Innlent

Fram­halds­skóla­kennarar undir­rita kjara­samning við ríkið

Atli Ísleifsson skrifar
Guðjón Hreinn Hauksson, formaður Félags framhaldsskólakennara, og Ægir Karl Ægisson, formaður Félags stjórnenda í framhaldsskólum, undirrita samkomulagið.
Guðjón Hreinn Hauksson, formaður Félags framhaldsskólakennara, og Ægir Karl Ægisson, formaður Félags stjórnenda í framhaldsskólum, undirrita samkomulagið.

Félag framhaldsskólakennara (FF) og Félag stjórnenda í framhaldsskólum (FS) skrifuðu nú í morgun undir nýjan kjarasamning við ríkið í húsnæði ríkissáttasemjara í Borgartúni.

Í tilkynningu frá Kennarasambandi Íslands segir að skrifað hafi verið undir samninginn með fyrirvara um samþykki félagsmanna FF og FS. Samningurinn verði kynntur félagsfólki FF og FS á næstu dögum.

„Gildistími hins nýja samnings er frá 1. apríl 2023 til 31. mars 2024.

FF og FS hafa verið án samnings síðan í byrjun apríl en síðast var skrifað undir kjarasamning 31. mars 2021,“ segir í tilkynningunni.


Tengdar fréttir

Aðildar­fé­lög BSRB undir­rita kjara­samninga

Aðildarfélög BSRB hafa náð samkomulagi um launahækkanir og kjarabætur fyrir starfsfólk í almannaþjónustu við ríki og Reykjavíkurborg. Um skammtímasamninga er að ræða sem gilda í tólf mánuði frá 1. apríl 2023.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×