Mjólkurafurðir hækka minnst í verði á Íslandi Erna Bjarnadóttir skrifar 14. apríl 2023 15:31 Um nýliðna páskahelgi steig formaður Viðreisnar fram í grein á Vísi og lýsti eigin undrun og skelfingu við að greiða fyrir mat á Íslandi. Var helst á henni að skilja að allt stafaði það af stöðu Mjólkursamsölunnar á markaði hérlendis og var engu til sparað í lýsingum á afleiðingum þess. Verðhækkanir á mjólk innan ESB og á Íslandi Nú er það staðreynd sem í engu var vikið að í þessari grein að hvergi innan ESB hafa mjólk og mjólkurvörur hækkað minna í verði sl. 12 mánuði en hér á landi. Þegar hækkanir milli febrúar 2022 og febrúar 2023 eru skoðaðar sést að á Íslandi hækkuðu mjólk og mjólkurvörur um 13,4% en um 28,4% að meðaltali í ESB, minnst á Möltu um 13,5%. Undanfarin þrjú ár hafa dunið á nær fordæmalausar hækkanir á verði margra mikilvægra aðfanga til matvælaframleiðslu. Þannig geta kúabændur lesið í bókhaldi sínu að á síðastliðnum þremur árum hefur hækkun aðfanga til mjólkurframleiðslu meðal annars birst í 110% hækkun á áburði, 50% hækkun á kjarnfóðri, 76% hækkun á olíu og 70% hækkun á rúlluplasti. Á þessum tíma, frá 1. janúar 2020, hefur verð til mjólkurframleiðenda hins vegar hækkað um 34,7% sem hefur þó ekki dugað til að standa undir þeim kostnaðarhækkunum sem bændur hafa orðið fyrir. Með öðrum orðum bændur hafa engar launahækkanir fengið á tímabilinu. Til samanburðar hefur mjólkurverð til danskra kúabænda hækkað um 80% á sama tíma. Tollaniðurfellingar á Spáni til lækkunar verðbólgu? En formaður Viðreisnar lætur gamminn síðan geisa áfram og bregður þar fyrir nokkurri „sannleiksförðun“ svo notað sé hugtak sem er fengið að láni frá lögfræðingi hér í borginni. Hún heldur því t.d. fram að niðurfelling tolla á matvöru hafi gefið góða raun sem viðbragð við verðbólgu á Spáni. Auðvitað ætti hún að vita betur. Spánn sem aðili að tollabandalagi ESB fellir ekki einhliða niður neina tolla. Það sem gerðist á Spáni var að virðisaukaskattur á mikilvægar matvörur var ýmist felldur niður (brauð, ostar, mjólk ávextir grænmeti og korn) eða lækkaður (pasta og matarolíur). Hér á landi hefur ekki verið valið að fara slíka leið. Þetta kann þó að skýrast af því að mjólkurverð á Spáni hækkaði sem dæmi um 25,3% á ársgrundvelli miðað við febrúar sl. og matvælaverð almennt um 16,7% meðan almenn verðbólga á sama tíma var 6% samkvæmt upplýsingum á vefsvæði ESB um fæðuöryggi. Er betra að veifa röngu tré en öngvu? Ekki er heldur hægt annað en að kalla það „sannleiksförðun“ að segja Mjólkursamsöluna vera einokunarfyrirtæki sem hafi komist í þá stöðu í skjóli verndartolla. Mjólkursamsalan telst vissulega hafa markaðsráðandi stöðu en hefur um leið ríkar skyldur. Eigendur hennar bera þá skyldu að sækja og kaupa alla mjólk sem bændur framleiða á sama verði um allt land, verði sem ákveðið er af opinberri nefnd. Á sama hátt greiða kaupendur vara frá MS sama verð hvar sem er á landinu. Tollar á innfluttar mjólkurvörur eru hluti af starfsumhverfi kúabænda sem saman eiga MS (Auðhumla sem er samvinnufélag kúabænda að 80% og Kaupfélags Skagfirðinga sem m.a. er í eigu kúabænda í Skagafirði að 20%). Mjólkursamsalan ehf er því fyrirtæki í eigu þessara framleiðenda og starfar á grundvelli 71. greinar búvörulaga sem fyrrverandi sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra ætti að þekkja til. Afurðir fyrirtækisins eru einnig að stórum hluta verðlagðar af opinberri nefnd. Gleðilega páska 2024 Það verður eflaust margt ritað og rætt um matvælaverð næsta árið en páskana 2024 ber þá upp á sunnudaginn 31. mars. Vonandi mun þau sem þátt taka í þeim umræðum halda sig við efnislegar staðreyndir en ekki slengja fram fullyrðingum sem standast ekki skoðun. Höfundur er hagfræðingur og verkefnastjóri hjá Mjólkursamsölunni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Erna Bjarnadóttir Skattar og tollar Mest lesið Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson skrifar Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Sjá meira
Um nýliðna páskahelgi steig formaður Viðreisnar fram í grein á Vísi og lýsti eigin undrun og skelfingu við að greiða fyrir mat á Íslandi. Var helst á henni að skilja að allt stafaði það af stöðu Mjólkursamsölunnar á markaði hérlendis og var engu til sparað í lýsingum á afleiðingum þess. Verðhækkanir á mjólk innan ESB og á Íslandi Nú er það staðreynd sem í engu var vikið að í þessari grein að hvergi innan ESB hafa mjólk og mjólkurvörur hækkað minna í verði sl. 12 mánuði en hér á landi. Þegar hækkanir milli febrúar 2022 og febrúar 2023 eru skoðaðar sést að á Íslandi hækkuðu mjólk og mjólkurvörur um 13,4% en um 28,4% að meðaltali í ESB, minnst á Möltu um 13,5%. Undanfarin þrjú ár hafa dunið á nær fordæmalausar hækkanir á verði margra mikilvægra aðfanga til matvælaframleiðslu. Þannig geta kúabændur lesið í bókhaldi sínu að á síðastliðnum þremur árum hefur hækkun aðfanga til mjólkurframleiðslu meðal annars birst í 110% hækkun á áburði, 50% hækkun á kjarnfóðri, 76% hækkun á olíu og 70% hækkun á rúlluplasti. Á þessum tíma, frá 1. janúar 2020, hefur verð til mjólkurframleiðenda hins vegar hækkað um 34,7% sem hefur þó ekki dugað til að standa undir þeim kostnaðarhækkunum sem bændur hafa orðið fyrir. Með öðrum orðum bændur hafa engar launahækkanir fengið á tímabilinu. Til samanburðar hefur mjólkurverð til danskra kúabænda hækkað um 80% á sama tíma. Tollaniðurfellingar á Spáni til lækkunar verðbólgu? En formaður Viðreisnar lætur gamminn síðan geisa áfram og bregður þar fyrir nokkurri „sannleiksförðun“ svo notað sé hugtak sem er fengið að láni frá lögfræðingi hér í borginni. Hún heldur því t.d. fram að niðurfelling tolla á matvöru hafi gefið góða raun sem viðbragð við verðbólgu á Spáni. Auðvitað ætti hún að vita betur. Spánn sem aðili að tollabandalagi ESB fellir ekki einhliða niður neina tolla. Það sem gerðist á Spáni var að virðisaukaskattur á mikilvægar matvörur var ýmist felldur niður (brauð, ostar, mjólk ávextir grænmeti og korn) eða lækkaður (pasta og matarolíur). Hér á landi hefur ekki verið valið að fara slíka leið. Þetta kann þó að skýrast af því að mjólkurverð á Spáni hækkaði sem dæmi um 25,3% á ársgrundvelli miðað við febrúar sl. og matvælaverð almennt um 16,7% meðan almenn verðbólga á sama tíma var 6% samkvæmt upplýsingum á vefsvæði ESB um fæðuöryggi. Er betra að veifa röngu tré en öngvu? Ekki er heldur hægt annað en að kalla það „sannleiksförðun“ að segja Mjólkursamsöluna vera einokunarfyrirtæki sem hafi komist í þá stöðu í skjóli verndartolla. Mjólkursamsalan telst vissulega hafa markaðsráðandi stöðu en hefur um leið ríkar skyldur. Eigendur hennar bera þá skyldu að sækja og kaupa alla mjólk sem bændur framleiða á sama verði um allt land, verði sem ákveðið er af opinberri nefnd. Á sama hátt greiða kaupendur vara frá MS sama verð hvar sem er á landinu. Tollar á innfluttar mjólkurvörur eru hluti af starfsumhverfi kúabænda sem saman eiga MS (Auðhumla sem er samvinnufélag kúabænda að 80% og Kaupfélags Skagfirðinga sem m.a. er í eigu kúabænda í Skagafirði að 20%). Mjólkursamsalan ehf er því fyrirtæki í eigu þessara framleiðenda og starfar á grundvelli 71. greinar búvörulaga sem fyrrverandi sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra ætti að þekkja til. Afurðir fyrirtækisins eru einnig að stórum hluta verðlagðar af opinberri nefnd. Gleðilega páska 2024 Það verður eflaust margt ritað og rætt um matvælaverð næsta árið en páskana 2024 ber þá upp á sunnudaginn 31. mars. Vonandi mun þau sem þátt taka í þeim umræðum halda sig við efnislegar staðreyndir en ekki slengja fram fullyrðingum sem standast ekki skoðun. Höfundur er hagfræðingur og verkefnastjóri hjá Mjólkursamsölunni.
Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson Skoðun
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson Skoðun