Umfjöllun og viðtöl: HK - Fram 1-1 | Tókst ekki að byggja á sigrinum á Kópavogsvelli Jón Már Ferro skrifar 16. apríl 2023 21:10 HK náði „aðeins“ jafntefli á heimavelli eftir að vinna Íslandsmeistara Breiðabliks á útivelli í 1. umferð. vísir/hulda margrét HK og Fram gerðu 1-1 jafntefli í blíðunni í Kórnum í 2. umferð Bestu deildar karla í knattspyrnu. Guðmundur Magnússon kom Fram yfir og Örvar Eggertsson jafnaði skömmu síðar. Í fyrri hálfleik voru heimamenn betri en það voru gestirnir sem áttu fyrsta hættulega færið þegar Albert Hafsteinsson stakk boltanum inn fyrir vörn HK á Aron Jóhannsson sem setti boltann í hliðarnetið. Sendingin var afar hugguleg og hefði verið ein af stoðsendingum tímabilsins. Nokkrum mínútum síðar var HK í sókn þegar boltinn barst á Arnþór Ara Atlason en Már Ægisson, varnarmaður Fram, komst fyrir skot hans á elleftu stundu. Áfram héldu bæði lið að reyna hvað þau gátu til að ná yfirhöndinni en það var HK sem var komin með hana eftir um það bil 20 mínútur. Þá var allt bit farið úr leik Framara og sóknir HK mun hættulegri. Á 25. mínútu átt Ívar Örn Jónsson fast skot sem Ólafur Íshólm, markmaður Fram, varði með fingurgómunum í slánna. Á 32. mínútu var Atli Hrafn Andrason nálægt því að skora fyrsta mark leiksins þegar hann stakk sér fram fyrir Brynjar Gauta Guðjónsson á nærstönginni en boltinn fór rétt fram hjá. Arnþór Ari var svo nálægt því að sækja vítaspyrnu eftir fallega sendingu Ívars utan af vinstri kantinum. Arnþór komst fram fyrir varnarmann Fram en það hefði mögulega verið harður dómur að dæma víti. Arnþór Ari Atlason, miðjumaður HK.Vísir/Hulda Margrét Rétt rúmri mínútu eftir þetta var Atli Hrafn aftur nálægt því að koma boltanum í markið en Ólafur Íshólm kom vel út á móti og gerði sig stórann. Allt jafnt í hálfleik og gestirnir eflaust sáttari með að fara með jafna stöðu inn í seinni hálfleikinn. Heimamenn áttu eftir að fá það í bakið að nýta ekki yfirhöndina. Stuttu eftir að seinni hálfleikur fór af stað fékk Aron Jóhannson gott skallafæri en hitti boltann illa. Aftur var Albert Hafsteinsson að leggja upp gott færi á Aron. Besta færi leiksins kom svo á 49. mínútu þegar Hassan Jalloh fékk boltann í frábærri stöðu inni á teignum eftir stungusendingu. Hassan hitti boltann vægast sagt illa og boltinn lak því í áttina að Ólafi í markinu. Fyrsta mark leiksins kom á 57. mínútu þegar Guðmundur Magnússon, framherji Fram, skallaði boltann niður í hægra hornið eftir frábæra fyrirgjöf Fred (Frederico Bell Saraiva). Guðmundur Magnússon, framherji Fram.vísir/Diego Jöfnunarmarkið kom stuttu síðar þegar Örvar Eggertsson var skyndilega kominn einn, langt inn fyrir varnarlínuna, á móti Ólafi. Þeim fyrrnefnda brást ekki bogalistin þegar hann lagði boltann af mikilli sannfæringu í hægra hornið. Allt orðið jafnt aftur. Það sem eftir lifði leiks gerðist ekki mikið. HK virtist þreytt og Fram ekki með nógu mikil gæði fram á við þegar þeir voru komnir með undirtökin og því endaði leikurinn með sanngjörnu jafntefli. Heimemenn svekkja sig sennilega á að hafa ekki nýtt yfirburðina í fyrri hálfleiknum betur. Af hverju varð jafntefli? HK nýtti ekki yfirburði sína í fyrri hálfleiknum til að komast í forystu og Fram hafði ekki gæðin í seinni til að nýta sér þreytu HK-inga. Fram hefði líklega unnið leikinn ef þeir hefðu ekki fengið á sig jöfnunarmarkið stuttu eftir að hafa skorað því HK var örmagna í lokin. Hverjir stóðu upp úr? Það er eins gott að Ólafur Íshólm Ólafsson sé markvörður Fram því án hans hefði staðan verið önnur í hálfleik. Hvað eftir annað gerði Ólafur sig stóran og lokaði marki sínu. Það varð til þess að Framarar stóðu af sér storminn og náðu á endanum í jafntefli. Örvar Eggertsson var ógnandi fram á við en hefði þurft meiri orku í lokin til að klára leikinn almennilega. Markið sem hann skoraði var gríðarlega mikilvægt og á mikilvægum tímapunkti í leiknum. Guðmundur Magnússon skoraði glæsilegt mark og tók mikið til sín framarlega á vellinum. Hann hefði eflaust viljað vinna leikinn eftir að hafa skorað annan leikinn í röð og gert annað jafnteflið í röð. Ólafur Íshólm, markmaður Fram.Vísir/HAG Hvað gekk illa? HK gekk illa að nýta yfirburði sína í fyrri hálfleik sem á endanum kom í bakið á þeim. Fram gerði það sama í seinni hálfleik þegar HK liðið var orðið þreytt. Hvorugu liðinu tókst að loka leiknum og svekkja sig eflaust á því eftir leik því tækifærin voru svo sannarlega til staðar. Hvað gerist næst? HK fær KFG í heimsókn í Kórinn fimmtudaginn 20.apríl klukkan 19:15 í Mjólkurbikarnum. Fram fær Þrótt Reykjavík í heimsókn á Framvöllinn miðvikudaginn 19.apríl klukkan 19:15 í Mjólkurbikarnum. Ómar Ingi Guðmundsson: „Ætluðum að vera með sex stig“ Ómar Ingi Guðmundsson er þjálfari HK.Vísir/Hulda Margrét Ómar Ingi Guðmundsson þjálfari HK var ekki sáttur með jafnteflið. „Við komum til að vinna og ætluðum okkur að vinna. Það heppnaðist ekki þannig ég er ekki sáttur með niðurstöðuna.“ Eina sem vantaði hjá HK í fyrri hálfleik var í rauninni að koma boltanum yfir línuna að mati Ómars. „Nei bara fyrir utan það að koma boltanum ekki í markið. Mér fannst við skapa okkur fín færi og koma okkur í fínar stöður en inn vildi boltinn ekki í fyrri hálfleik. Það er held ég eina sem er hægt að vera ósáttur með.“ HK liðið virkaði þreytt í seinni hálfleik. Því var Ómar sammála. „Mér fannst orkustigið ekki vera nógu hátt og smá þreyta í liðinu. Við féllum allt of aftarlega og leyfðum þeim að skapa sér allt of mikla hættu.“ Eftir að hafa unnið Breiðablik í fyrstu umferð er eðlilegt að Ómar hafi viljað vera með sex stig eftir fyrstu tvo leikina. „Auðvitað vildi ég taka þrjú. Við erum á heimavelli og erum að spila við lið sem okkur er spáð í baráttunni við. Við ætluðum að vera með sex stig þegar þessi leikur væri búinn.“ Jón Þórir Sveinsson: „Sterkara liðið í seinni hálfleik“ Jón Sveinsson er þjálfari Fram.Vísir/Diego Jón segir HK-inga erfiða heim að sækja og að þeir hafi verið betri í fyrri hálfleiknum. Það hafi aftur á móti snúist við í seinni hálfleik. „Við tókum boltann betur niður á völlinn og fórum að spila betur það sem við viljum gera. Mér fannst við töluvert sterkara liðið í seinni hálfleiknum.“ Hverju breyttu Framarar í seinni hálfleiknum? „Það gekk betur að koma boltanum í lappirnar á mönnum framar á vellinum og kannski leystum þessa pressu sem þeir voru að bjóða okkur upp á með því að finna þau svæði sem við töldum að væru laus. Það vantaði örlítil gæði upp á síðasta þriðjung til að klára þetta og skora fleiri mörk.“ Oft á tíðum leit Fram út fyrir að vera spila 4-4-2 varnarlega þegar Albert Hafsteinsson fór með Guðmundi Magnússyni í pressuna hátt á vellinum. „Við fórum svolítið hátt á þá og þeir náðu að leysa betur úr því í fyrri hálfleiknum. Í seinni hálfleiknum vorum við að loka betur á þá og þvinga þá meira í erfiðar sendingar. Við vorum bara í 4-3-3 en ýtum leikmanni af miðjunni upp í pressuna þannig það lítur oft út fyrir að vera 4-4-2 þegar þú verst.“ Besta deild karla HK Fram Tengdar fréttir „Mér fannst við töluvert betri í fyrri hálfleik“ „Ég held að hann hafi verið móðgaður að þú kallaðir hann Eggert. Nei, nei hann er bara þreyttur og ekki mikið fyrir að fara í viðtöl,“ sagði Leifur Andri Leifsson, miðvörður og fyrirliði HK, eftir 1-1 jafntefli í Kórnum á móti Fram í Bestu deild karla. 16. apríl 2023 22:34
HK og Fram gerðu 1-1 jafntefli í blíðunni í Kórnum í 2. umferð Bestu deildar karla í knattspyrnu. Guðmundur Magnússon kom Fram yfir og Örvar Eggertsson jafnaði skömmu síðar. Í fyrri hálfleik voru heimamenn betri en það voru gestirnir sem áttu fyrsta hættulega færið þegar Albert Hafsteinsson stakk boltanum inn fyrir vörn HK á Aron Jóhannsson sem setti boltann í hliðarnetið. Sendingin var afar hugguleg og hefði verið ein af stoðsendingum tímabilsins. Nokkrum mínútum síðar var HK í sókn þegar boltinn barst á Arnþór Ara Atlason en Már Ægisson, varnarmaður Fram, komst fyrir skot hans á elleftu stundu. Áfram héldu bæði lið að reyna hvað þau gátu til að ná yfirhöndinni en það var HK sem var komin með hana eftir um það bil 20 mínútur. Þá var allt bit farið úr leik Framara og sóknir HK mun hættulegri. Á 25. mínútu átt Ívar Örn Jónsson fast skot sem Ólafur Íshólm, markmaður Fram, varði með fingurgómunum í slánna. Á 32. mínútu var Atli Hrafn Andrason nálægt því að skora fyrsta mark leiksins þegar hann stakk sér fram fyrir Brynjar Gauta Guðjónsson á nærstönginni en boltinn fór rétt fram hjá. Arnþór Ari var svo nálægt því að sækja vítaspyrnu eftir fallega sendingu Ívars utan af vinstri kantinum. Arnþór komst fram fyrir varnarmann Fram en það hefði mögulega verið harður dómur að dæma víti. Arnþór Ari Atlason, miðjumaður HK.Vísir/Hulda Margrét Rétt rúmri mínútu eftir þetta var Atli Hrafn aftur nálægt því að koma boltanum í markið en Ólafur Íshólm kom vel út á móti og gerði sig stórann. Allt jafnt í hálfleik og gestirnir eflaust sáttari með að fara með jafna stöðu inn í seinni hálfleikinn. Heimamenn áttu eftir að fá það í bakið að nýta ekki yfirhöndina. Stuttu eftir að seinni hálfleikur fór af stað fékk Aron Jóhannson gott skallafæri en hitti boltann illa. Aftur var Albert Hafsteinsson að leggja upp gott færi á Aron. Besta færi leiksins kom svo á 49. mínútu þegar Hassan Jalloh fékk boltann í frábærri stöðu inni á teignum eftir stungusendingu. Hassan hitti boltann vægast sagt illa og boltinn lak því í áttina að Ólafi í markinu. Fyrsta mark leiksins kom á 57. mínútu þegar Guðmundur Magnússon, framherji Fram, skallaði boltann niður í hægra hornið eftir frábæra fyrirgjöf Fred (Frederico Bell Saraiva). Guðmundur Magnússon, framherji Fram.vísir/Diego Jöfnunarmarkið kom stuttu síðar þegar Örvar Eggertsson var skyndilega kominn einn, langt inn fyrir varnarlínuna, á móti Ólafi. Þeim fyrrnefnda brást ekki bogalistin þegar hann lagði boltann af mikilli sannfæringu í hægra hornið. Allt orðið jafnt aftur. Það sem eftir lifði leiks gerðist ekki mikið. HK virtist þreytt og Fram ekki með nógu mikil gæði fram á við þegar þeir voru komnir með undirtökin og því endaði leikurinn með sanngjörnu jafntefli. Heimemenn svekkja sig sennilega á að hafa ekki nýtt yfirburðina í fyrri hálfleiknum betur. Af hverju varð jafntefli? HK nýtti ekki yfirburði sína í fyrri hálfleiknum til að komast í forystu og Fram hafði ekki gæðin í seinni til að nýta sér þreytu HK-inga. Fram hefði líklega unnið leikinn ef þeir hefðu ekki fengið á sig jöfnunarmarkið stuttu eftir að hafa skorað því HK var örmagna í lokin. Hverjir stóðu upp úr? Það er eins gott að Ólafur Íshólm Ólafsson sé markvörður Fram því án hans hefði staðan verið önnur í hálfleik. Hvað eftir annað gerði Ólafur sig stóran og lokaði marki sínu. Það varð til þess að Framarar stóðu af sér storminn og náðu á endanum í jafntefli. Örvar Eggertsson var ógnandi fram á við en hefði þurft meiri orku í lokin til að klára leikinn almennilega. Markið sem hann skoraði var gríðarlega mikilvægt og á mikilvægum tímapunkti í leiknum. Guðmundur Magnússon skoraði glæsilegt mark og tók mikið til sín framarlega á vellinum. Hann hefði eflaust viljað vinna leikinn eftir að hafa skorað annan leikinn í röð og gert annað jafnteflið í röð. Ólafur Íshólm, markmaður Fram.Vísir/HAG Hvað gekk illa? HK gekk illa að nýta yfirburði sína í fyrri hálfleik sem á endanum kom í bakið á þeim. Fram gerði það sama í seinni hálfleik þegar HK liðið var orðið þreytt. Hvorugu liðinu tókst að loka leiknum og svekkja sig eflaust á því eftir leik því tækifærin voru svo sannarlega til staðar. Hvað gerist næst? HK fær KFG í heimsókn í Kórinn fimmtudaginn 20.apríl klukkan 19:15 í Mjólkurbikarnum. Fram fær Þrótt Reykjavík í heimsókn á Framvöllinn miðvikudaginn 19.apríl klukkan 19:15 í Mjólkurbikarnum. Ómar Ingi Guðmundsson: „Ætluðum að vera með sex stig“ Ómar Ingi Guðmundsson er þjálfari HK.Vísir/Hulda Margrét Ómar Ingi Guðmundsson þjálfari HK var ekki sáttur með jafnteflið. „Við komum til að vinna og ætluðum okkur að vinna. Það heppnaðist ekki þannig ég er ekki sáttur með niðurstöðuna.“ Eina sem vantaði hjá HK í fyrri hálfleik var í rauninni að koma boltanum yfir línuna að mati Ómars. „Nei bara fyrir utan það að koma boltanum ekki í markið. Mér fannst við skapa okkur fín færi og koma okkur í fínar stöður en inn vildi boltinn ekki í fyrri hálfleik. Það er held ég eina sem er hægt að vera ósáttur með.“ HK liðið virkaði þreytt í seinni hálfleik. Því var Ómar sammála. „Mér fannst orkustigið ekki vera nógu hátt og smá þreyta í liðinu. Við féllum allt of aftarlega og leyfðum þeim að skapa sér allt of mikla hættu.“ Eftir að hafa unnið Breiðablik í fyrstu umferð er eðlilegt að Ómar hafi viljað vera með sex stig eftir fyrstu tvo leikina. „Auðvitað vildi ég taka þrjú. Við erum á heimavelli og erum að spila við lið sem okkur er spáð í baráttunni við. Við ætluðum að vera með sex stig þegar þessi leikur væri búinn.“ Jón Þórir Sveinsson: „Sterkara liðið í seinni hálfleik“ Jón Sveinsson er þjálfari Fram.Vísir/Diego Jón segir HK-inga erfiða heim að sækja og að þeir hafi verið betri í fyrri hálfleiknum. Það hafi aftur á móti snúist við í seinni hálfleik. „Við tókum boltann betur niður á völlinn og fórum að spila betur það sem við viljum gera. Mér fannst við töluvert sterkara liðið í seinni hálfleiknum.“ Hverju breyttu Framarar í seinni hálfleiknum? „Það gekk betur að koma boltanum í lappirnar á mönnum framar á vellinum og kannski leystum þessa pressu sem þeir voru að bjóða okkur upp á með því að finna þau svæði sem við töldum að væru laus. Það vantaði örlítil gæði upp á síðasta þriðjung til að klára þetta og skora fleiri mörk.“ Oft á tíðum leit Fram út fyrir að vera spila 4-4-2 varnarlega þegar Albert Hafsteinsson fór með Guðmundi Magnússyni í pressuna hátt á vellinum. „Við fórum svolítið hátt á þá og þeir náðu að leysa betur úr því í fyrri hálfleiknum. Í seinni hálfleiknum vorum við að loka betur á þá og þvinga þá meira í erfiðar sendingar. Við vorum bara í 4-3-3 en ýtum leikmanni af miðjunni upp í pressuna þannig það lítur oft út fyrir að vera 4-4-2 þegar þú verst.“
Besta deild karla HK Fram Tengdar fréttir „Mér fannst við töluvert betri í fyrri hálfleik“ „Ég held að hann hafi verið móðgaður að þú kallaðir hann Eggert. Nei, nei hann er bara þreyttur og ekki mikið fyrir að fara í viðtöl,“ sagði Leifur Andri Leifsson, miðvörður og fyrirliði HK, eftir 1-1 jafntefli í Kórnum á móti Fram í Bestu deild karla. 16. apríl 2023 22:34
„Mér fannst við töluvert betri í fyrri hálfleik“ „Ég held að hann hafi verið móðgaður að þú kallaðir hann Eggert. Nei, nei hann er bara þreyttur og ekki mikið fyrir að fara í viðtöl,“ sagði Leifur Andri Leifsson, miðvörður og fyrirliði HK, eftir 1-1 jafntefli í Kórnum á móti Fram í Bestu deild karla. 16. apríl 2023 22:34