Samskip fá vetnisknúin flutningaskip Máni Snær Þorláksson skrifar 14. apríl 2023 10:11 Samskip hafa samið um smíði tveggja vetnisknúinna flutningaskipa. Aðsend Samskip hafa samið um smíði á tveimur vetnisknúnum flutningaskipum. Um er að ræða skip sem ætluð eru til notkunar á skemmri siglingaleiðum í Evrópu. Félagið segir að samningurinn sé skref í átt að útblásturlausum skipaflutningum. Í tilkynningu frá Samskipum kemur fram að vetnisknúnu skipin munu flytja vörur milli Noregs og Hollands. Þau verða meðal fyrstu gámaflutningaskipa heims á skemmri flutningsleiðum sem ganga á grænu vetni án útblásturs sem mengar. Þá segir að skipin verði einnig útblásturslaus í viðkomuhöfn með notkun grænnar landorku. Samskip sömdu við indversku skipasmíðastöðina Cochin Shipyard Ltd. um smíði skipanna. Hönnun þeirra er unnin í samstarfi við Naval Dynamics í Noregi. Birkir Hólm Guðnason, forstjóri Samskipa hér á landi, segir hönnun og smíði skipanna vera stórt skref í átt að sjálfbærnimarkmiðum félagsins: „Við erum afar stolt af þátttökunni í þessu verkefni, enda er baráttan við loftslagsbreytingar einhver sú mikilvægasta sem allar þjóðir standa frammi fyrir. Samskip starfa um heim allan og leggja sig fram um að vera fremst í flokki við að draga úr umhverfisáhrifum í flutningastarfsemi.“ Þá segir Þórunn Inga Ingjaldsdóttir, forstöðumaður Markaðs- og samskiptadeildar Samskipa að sjálfbærni sé samofin kjarnastefnu félagsins. Markmiðið sé að ná kolefnishlutleysi fyrir árið 2040. „Í skipaflutningum til og frá Íslandi árið 2022 minnkaði útblástur CO2 á hverja flutningseiningu um 15,2% milli ára og hafði þá dregist saman um 35,1% frá 2019. Þar spila saman aukin notkun lífdísils og bætt nýting í flutningskerfum Samskipa. Vetnisskipin eru afar spennandi kostur notkun þeirra í Noregi kemur til með að kenna okkur mikið um mögulega notkun slíkra skipa víðar í flutningskerfi Samskipa.“ Skipaflutningar Loftslagsmál Mest lesið 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Fleiri fréttir 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Láta af óheimilli ríkisaðstoð við Sorpu Markaðurinn væntir vaxtalækkana Spá þriggja prósenta verðbólgu á næsta ári Breytingar hjá Arctic Adventures með nýju skipuriti Kolefnisförgunarstöð metin með hagsmuni íbúa að leiðarljósi Hæstiréttur tekur deilur Vinnslustöðvarinnar og ríkisins fyrir Nýir forstöðumenn hjá Motus Landsbankinn sé „svo sannarlega“ enn banki allra landsmanna Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Sjá meira
Í tilkynningu frá Samskipum kemur fram að vetnisknúnu skipin munu flytja vörur milli Noregs og Hollands. Þau verða meðal fyrstu gámaflutningaskipa heims á skemmri flutningsleiðum sem ganga á grænu vetni án útblásturs sem mengar. Þá segir að skipin verði einnig útblásturslaus í viðkomuhöfn með notkun grænnar landorku. Samskip sömdu við indversku skipasmíðastöðina Cochin Shipyard Ltd. um smíði skipanna. Hönnun þeirra er unnin í samstarfi við Naval Dynamics í Noregi. Birkir Hólm Guðnason, forstjóri Samskipa hér á landi, segir hönnun og smíði skipanna vera stórt skref í átt að sjálfbærnimarkmiðum félagsins: „Við erum afar stolt af þátttökunni í þessu verkefni, enda er baráttan við loftslagsbreytingar einhver sú mikilvægasta sem allar þjóðir standa frammi fyrir. Samskip starfa um heim allan og leggja sig fram um að vera fremst í flokki við að draga úr umhverfisáhrifum í flutningastarfsemi.“ Þá segir Þórunn Inga Ingjaldsdóttir, forstöðumaður Markaðs- og samskiptadeildar Samskipa að sjálfbærni sé samofin kjarnastefnu félagsins. Markmiðið sé að ná kolefnishlutleysi fyrir árið 2040. „Í skipaflutningum til og frá Íslandi árið 2022 minnkaði útblástur CO2 á hverja flutningseiningu um 15,2% milli ára og hafði þá dregist saman um 35,1% frá 2019. Þar spila saman aukin notkun lífdísils og bætt nýting í flutningskerfum Samskipa. Vetnisskipin eru afar spennandi kostur notkun þeirra í Noregi kemur til með að kenna okkur mikið um mögulega notkun slíkra skipa víðar í flutningskerfi Samskipa.“
Skipaflutningar Loftslagsmál Mest lesið 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Fleiri fréttir 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Láta af óheimilli ríkisaðstoð við Sorpu Markaðurinn væntir vaxtalækkana Spá þriggja prósenta verðbólgu á næsta ári Breytingar hjá Arctic Adventures með nýju skipuriti Kolefnisförgunarstöð metin með hagsmuni íbúa að leiðarljósi Hæstiréttur tekur deilur Vinnslustöðvarinnar og ríkisins fyrir Nýir forstöðumenn hjá Motus Landsbankinn sé „svo sannarlega“ enn banki allra landsmanna Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Sjá meira