Mjólkurafurðir hækka minnst í verði á Íslandi Erna Bjarnadóttir skrifar 14. apríl 2023 15:31 Um nýliðna páskahelgi steig formaður Viðreisnar fram í grein á Vísi og lýsti eigin undrun og skelfingu við að greiða fyrir mat á Íslandi. Var helst á henni að skilja að allt stafaði það af stöðu Mjólkursamsölunnar á markaði hérlendis og var engu til sparað í lýsingum á afleiðingum þess. Verðhækkanir á mjólk innan ESB og á Íslandi Nú er það staðreynd sem í engu var vikið að í þessari grein að hvergi innan ESB hafa mjólk og mjólkurvörur hækkað minna í verði sl. 12 mánuði en hér á landi. Þegar hækkanir milli febrúar 2022 og febrúar 2023 eru skoðaðar sést að á Íslandi hækkuðu mjólk og mjólkurvörur um 13,4% en um 28,4% að meðaltali í ESB, minnst á Möltu um 13,5%. Undanfarin þrjú ár hafa dunið á nær fordæmalausar hækkanir á verði margra mikilvægra aðfanga til matvælaframleiðslu. Þannig geta kúabændur lesið í bókhaldi sínu að á síðastliðnum þremur árum hefur hækkun aðfanga til mjólkurframleiðslu meðal annars birst í 110% hækkun á áburði, 50% hækkun á kjarnfóðri, 76% hækkun á olíu og 70% hækkun á rúlluplasti. Á þessum tíma, frá 1. janúar 2020, hefur verð til mjólkurframleiðenda hins vegar hækkað um 34,7% sem hefur þó ekki dugað til að standa undir þeim kostnaðarhækkunum sem bændur hafa orðið fyrir. Með öðrum orðum bændur hafa engar launahækkanir fengið á tímabilinu. Til samanburðar hefur mjólkurverð til danskra kúabænda hækkað um 80% á sama tíma. Tollaniðurfellingar á Spáni til lækkunar verðbólgu? En formaður Viðreisnar lætur gamminn síðan geisa áfram og bregður þar fyrir nokkurri „sannleiksförðun“ svo notað sé hugtak sem er fengið að láni frá lögfræðingi hér í borginni. Hún heldur því t.d. fram að niðurfelling tolla á matvöru hafi gefið góða raun sem viðbragð við verðbólgu á Spáni. Auðvitað ætti hún að vita betur. Spánn sem aðili að tollabandalagi ESB fellir ekki einhliða niður neina tolla. Það sem gerðist á Spáni var að virðisaukaskattur á mikilvægar matvörur var ýmist felldur niður (brauð, ostar, mjólk ávextir grænmeti og korn) eða lækkaður (pasta og matarolíur). Hér á landi hefur ekki verið valið að fara slíka leið. Þetta kann þó að skýrast af því að mjólkurverð á Spáni hækkaði sem dæmi um 25,3% á ársgrundvelli miðað við febrúar sl. og matvælaverð almennt um 16,7% meðan almenn verðbólga á sama tíma var 6% samkvæmt upplýsingum á vefsvæði ESB um fæðuöryggi. Er betra að veifa röngu tré en öngvu? Ekki er heldur hægt annað en að kalla það „sannleiksförðun“ að segja Mjólkursamsöluna vera einokunarfyrirtæki sem hafi komist í þá stöðu í skjóli verndartolla. Mjólkursamsalan telst vissulega hafa markaðsráðandi stöðu en hefur um leið ríkar skyldur. Eigendur hennar bera þá skyldu að sækja og kaupa alla mjólk sem bændur framleiða á sama verði um allt land, verði sem ákveðið er af opinberri nefnd. Á sama hátt greiða kaupendur vara frá MS sama verð hvar sem er á landinu. Tollar á innfluttar mjólkurvörur eru hluti af starfsumhverfi kúabænda sem saman eiga MS (Auðhumla sem er samvinnufélag kúabænda að 80% og Kaupfélags Skagfirðinga sem m.a. er í eigu kúabænda í Skagafirði að 20%). Mjólkursamsalan ehf er því fyrirtæki í eigu þessara framleiðenda og starfar á grundvelli 71. greinar búvörulaga sem fyrrverandi sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra ætti að þekkja til. Afurðir fyrirtækisins eru einnig að stórum hluta verðlagðar af opinberri nefnd. Gleðilega páska 2024 Það verður eflaust margt ritað og rætt um matvælaverð næsta árið en páskana 2024 ber þá upp á sunnudaginn 31. mars. Vonandi mun þau sem þátt taka í þeim umræðum halda sig við efnislegar staðreyndir en ekki slengja fram fullyrðingum sem standast ekki skoðun. Höfundur er hagfræðingur og verkefnastjóri hjá Mjólkursamsölunni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Erna Bjarnadóttir Skattar og tollar Mest lesið Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir Skoðun Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Bandaríkjaher, upphaf og innleiðing vatnsúðakerfa Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samstarf og samhæfing á breiðum grunni þjóðaröryggis Víðir Reynisson skrifar Skoðun 10 tonn af textíl á dag Birgitta Stefánsdóttir,Freyja Pétursdóttir skrifar Skoðun Sjúkraliðar er fólkið sem skiptir máli Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Sjá meira
Um nýliðna páskahelgi steig formaður Viðreisnar fram í grein á Vísi og lýsti eigin undrun og skelfingu við að greiða fyrir mat á Íslandi. Var helst á henni að skilja að allt stafaði það af stöðu Mjólkursamsölunnar á markaði hérlendis og var engu til sparað í lýsingum á afleiðingum þess. Verðhækkanir á mjólk innan ESB og á Íslandi Nú er það staðreynd sem í engu var vikið að í þessari grein að hvergi innan ESB hafa mjólk og mjólkurvörur hækkað minna í verði sl. 12 mánuði en hér á landi. Þegar hækkanir milli febrúar 2022 og febrúar 2023 eru skoðaðar sést að á Íslandi hækkuðu mjólk og mjólkurvörur um 13,4% en um 28,4% að meðaltali í ESB, minnst á Möltu um 13,5%. Undanfarin þrjú ár hafa dunið á nær fordæmalausar hækkanir á verði margra mikilvægra aðfanga til matvælaframleiðslu. Þannig geta kúabændur lesið í bókhaldi sínu að á síðastliðnum þremur árum hefur hækkun aðfanga til mjólkurframleiðslu meðal annars birst í 110% hækkun á áburði, 50% hækkun á kjarnfóðri, 76% hækkun á olíu og 70% hækkun á rúlluplasti. Á þessum tíma, frá 1. janúar 2020, hefur verð til mjólkurframleiðenda hins vegar hækkað um 34,7% sem hefur þó ekki dugað til að standa undir þeim kostnaðarhækkunum sem bændur hafa orðið fyrir. Með öðrum orðum bændur hafa engar launahækkanir fengið á tímabilinu. Til samanburðar hefur mjólkurverð til danskra kúabænda hækkað um 80% á sama tíma. Tollaniðurfellingar á Spáni til lækkunar verðbólgu? En formaður Viðreisnar lætur gamminn síðan geisa áfram og bregður þar fyrir nokkurri „sannleiksförðun“ svo notað sé hugtak sem er fengið að láni frá lögfræðingi hér í borginni. Hún heldur því t.d. fram að niðurfelling tolla á matvöru hafi gefið góða raun sem viðbragð við verðbólgu á Spáni. Auðvitað ætti hún að vita betur. Spánn sem aðili að tollabandalagi ESB fellir ekki einhliða niður neina tolla. Það sem gerðist á Spáni var að virðisaukaskattur á mikilvægar matvörur var ýmist felldur niður (brauð, ostar, mjólk ávextir grænmeti og korn) eða lækkaður (pasta og matarolíur). Hér á landi hefur ekki verið valið að fara slíka leið. Þetta kann þó að skýrast af því að mjólkurverð á Spáni hækkaði sem dæmi um 25,3% á ársgrundvelli miðað við febrúar sl. og matvælaverð almennt um 16,7% meðan almenn verðbólga á sama tíma var 6% samkvæmt upplýsingum á vefsvæði ESB um fæðuöryggi. Er betra að veifa röngu tré en öngvu? Ekki er heldur hægt annað en að kalla það „sannleiksförðun“ að segja Mjólkursamsöluna vera einokunarfyrirtæki sem hafi komist í þá stöðu í skjóli verndartolla. Mjólkursamsalan telst vissulega hafa markaðsráðandi stöðu en hefur um leið ríkar skyldur. Eigendur hennar bera þá skyldu að sækja og kaupa alla mjólk sem bændur framleiða á sama verði um allt land, verði sem ákveðið er af opinberri nefnd. Á sama hátt greiða kaupendur vara frá MS sama verð hvar sem er á landinu. Tollar á innfluttar mjólkurvörur eru hluti af starfsumhverfi kúabænda sem saman eiga MS (Auðhumla sem er samvinnufélag kúabænda að 80% og Kaupfélags Skagfirðinga sem m.a. er í eigu kúabænda í Skagafirði að 20%). Mjólkursamsalan ehf er því fyrirtæki í eigu þessara framleiðenda og starfar á grundvelli 71. greinar búvörulaga sem fyrrverandi sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra ætti að þekkja til. Afurðir fyrirtækisins eru einnig að stórum hluta verðlagðar af opinberri nefnd. Gleðilega páska 2024 Það verður eflaust margt ritað og rætt um matvælaverð næsta árið en páskana 2024 ber þá upp á sunnudaginn 31. mars. Vonandi mun þau sem þátt taka í þeim umræðum halda sig við efnislegar staðreyndir en ekki slengja fram fullyrðingum sem standast ekki skoðun. Höfundur er hagfræðingur og verkefnastjóri hjá Mjólkursamsölunni.
Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun
Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun