Daníel Guðjohnsen orðlaus í aðalliðið: „Besta tilfinning sem ég hef fundið“ Sindri Sverrisson skrifar 14. apríl 2023 08:31 Daníel Tristan Guðjohnsen gæti mögulega spilað sína fyrstu leiki í sænsku úrvalsdeildinni í ár, sautján ára gamall. malmoff.se Þrátt fyrir að hafa rétt orðið 17 ára í síðasta mánuði þá er knattspyrnumaðurinn Daníel Tristan Guðjohnsen búinn að vinna sér inn sæti í aðalliðshópi sænska úrvalsdeildarfélagsins Malmö. Daníel kom til Malmö í fyrra og elti þannig bræður sína, Svein Aron og Andra Lucas, sem báðir spila í Svíþjóð. Daníel hafði áður verið í yngri flokkum Real Madrid og Barcelona en hann ólst upp á Spáni þar sem Eiður Smári, pabbi hans, lék með Barcelona á sínum tíma. Í frétt Fotbollskanalen segir að Daníel hafi staðið sig vel á undirbúningstímabilinu í vetur með Malmö og því verið verðlaunaður með aðalliðssamningi. Eftir að nokkrir framherjar höfðu yfirgefið Malmö eða sest í helgan stein í vetur var Isaac Kiese Thelin eini eiginlegi framherjinn á lista á heimasíðu Malmö. En það breyttist þegar Daníel var færður upp úr U19-liðinu, ásamt varnarmanninum Elison Makolli. Daníel segir markmið sitt hafa verið að ná að spila í sænsku úrvalsdeildinni sem fyrst en hlutirnir hafi þó gerst hraðar en hann reiknaði með: „Þegar þeir sögðu að ég myndi færast upp í A-liðið þá var það besta tilfinning sem ég hef nokkurn tímann fundið. Ég varð eiginlega orðlaus,“ sagði Daníel við Fotbollskanalen. „Eftir að Buya [Mohamed Buya Turay, fyrrverandi framherji Malmö] fór var ljóst að þeir myndu ná í einhvern úr akademíunni til að æfa með liðinu. Þeir sáu möguleika í mér, vildu sjá hvernig ég stæði mig og sögðu svo að ég hefði gert vel, og héldu mér því inni,“ sagði Daníel sem nýtur þess að vera farinn að æfa með fullorðnum. „Frábært að æfa með stærri og sterkari leikmönnum“ „Já, ég fæ mikla reynslu út úr því að æfa með liðinu. Það er frábært að æfa með stærri og sterkari leikmönnum. Ef það er þörf á mér þá verð ég tilbúinn. Þegar rétti tíminn kemur þá fæ ég tækifæri og ég er ekkert að stressa mig á því eða finn fyrir neinni pressu,“ sagði Daníel sem setur nú stefnuna á að spila fleiri en einn leik í sumar í sænsku úrvalsdeildinni. Hann kvaðst sérstaklega horfa til leiksins við Norrköping sem fram fer eftir tíu daga en þar er mögulegt að Daníel mæti Andra bróður sínum. Sveinn Aron og Andri Lucas hafa báðir spilað fyrir A-landslið Íslands eins og pabbi þeirra og afi, Arnór Guðjohnsen, og Daníel á að baki 17 leiki fyrir yngri landslið Íslands, þar af tvo fyrir U19-liðið. Sænski boltinn Mest lesið Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fótbolti Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Íslenski boltinn Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Hafþór Júlíus í öðru sæti eftir fyrri daginn Sport Fá íþróttahæfileikana sína frekar frá móður sinni Sport Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Fótbolti Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Körfubolti Fleiri fréttir Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Daníel Tristan lagði upp mark en það var ekki nóg gegn toppliðinu Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Í beinni: FHL - FH | Hafnfirðingar fyrir austan Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Segja Sölva hæðast að Bröndby Fékk flugeld í punginn í leik Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Þór lagði Fylki og þjarma að toppliðunum í Lengjudeildinni Jón Daði í hóp hjá Selfossi í fyrsta sinn í sumar Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United „Pele Palestínu“ drepinn á Gaza-ströndinni „Eigum von á því að fá þetta tjón að fullu bætt“ Enska augnablikið: Geðsturlun Georgíumannsins Norska sambandið vill banna fótboltaleiki innanhúss Galdur orðinn leikmaður KR „Algjörlega óásættanlegt“ og stuðningsmennirnir verða settir í bann Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? Röddin við það að brotna í hjartnæmri ræðu Cloé Eyju Sjáðu mörkin sem gerðu stuðningsmenn Bröndby alveg bandbrjálaða Sjá meira
Daníel kom til Malmö í fyrra og elti þannig bræður sína, Svein Aron og Andra Lucas, sem báðir spila í Svíþjóð. Daníel hafði áður verið í yngri flokkum Real Madrid og Barcelona en hann ólst upp á Spáni þar sem Eiður Smári, pabbi hans, lék með Barcelona á sínum tíma. Í frétt Fotbollskanalen segir að Daníel hafi staðið sig vel á undirbúningstímabilinu í vetur með Malmö og því verið verðlaunaður með aðalliðssamningi. Eftir að nokkrir framherjar höfðu yfirgefið Malmö eða sest í helgan stein í vetur var Isaac Kiese Thelin eini eiginlegi framherjinn á lista á heimasíðu Malmö. En það breyttist þegar Daníel var færður upp úr U19-liðinu, ásamt varnarmanninum Elison Makolli. Daníel segir markmið sitt hafa verið að ná að spila í sænsku úrvalsdeildinni sem fyrst en hlutirnir hafi þó gerst hraðar en hann reiknaði með: „Þegar þeir sögðu að ég myndi færast upp í A-liðið þá var það besta tilfinning sem ég hef nokkurn tímann fundið. Ég varð eiginlega orðlaus,“ sagði Daníel við Fotbollskanalen. „Eftir að Buya [Mohamed Buya Turay, fyrrverandi framherji Malmö] fór var ljóst að þeir myndu ná í einhvern úr akademíunni til að æfa með liðinu. Þeir sáu möguleika í mér, vildu sjá hvernig ég stæði mig og sögðu svo að ég hefði gert vel, og héldu mér því inni,“ sagði Daníel sem nýtur þess að vera farinn að æfa með fullorðnum. „Frábært að æfa með stærri og sterkari leikmönnum“ „Já, ég fæ mikla reynslu út úr því að æfa með liðinu. Það er frábært að æfa með stærri og sterkari leikmönnum. Ef það er þörf á mér þá verð ég tilbúinn. Þegar rétti tíminn kemur þá fæ ég tækifæri og ég er ekkert að stressa mig á því eða finn fyrir neinni pressu,“ sagði Daníel sem setur nú stefnuna á að spila fleiri en einn leik í sumar í sænsku úrvalsdeildinni. Hann kvaðst sérstaklega horfa til leiksins við Norrköping sem fram fer eftir tíu daga en þar er mögulegt að Daníel mæti Andra bróður sínum. Sveinn Aron og Andri Lucas hafa báðir spilað fyrir A-landslið Íslands eins og pabbi þeirra og afi, Arnór Guðjohnsen, og Daníel á að baki 17 leiki fyrir yngri landslið Íslands, þar af tvo fyrir U19-liðið.
Sænski boltinn Mest lesið Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fótbolti Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Íslenski boltinn Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Hafþór Júlíus í öðru sæti eftir fyrri daginn Sport Fá íþróttahæfileikana sína frekar frá móður sinni Sport Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Fótbolti Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Körfubolti Fleiri fréttir Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Daníel Tristan lagði upp mark en það var ekki nóg gegn toppliðinu Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Í beinni: FHL - FH | Hafnfirðingar fyrir austan Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Segja Sölva hæðast að Bröndby Fékk flugeld í punginn í leik Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Þór lagði Fylki og þjarma að toppliðunum í Lengjudeildinni Jón Daði í hóp hjá Selfossi í fyrsta sinn í sumar Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United „Pele Palestínu“ drepinn á Gaza-ströndinni „Eigum von á því að fá þetta tjón að fullu bætt“ Enska augnablikið: Geðsturlun Georgíumannsins Norska sambandið vill banna fótboltaleiki innanhúss Galdur orðinn leikmaður KR „Algjörlega óásættanlegt“ og stuðningsmennirnir verða settir í bann Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? Röddin við það að brotna í hjartnæmri ræðu Cloé Eyju Sjáðu mörkin sem gerðu stuðningsmenn Bröndby alveg bandbrjálaða Sjá meira
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti