir leiguflugvél og snekkju. Bandaríkin Hæstiréttur Bandaríkjanna Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Innlent Fleiri fréttir Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Sjá meira
Rannsóknarblaðamennskusamtökin Pro Publica greindu nýlega frá fjölda lúxusferða sem Clarence Thomas, íhaldssamasti dómarinn við Hæstarétt Bandaríkjanna, hefur þegið frá Harlan Crow, milljarðamæringi frá Texas sem hefur styrkt Repúblikanaflokkinn um árabil. Thomas og Crow eru vinir og skráði dómarinn ferðirnar, sem Crow greiddi fyrir, ekki í hagsmunaskráningu sína. Bar hann því við að hann hafi aðeins notið „gestrisni“ vinar síns og honum hafi ekki borið að skrá það. Thomas og eiginkona hans hafa þegið ferðir frá Crow á næstum hverju ári undanfarna tvo áratugi. Nú greinir sami miðill frá því að Crow hafi keypt tvær auðar lóðir og hús móður Thomas í Georgíu af dómaranum. Thomas gat viðskiptanna heldur ekki hagsmunaskráningu sinni. Pro Publica segir þetta fyrsta staðfesta dæmið um að Thomas hafi tekið beint við fé frá Crow. Lét strax gera upp hús móður dómarans Opinber gögn sýna að félag í eigu Crow greiddi Thomas, móður hans og fjölskyldu látins bróður dómarans rúmlega 133.000 dollara, jafnvirði rúmlega átján milljóna íslenskra króna, árið 2014. Skömmu eftir viðskiptin lét Crow gera upp hús móður Thomas fyrir tugi þúsunda dollara, milljónir íslenskra króna. Samkvæmt lögum bar Thomas að gera grein fyrir viðskiptunum en það gerði hann aldrei. Sérfræðingar sem Pro Publica ræddi við telja að Thomas hafi þannig brotið lög. Thomas svaraði ekki spurningum miðilsins vegna umfjöllunarinnar. Crow svaraði heldur ekki spurningum miðilsins en sendi frá sér yfirlýsingu þar sem hann sagðist meðal annars ætla að breyta húsi móður Thomas í safn til að segja sögu dómarans. NEW: Billionaire Harlan Crow bought property from Clarence Thomas in undisclosed real estate deal.Crow netted two vacant lots and the house where Thomas elderly mother was living. It s unclear if he paid fair market value.https://t.co/j9byPGpUnIw/ @js_kaplan @Amierjeski— Justin Elliott (@JustinElliott) April 13, 2023 Öldungadeildarþingmenn demókrata hafa hvatt John Roberts, forseta hæstaréttar, til þesss að rannsaka boðsferðir Thomas með Crow. Samkvæmt umfjöllun Pro Publica hefði ein ferða Thomas með Crow til Indónesíu getað kostað hann um hálfa milljón dollara, hátt í 68 milljónir króna, ef hann hefði þurft að greiða sjálfur fyrir leiguflugvél og snekkju.
Bandaríkin Hæstiréttur Bandaríkjanna Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Innlent Fleiri fréttir Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Sjá meira