Umfjöllun og viðtöl: KA - ÍBV 3-0 | Öruggur sigur KA aldrei í hættu Hjalti Þór Hreinsson skrifar 15. apríl 2023 19:15 KA vann öruggan sigur á ÍBV. Vísir/Hulda Margrét KA vann öruggan sigur á ÍBV í Bestu deild karla í dag, 3-0. Ásgeir Sigurgeirsson, Bjarni Aðalsteinsson og Þorri Mar Þórisson skoruðu mörkin gegn ÍBV sem átti erfitt sóknarlega og var sem liðið hefði varla trú á því að það gæti skorað. Fyrri hálfleikur var rólegur framan af. Liðin virtust sátt með að þreifa á hvort öðru og sjá við hverju væri að búast. KA var meira með boltann en þeim gekk lítið að ógna marki gestanna. Heimamenn vildu víti þegar Dusan Brkovic féll í teignum eftir klafs en um miðbik hálfleiksins varð fyrsta alvöru færið að alvöru marki. Eftir flott samspil upp völlinn lagði Hallgrímur Mar boltann laglega á Ásgeir Sigurgeirsson sem tók boltann á lofti og skoraði glæsilegt mark. Kærkomið fyrir KA að endurheimta Ásgeir kom inn í liðið fyrir Pætur Petersen frá því í 1-1 jafnteflinu gegn KR. Ásgeir átti flottan leik í dag. Aðeins mínútu seinna átti Sveinn Margeir svo hörkuskot í slánna og KA með öll tök á leiknum. Eyjamenn náðu ekki að tengja margar sendingar og gekk lítið sem ekkert að ógna marki KA. Án Halldórs Jóns Sigurðar Þórðarsonar vantaði allan sköpunarmátt í Eyjamenn. Þær stöður sem þeir fundu unnu þeir illa úr og fyrirgjafir liðsins að mestu slakar. Ívar Örn, fyrirliði KA, átti reyndar stórgóðan leik og stoppuðu mörg upphlaup gestanna á honum. Fyrri hálfleikur endaði á því að Daníel Hafsteinsson hélt að hann hefði tvöfaldað forystu KA eftir fyrirgjöf frá Hallgrími en Daníel var dæmdur rangstæður en síðari hálfleikur var varla farinn af stað þegar Bjarni Aðalsteinsson svo gott sem gerði út um leikinn þegar hann skoraði með góðu skoti úr teignum eftir sendingu frá Hallgrími. Hermann Hreiðarsson gerði þrefalda skiptingu, sendi raunar þrjá af fjórum útileikmönnum sínum af varamannabekknum inná, í von um að breyta leiknum. Það skilaði þó litlu, máttlausir Eyjamenn máttu sín lítils í allan dag. Þorri Mar innsiglaði öruggan sigur KA með sínu öðru marki í sumar, kláraði færi utarlega í teignum einkar vel. Samlíkingar við bróður hans, Nökkva Þey, eru þegar hafnar enda var Nökkvi besti maður Bestu deildarinnar á síðasta tímabili en hann skoraði einmitt fyrir lið sitt Beerschot í Belgíu í vikunni. Hvernig leysa þeir að missa Nökkva, nú auðveldast svarið er með Þorra — saevar petursson (@saevarp) April 15, 2023 Besta færi ÍBV kom í uppbótartíma en það var í takt við sóknarleikinn að skalli Sverris Páls var framhjá úr dauðafæri en skömmu áður hafði Sveinn Margeir átt sinn annað sláarskot. Af hverju vann KA? Betri á öllum sviðum frá fyrstu mínútu. Eftir fyrsta markið var sigurinn í raun aldrei í hættu. KA hefði vel getað skorað fleiri mörk en Hallgrímur Jónasson þjálfari er væntanlega ánægður að skila fyrsta sigrinum í hús eftir jafntefli í fyrstu umferð. Hverjir stóðu upp úr? Ívar Örn Árnason var frábær í vörn KA, límið í vörninni. Virkilega góður leikur hjá honum. Bjarni skoraði gott mark og Hallgrímur Mar var upp á sitt besta – lagði upp tvö og gerði vel í að finna sér pláss fyrir utan teig ÍBV. Sveinn Margeir var óheppinn að skora ekki en KA-menn fagna væntanlega að fyrirliðinn Ásgeir Sigurgeirsson er 100% heill og byrjaður að valda usla. Skoraði frábært mark í dag og ógnaði vel með hraða sínum og krafti. Hvað gekk illa? Sóknaleikur ÍBV var ekki upp á margar loðnur. Halldór Jón var fjarri góðu gamni og þrátt fyrir að koma sér í nokkrar álitlegar stöður vantaði öll gæði á síðasta þriðjungi vallarins. Þau færi sem ÍBV þó fékk nýttu þeir ekki. Fyrirgjafir liðsins voru að mestu slakar og Hermann þarf að finna lausnir á þessu sem fyrst. Eyjamenn reyndu hvað þeir gátu að spila orkumikinn bolta en þeir höfðu hreinlega ekki kraft í það, varð bensínlaust og átti í raun engin svör í dag. Hvað gerist næst? KA mætir Uppsveitum í Mjólkurbikarnum hér á Greifavellinum á miðvikudag en næsti deildarleikur er gegn Keflavík, enn einn heimaleikurinn í upphafi móts. ÍBV mætir Stjörnunni í Mjólkurbikarnum og tekur svo á móti Breiðablik í fyrsta heimaleik sínum á tímabilinu. ÍBV mætir því Íslandsmeisturunum og liðinu í öðru sæti frá því í fyrra í fyrstu þremur leikjunum, auk útileiks við Val. Hallgrímur Jónasson: „Vil líkja Þorra sem minnst við bróður sinn“ Hallgrímur Jónasson, þjálfari KA.Vísir/Hulda Margrét „Ég er gríðarlega ánægður. Við sýndum góða frammistöðu á móti flottu Eyjaliði, ég er gríðarlega sáttur með úrslitin og frammistöðuna. Við vitum að ÍBV geta verið mjög beinskeyttir og geta verið hættulegir. Við vorum búnir að búa okkur undir það og planið var að taka það frá þeim. Með því töldum við að við gætum spilað framhjá pressunni þeirra og það gekk nokkuð vel.“ „Þegar líður á leikinn hafa þeir kannski ekki orku í að pressa allan tímann og þá var planið að koma ennþá meira á þá. Strákarnir spiluðu flottan leik, við skoruðum þrjú mörk og áttum tvö skot í slá. Heilt yfir mjög flott frammistaða,“ sagði Hallgrímur sem jós hrausi yfir sína menn. „Ég er mjög ánægður með hvað við erum vinnusamir. Menn eru allsstaðar hlaupandi. Þegar við missum boltann og ÍBV fer í upphlaup eru allir að skila sér til baka. Það eru líka mikil gæði í uppspilinu okkar – ég er ánægður með hvað við erum þolinmóðir og ekki að þvinga boltann í eitthvað sem er ekki „on.“ Hann hrósaði sínu liði og vildi ekki taka neinn sérstakan út. „Það voru margar jákvæðar frammistöður,“ sagði þjálfarinn en spurður sérstaklega út í Ásgeir fyrirliða sagði Hallgrímur: „Ég er ánægður með Ásgeir eins og alla aðra. Ásgeir er frábær leikmaður sem gefur okkur mikið í pressunni sem við beitum, og hann hleypur líka djúpt og gerir það vel. Það var æðislegt fyrir hann að hafa skorað í dag. Og líka Bjarna, æðislegt að hann hafi skorað líka. En fyrst og fremst erum við ánægðir með liðsframmistöðuna og hvernig við náum að stjórna leiknum.“ Þorri Mar skoraði flott mark í dag – rétt eins og í síðasta leik. Nökkvi Þeyr Þórisson, tvíburabróðir Þorra varð markakóngur deildarinnar í fyrra og raunar valinn besti leikmaðurinn líka. Þorri spilar sem bakvörður en bæði mörk hans á tímabilinu minna óneitanlega á færin sem bróðir hans nýtti fyrir KA í fyrra. Eftir að hafa klippt sig er Þorri raunar enn líkari Nökkva á velli en áður! „Það er engin pressa að Þorri fylgi í fótspor bróðir síns. Ég vil líkja Þorra sem minnst við bróðir sinn! Þorri er bara Þorri og hann stóð sig vel í dag. Hann sýndi góða frammistöðu og það var gaman fyrir hann að skora og hann lagði líka upp dauðafæri. Flott frammistaða hjá honum eins og öðrum,“ sagði Hallgrímur sposkur en hann er sáttur með að vera kominn með fyrsta sigurinn í hús. „Við vildum auðvitað vera með sex stig en tökum þessi fjögur með okkur. Við komum aðeins til baka eftir fyrsta leikinn en erum bara sáttir að ná inn fyrsta sigrinum. Mótið er nýbyrjað og það er nóg eftir. Maður finnur alltaf eitthvað sem maður vill gera betur og vill vinna í þannig að við þurfum bara að hafa báða fætur á jörðinni, halda áfram að vera vinnusamir og halda áfram að bæta okkur því þetta er langt mót og mikið af góðum liðum í deildinni,“ sagði Hallgrímur Jónasson að lokum. Hermann: „Ekki flókið – þetta var bara sanngjarnt“ „Þetta var bara sanngjarnt, það er ekkert flókið,“ sagði Hermann Hreiðarsson þjálfari ÍBV aðspurður hvernig hann gerði upp leikinn. Vísir/Hulda Margrét „Það vantaði aðeins upp á hjá okkur í dag, það er bara þannig.“ En hvað helst? „Það segir sig í raun sjálft, við erum hálf framherjalausir og erum búnir að vera í basli með það. Við fáum samt færi, eins og í síðasta leik, en erum ekki að nýta þau. Fyrsta færið sem þeir fá í dag er mark og það breytir leikjum líka en það er engin afsökun – við vorum bara ekki nógu góðir í dag.“ „Við ætluðum að nýta okkar styrk á köntunum og reyna að fara upp vængina og spila okkar leik, vinna annan bolta og vera öflugir í pressunni þannig að við breyttum svosem ekki okkar áherslum,“ sagði Hermann en það gekk ekki upp í dag. En það er engan bilbug á Hermanni að finna, og hann hefur engar áhyggjur af stöðunni fram á við þrátt fyrir fámennan hóp og meiðsli fram á við. „Neinei, það er ekki langt í menn, en það telur hver leikur samt sem áður.“ „En það er að bíta okkur aðeins að vera þetta þunnskipaðir, það er engin spuring. En það er vonandi stutt í að við náum allavega í hóp.“ „Þetta er erfiður völlur og KA er með hörku lið. En við eins og áður einbeitum við okkur að okkur sjálfum. Við vorum frábærir í fyrri hálfleik gegn Val – stuðuðum þá vel, fengum fullt af dauðafærum og hefðum getað gengið frá leiknum ef við nýttum færin okkar, en það hjálpar okkur ekki að vera góðir einn hálfleik ef við nýtum ekki færin okkar. Við vtium alveg að hverju við göngum og fyrir hvað við stöndum – klefinn er samstilltur og það er stemning hjá okkur þannig að ég hef engar áhyggjur af þessu,“ sagði Hermann. Besta deild karla KA ÍBV
KA vann öruggan sigur á ÍBV í Bestu deild karla í dag, 3-0. Ásgeir Sigurgeirsson, Bjarni Aðalsteinsson og Þorri Mar Þórisson skoruðu mörkin gegn ÍBV sem átti erfitt sóknarlega og var sem liðið hefði varla trú á því að það gæti skorað. Fyrri hálfleikur var rólegur framan af. Liðin virtust sátt með að þreifa á hvort öðru og sjá við hverju væri að búast. KA var meira með boltann en þeim gekk lítið að ógna marki gestanna. Heimamenn vildu víti þegar Dusan Brkovic féll í teignum eftir klafs en um miðbik hálfleiksins varð fyrsta alvöru færið að alvöru marki. Eftir flott samspil upp völlinn lagði Hallgrímur Mar boltann laglega á Ásgeir Sigurgeirsson sem tók boltann á lofti og skoraði glæsilegt mark. Kærkomið fyrir KA að endurheimta Ásgeir kom inn í liðið fyrir Pætur Petersen frá því í 1-1 jafnteflinu gegn KR. Ásgeir átti flottan leik í dag. Aðeins mínútu seinna átti Sveinn Margeir svo hörkuskot í slánna og KA með öll tök á leiknum. Eyjamenn náðu ekki að tengja margar sendingar og gekk lítið sem ekkert að ógna marki KA. Án Halldórs Jóns Sigurðar Þórðarsonar vantaði allan sköpunarmátt í Eyjamenn. Þær stöður sem þeir fundu unnu þeir illa úr og fyrirgjafir liðsins að mestu slakar. Ívar Örn, fyrirliði KA, átti reyndar stórgóðan leik og stoppuðu mörg upphlaup gestanna á honum. Fyrri hálfleikur endaði á því að Daníel Hafsteinsson hélt að hann hefði tvöfaldað forystu KA eftir fyrirgjöf frá Hallgrími en Daníel var dæmdur rangstæður en síðari hálfleikur var varla farinn af stað þegar Bjarni Aðalsteinsson svo gott sem gerði út um leikinn þegar hann skoraði með góðu skoti úr teignum eftir sendingu frá Hallgrími. Hermann Hreiðarsson gerði þrefalda skiptingu, sendi raunar þrjá af fjórum útileikmönnum sínum af varamannabekknum inná, í von um að breyta leiknum. Það skilaði þó litlu, máttlausir Eyjamenn máttu sín lítils í allan dag. Þorri Mar innsiglaði öruggan sigur KA með sínu öðru marki í sumar, kláraði færi utarlega í teignum einkar vel. Samlíkingar við bróður hans, Nökkva Þey, eru þegar hafnar enda var Nökkvi besti maður Bestu deildarinnar á síðasta tímabili en hann skoraði einmitt fyrir lið sitt Beerschot í Belgíu í vikunni. Hvernig leysa þeir að missa Nökkva, nú auðveldast svarið er með Þorra — saevar petursson (@saevarp) April 15, 2023 Besta færi ÍBV kom í uppbótartíma en það var í takt við sóknarleikinn að skalli Sverris Páls var framhjá úr dauðafæri en skömmu áður hafði Sveinn Margeir átt sinn annað sláarskot. Af hverju vann KA? Betri á öllum sviðum frá fyrstu mínútu. Eftir fyrsta markið var sigurinn í raun aldrei í hættu. KA hefði vel getað skorað fleiri mörk en Hallgrímur Jónasson þjálfari er væntanlega ánægður að skila fyrsta sigrinum í hús eftir jafntefli í fyrstu umferð. Hverjir stóðu upp úr? Ívar Örn Árnason var frábær í vörn KA, límið í vörninni. Virkilega góður leikur hjá honum. Bjarni skoraði gott mark og Hallgrímur Mar var upp á sitt besta – lagði upp tvö og gerði vel í að finna sér pláss fyrir utan teig ÍBV. Sveinn Margeir var óheppinn að skora ekki en KA-menn fagna væntanlega að fyrirliðinn Ásgeir Sigurgeirsson er 100% heill og byrjaður að valda usla. Skoraði frábært mark í dag og ógnaði vel með hraða sínum og krafti. Hvað gekk illa? Sóknaleikur ÍBV var ekki upp á margar loðnur. Halldór Jón var fjarri góðu gamni og þrátt fyrir að koma sér í nokkrar álitlegar stöður vantaði öll gæði á síðasta þriðjungi vallarins. Þau færi sem ÍBV þó fékk nýttu þeir ekki. Fyrirgjafir liðsins voru að mestu slakar og Hermann þarf að finna lausnir á þessu sem fyrst. Eyjamenn reyndu hvað þeir gátu að spila orkumikinn bolta en þeir höfðu hreinlega ekki kraft í það, varð bensínlaust og átti í raun engin svör í dag. Hvað gerist næst? KA mætir Uppsveitum í Mjólkurbikarnum hér á Greifavellinum á miðvikudag en næsti deildarleikur er gegn Keflavík, enn einn heimaleikurinn í upphafi móts. ÍBV mætir Stjörnunni í Mjólkurbikarnum og tekur svo á móti Breiðablik í fyrsta heimaleik sínum á tímabilinu. ÍBV mætir því Íslandsmeisturunum og liðinu í öðru sæti frá því í fyrra í fyrstu þremur leikjunum, auk útileiks við Val. Hallgrímur Jónasson: „Vil líkja Þorra sem minnst við bróður sinn“ Hallgrímur Jónasson, þjálfari KA.Vísir/Hulda Margrét „Ég er gríðarlega ánægður. Við sýndum góða frammistöðu á móti flottu Eyjaliði, ég er gríðarlega sáttur með úrslitin og frammistöðuna. Við vitum að ÍBV geta verið mjög beinskeyttir og geta verið hættulegir. Við vorum búnir að búa okkur undir það og planið var að taka það frá þeim. Með því töldum við að við gætum spilað framhjá pressunni þeirra og það gekk nokkuð vel.“ „Þegar líður á leikinn hafa þeir kannski ekki orku í að pressa allan tímann og þá var planið að koma ennþá meira á þá. Strákarnir spiluðu flottan leik, við skoruðum þrjú mörk og áttum tvö skot í slá. Heilt yfir mjög flott frammistaða,“ sagði Hallgrímur sem jós hrausi yfir sína menn. „Ég er mjög ánægður með hvað við erum vinnusamir. Menn eru allsstaðar hlaupandi. Þegar við missum boltann og ÍBV fer í upphlaup eru allir að skila sér til baka. Það eru líka mikil gæði í uppspilinu okkar – ég er ánægður með hvað við erum þolinmóðir og ekki að þvinga boltann í eitthvað sem er ekki „on.“ Hann hrósaði sínu liði og vildi ekki taka neinn sérstakan út. „Það voru margar jákvæðar frammistöður,“ sagði þjálfarinn en spurður sérstaklega út í Ásgeir fyrirliða sagði Hallgrímur: „Ég er ánægður með Ásgeir eins og alla aðra. Ásgeir er frábær leikmaður sem gefur okkur mikið í pressunni sem við beitum, og hann hleypur líka djúpt og gerir það vel. Það var æðislegt fyrir hann að hafa skorað í dag. Og líka Bjarna, æðislegt að hann hafi skorað líka. En fyrst og fremst erum við ánægðir með liðsframmistöðuna og hvernig við náum að stjórna leiknum.“ Þorri Mar skoraði flott mark í dag – rétt eins og í síðasta leik. Nökkvi Þeyr Þórisson, tvíburabróðir Þorra varð markakóngur deildarinnar í fyrra og raunar valinn besti leikmaðurinn líka. Þorri spilar sem bakvörður en bæði mörk hans á tímabilinu minna óneitanlega á færin sem bróðir hans nýtti fyrir KA í fyrra. Eftir að hafa klippt sig er Þorri raunar enn líkari Nökkva á velli en áður! „Það er engin pressa að Þorri fylgi í fótspor bróðir síns. Ég vil líkja Þorra sem minnst við bróðir sinn! Þorri er bara Þorri og hann stóð sig vel í dag. Hann sýndi góða frammistöðu og það var gaman fyrir hann að skora og hann lagði líka upp dauðafæri. Flott frammistaða hjá honum eins og öðrum,“ sagði Hallgrímur sposkur en hann er sáttur með að vera kominn með fyrsta sigurinn í hús. „Við vildum auðvitað vera með sex stig en tökum þessi fjögur með okkur. Við komum aðeins til baka eftir fyrsta leikinn en erum bara sáttir að ná inn fyrsta sigrinum. Mótið er nýbyrjað og það er nóg eftir. Maður finnur alltaf eitthvað sem maður vill gera betur og vill vinna í þannig að við þurfum bara að hafa báða fætur á jörðinni, halda áfram að vera vinnusamir og halda áfram að bæta okkur því þetta er langt mót og mikið af góðum liðum í deildinni,“ sagði Hallgrímur Jónasson að lokum. Hermann: „Ekki flókið – þetta var bara sanngjarnt“ „Þetta var bara sanngjarnt, það er ekkert flókið,“ sagði Hermann Hreiðarsson þjálfari ÍBV aðspurður hvernig hann gerði upp leikinn. Vísir/Hulda Margrét „Það vantaði aðeins upp á hjá okkur í dag, það er bara þannig.“ En hvað helst? „Það segir sig í raun sjálft, við erum hálf framherjalausir og erum búnir að vera í basli með það. Við fáum samt færi, eins og í síðasta leik, en erum ekki að nýta þau. Fyrsta færið sem þeir fá í dag er mark og það breytir leikjum líka en það er engin afsökun – við vorum bara ekki nógu góðir í dag.“ „Við ætluðum að nýta okkar styrk á köntunum og reyna að fara upp vængina og spila okkar leik, vinna annan bolta og vera öflugir í pressunni þannig að við breyttum svosem ekki okkar áherslum,“ sagði Hermann en það gekk ekki upp í dag. En það er engan bilbug á Hermanni að finna, og hann hefur engar áhyggjur af stöðunni fram á við þrátt fyrir fámennan hóp og meiðsli fram á við. „Neinei, það er ekki langt í menn, en það telur hver leikur samt sem áður.“ „En það er að bíta okkur aðeins að vera þetta þunnskipaðir, það er engin spuring. En það er vonandi stutt í að við náum allavega í hóp.“ „Þetta er erfiður völlur og KA er með hörku lið. En við eins og áður einbeitum við okkur að okkur sjálfum. Við vorum frábærir í fyrri hálfleik gegn Val – stuðuðum þá vel, fengum fullt af dauðafærum og hefðum getað gengið frá leiknum ef við nýttum færin okkar, en það hjálpar okkur ekki að vera góðir einn hálfleik ef við nýtum ekki færin okkar. Við vtium alveg að hverju við göngum og fyrir hvað við stöndum – klefinn er samstilltur og það er stemning hjá okkur þannig að ég hef engar áhyggjur af þessu,“ sagði Hermann.
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti