Ómögulegt að nálgast hleðslustöð ON á hjólastól Kristinn Haukur Guðnason skrifar 14. apríl 2023 11:28 Hleðslustöðin er rammgirt með steyptum stöplum og kanti. Hleðslustöð Orku náttúrunnar við Glerártorg á Akureyri er stúkuð af með steyptum stöplum og fólk í hjólastólum kemst ekki að henni. Tvö ár eru síðan ON undirritaði samstarfssamning við Sjálfsbjörgu um aðgengi hreyfihamlaðra að hleðslustöðvum um land allt. Jón Gunnar Benjamínsson, framkvæmdastjóri ferðaþjónustufyrirtækis sem er í hjólastól, benti á þetta á samfélagsmiðlum í gær og hefur færslan vakið nokkra athygli. „Það eru staurar á alla kanta og ómögulegt að nálgast hana, sama úr hvaða átt maður kemur,“ segir Jón Gunnar við Vísi. Hann segir þetta ekki í eina skiptið sem hann hefur séð hleðslustöð með slæmt aðgengi en þetta sé þó líklega svæsnasta dæmið. „Aðgengi að hleðslustöðvum er ekki vel gott, heilt á litið. Það mætti að minnsta kosti vera betra,“ segir hann. Hleðslustöðin umrædda við Glerártorg á Akureyri.Jón Gunnar Benjamínsson Einn af þremur bræðrum Jóns Gunnars, Bergur Þorri, er líka í hjólastól og hann gerði athugasemd við þessa tilteknu hleðslustöð fyrir þremur árum síðan. „Á þessum tíma hefur ekkert verið gert,“ segir Jón Gunnar. „Mér finnst vont að segja að þeim sé alveg sama en ég veit ekki hvað ég á að halda. Sjálfsagt hefur þetta verið hugsunarleysi í upphafi. Því miður er erfitt að komast að annarri niðurstöðu en þetta sé sinnuleysi þegar búið er að benda á þetta.“ Gerðu samkomulag um aðgengi Það kann að skjóta skökku við að aðgengið sé svona slæmt í ljósi þess að þann 14. júní árið 2021 undirrituðu ON og Sjálfsbjörg samstarfssamning um aðgengi hreyfihamlaðra að allri þjónustu og hleðslustöðvum ON um allt land. Í tilkynningu ON við undirritunina kom fram að bílastæðin þyrftu að vera nægilega breið til þess að hjólastólanotendur komist auðveldlega í og úr bílnum. Stæðin þurfi að vera merkt og gjarnan staðsett eins nálægt áfangastað og hægt sé. „Mikilvægt er að tryggja að árekstursvarnir og háir kantsteinar án fláa hefti ekki aðgengi að hleðslunum,“ sagði þar. Við undirritun samkomulags ON og Sjálfsbjargar.ON Bergur Þorri var þá formaður Sjálfsbjargar en er nú formaður málefnahóps um aðgengi hjá Öryrkjabandalaginu. „ON hafa gert ágæta hluti á mörgum stöðum, til dæmis á hleðslustöðinni á hringvegi 1 við Víðigerði,“ segir Bergur þorri aðspurður um efndir ON á þessu samkomulagi. „Þessi stöð hefur því miður orðið út undan. Ég skildi þetta samkomulag þannig að þessi stöð yrði einhvern tímann tekin í gegn og ég held að það sé kominn tími til þess. En það gerist mjög hægt.“ Málefni fatlaðs fólks Hleðslustöðvar Akureyri Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Fleiri fréttir Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Sjá meira
Jón Gunnar Benjamínsson, framkvæmdastjóri ferðaþjónustufyrirtækis sem er í hjólastól, benti á þetta á samfélagsmiðlum í gær og hefur færslan vakið nokkra athygli. „Það eru staurar á alla kanta og ómögulegt að nálgast hana, sama úr hvaða átt maður kemur,“ segir Jón Gunnar við Vísi. Hann segir þetta ekki í eina skiptið sem hann hefur séð hleðslustöð með slæmt aðgengi en þetta sé þó líklega svæsnasta dæmið. „Aðgengi að hleðslustöðvum er ekki vel gott, heilt á litið. Það mætti að minnsta kosti vera betra,“ segir hann. Hleðslustöðin umrædda við Glerártorg á Akureyri.Jón Gunnar Benjamínsson Einn af þremur bræðrum Jóns Gunnars, Bergur Þorri, er líka í hjólastól og hann gerði athugasemd við þessa tilteknu hleðslustöð fyrir þremur árum síðan. „Á þessum tíma hefur ekkert verið gert,“ segir Jón Gunnar. „Mér finnst vont að segja að þeim sé alveg sama en ég veit ekki hvað ég á að halda. Sjálfsagt hefur þetta verið hugsunarleysi í upphafi. Því miður er erfitt að komast að annarri niðurstöðu en þetta sé sinnuleysi þegar búið er að benda á þetta.“ Gerðu samkomulag um aðgengi Það kann að skjóta skökku við að aðgengið sé svona slæmt í ljósi þess að þann 14. júní árið 2021 undirrituðu ON og Sjálfsbjörg samstarfssamning um aðgengi hreyfihamlaðra að allri þjónustu og hleðslustöðvum ON um allt land. Í tilkynningu ON við undirritunina kom fram að bílastæðin þyrftu að vera nægilega breið til þess að hjólastólanotendur komist auðveldlega í og úr bílnum. Stæðin þurfi að vera merkt og gjarnan staðsett eins nálægt áfangastað og hægt sé. „Mikilvægt er að tryggja að árekstursvarnir og háir kantsteinar án fláa hefti ekki aðgengi að hleðslunum,“ sagði þar. Við undirritun samkomulags ON og Sjálfsbjargar.ON Bergur Þorri var þá formaður Sjálfsbjargar en er nú formaður málefnahóps um aðgengi hjá Öryrkjabandalaginu. „ON hafa gert ágæta hluti á mörgum stöðum, til dæmis á hleðslustöðinni á hringvegi 1 við Víðigerði,“ segir Bergur þorri aðspurður um efndir ON á þessu samkomulagi. „Þessi stöð hefur því miður orðið út undan. Ég skildi þetta samkomulag þannig að þessi stöð yrði einhvern tímann tekin í gegn og ég held að það sé kominn tími til þess. En það gerist mjög hægt.“
Málefni fatlaðs fólks Hleðslustöðvar Akureyri Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Fleiri fréttir Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Sjá meira