Innherji

FDA skaut fjár­festum í Al­vot­ech niður á jörðina og ó­vissa um fram­haldið

Hörður Ægisson skrifar
Eftir verðhrun á gengi bréfa Alvotech, sem er stýrt af Róberti Wessman, fyrir helgi er Marel á ný orðið verðmætasta félagið í Kauphöllinni.
Eftir verðhrun á gengi bréfa Alvotech, sem er stýrt af Róberti Wessman, fyrir helgi er Marel á ný orðið verðmætasta félagið í Kauphöllinni.

Skilaboð Lyfjaeftirlits Bandaríkjanna (FDA) til Alvotech, sem gerir enn athugasemdir við  framleiðsluaðstöðu þess og setur áform um að hefja sölu á stærsta lyfi fyrirtækisins vestanhafs um mitt ár mögulega í uppnám, skutu fjárfestum skelk í bringu fyrir helgi og yfir hundrað milljarðar þurrkuðust út af markaðsvirði félagsins á einum viðskiptadegi – og felldi það um leið úr sessi sem hið verðmætasta í Kauphöllinni. Talsverð óvissa er um næstu skref en væntingar Alvotech, sem álíta athugasemdir FDA vera smávægilegar, eru að hægt verði að ljúka málinu fyrir tilsettan tíma í lok júní án þess að það kalli á þriðju úttektina af hálfu eftirlitsins á verksmiðju félagsins hér á landi.


Tengdar fréttir

LSR fyrsti af stóru lífeyrissjóðunum sem fjárfestir í Alvotech

Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins (LSR) var í hópi innlendra fjárfesta, ásamt meðal annars þremur öðrum lífeyrissjóðum, sem komu að fjármögnun á líftæknilyfjafyrirtækinu Alvotech fyrr í þessum mánuði með kaupum á skuldabréfum sem eru breytanleg í almenn hlutabréf að einu ári liðnu, samkvæmt heimildum Innherja. Á meðal þriggja langsamlega stærstu lífeyrissjóða landsins – LSR, LIVE og Gildis – er LSR fyrsti sjóðurinn sem kemur að fjármögnun á Alvotech en það er í dag orðið verðmætasta fyrirtækið í Kauphöllinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×