Leiðtogi repúblikana aftur á þing eftir fallið Kjartan Kjartansson skrifar 17. apríl 2023 12:11 Enginn hefur leitt þingflokk repúblikana í öldungadeildinni jafnlengi og Mitch McConnell. Hann tekur aftur sæti á þingi í dag eftir nokkurra vikna veikindaleyfi. AP/J. Scott Applewhite Mitch McConnell, leiðtogi Repúblikanaflokksins í öldungadeild Bandaríkjaþings, mætir aftur til starfa á þingi í dag. Sex vikur eru frá því að hann féll og fékk heilahristing á viðburði í Washington-borg. AP-fréttastofan segir að McConnell, sem er 81 árs gamall, verði kominn á fullt aftur í öldungadeildinni í þessari viku. Hann hefur dvalið á heimili sínu í Kentucky og safnað kröftum eftir fallið undanfarnar vikur. Auk höfuðáverkans braut þingmaðurinn rifbein. Í nógu verður að snúast fyrir McConnell á þingi en það verður að ná samkomulagi um að hækka svonefnt skuldaþak ríkissjóðs til að koma í veg fyrir greiðsluþrot á næstu vikum. Öldungadeild þingsins hefur áorkað litlu undanfarin ár þar sem þingsköp gera flokknum í minnihluta kleift að stöðva flest mál nema að aukinn meirihluti sé fyrir þeim. Fjarvist McConnell og tveggja þingmanna demókrata, Dianne Feinstein og John Fetterman, hafa enn hægt á störfum deildarinnar upp á síðkastið, að sögn AP-fréttastofunnar. Þurfa hjálp repúblikana til að skipta Feinstein út tímabundið McConnell þarf nú meðal annars að taka ákvörðun um hvort hann hjálpi demókrötum að skipta Feinstein út úr dómsmálanefnd deildarinnar. Feinstein, sem er 89 ára gömul, er enn að jafna sig af veikindum. Fjarvera hennar hefur þýtt að demókratar geta ekki staðfest dómaraefni sem Joe Biden forseti tilnefnir. Margir þeirra hafa hvatt Feinstein til að segja af sér en spurningar hafa lengi verið á lofti um andlega getu hennar til þess að sinna þingstörfum. Feinstein hefur óskað eftir að varamaður verði skipaður tímabundið í hennar stað. Sextíu þingmenn af hundrað þurfa að samþykkja slíka breytingu og því þurfa demókratar á hjálp repúblikana að halda. Þeir síðarnefndur hafa ekki tekið af tvímæli um hvort að þeir séu tilbúnir til þess. Fetterman kemur til starfa á þingi í dag. Hann lagðist sjálfviljugur inn á sjúkrahús til að fá meðferð við alvarlegu þunglyndi í febrúar. Læknar hans segja að hann sé nú á batavegi. Bandaríkin Tengdar fréttir Leiðtogi repúblikana laus úr endurhæfingu eftir fall Mitch McConnell, leiðtogi Repúblikanaflokksins í öldungadeild Bandaríkjaþings, er kominn heim til sín af endurhæfingarstöð eftir að hann fékk heilahristing þegar hann féll fyrr í þessum mánuði. Hann segist ætla mæta aftur í þingið bráðlega. 26. mars 2023 11:28 Aldraður leiðtogi repúblikana á sjúkrahúsi Mitch McConnell, leiðtogi Repúblikanaflokksins í öldungadeild Bandaríkjaþings, var lagður inn á sjúkrahús eftir að hann hrasaði og datt á hóteli í Washington-borg í gærkvöldi. Talsmaður hans upplýsti ekki frekar um ástand hans eða hversu lengi hann verður fjarverandi. 9. mars 2023 09:37 Mest lesið Kom að lokuðum dyrum örfáum dögum eftir að hafa tjáð sig í fjölmiðlum Innlent Katrín Jakobsdóttir tekur við af Daða Má Innlent Ógeðfelldum aðferðum lýst í ákæru á hendur þremur Innlent Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Erlent Hafi ekki fengið nauðsynlega hjálp áður en hann varð dóttur sinni að bana Innlent „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Innlent Stjórnmálamenn þurfa ekki að lepja dauðann úr skel Innlent Vill veita björgunarfólkinu viðurkenningu Innlent Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Dómsmálaráðherra fundar með Sigríði og Helga Magnúsi Innlent Fleiri fréttir Greiddi aðila sem þóttist vera Brad Pitt tugi milljóna Bræðurnir Tate lausir úr stofufangelsi, aftur Hamas-liðar samþykktu drög að friðarsamkomulagi Að minnsta kosti hundrað hafa dáið ofan í lokaðri námu Lögðu kapp á að senda Pútín viðvörun vegna eldsprengja Eldar sagðir loga víða í Rússlandi eftir árásir Flokkur Farage fast á hæla Verkamannaflokksins Segist ítrekað hafa komið í veg fyrir frið á Gasa Segir að Trump hefði verið sakfelldur Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Búa sig undir það versta Hyggjast leggja 100 prósent skatt á eignakaup útlendinga Bloomberg segir viðræður hafa átt sér stað um sölu TikTok til Musk Biden segir vopnahlésviðræður á lokametrunum Að minnsta kosti 24 látnir Máluðu gröf Charles Darwin í mótmælaskyni Fundu leifar af fíkniefnum í þinghúsinu eftir jólagleði þingflokka Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Sjá meira
AP-fréttastofan segir að McConnell, sem er 81 árs gamall, verði kominn á fullt aftur í öldungadeildinni í þessari viku. Hann hefur dvalið á heimili sínu í Kentucky og safnað kröftum eftir fallið undanfarnar vikur. Auk höfuðáverkans braut þingmaðurinn rifbein. Í nógu verður að snúast fyrir McConnell á þingi en það verður að ná samkomulagi um að hækka svonefnt skuldaþak ríkissjóðs til að koma í veg fyrir greiðsluþrot á næstu vikum. Öldungadeild þingsins hefur áorkað litlu undanfarin ár þar sem þingsköp gera flokknum í minnihluta kleift að stöðva flest mál nema að aukinn meirihluti sé fyrir þeim. Fjarvist McConnell og tveggja þingmanna demókrata, Dianne Feinstein og John Fetterman, hafa enn hægt á störfum deildarinnar upp á síðkastið, að sögn AP-fréttastofunnar. Þurfa hjálp repúblikana til að skipta Feinstein út tímabundið McConnell þarf nú meðal annars að taka ákvörðun um hvort hann hjálpi demókrötum að skipta Feinstein út úr dómsmálanefnd deildarinnar. Feinstein, sem er 89 ára gömul, er enn að jafna sig af veikindum. Fjarvera hennar hefur þýtt að demókratar geta ekki staðfest dómaraefni sem Joe Biden forseti tilnefnir. Margir þeirra hafa hvatt Feinstein til að segja af sér en spurningar hafa lengi verið á lofti um andlega getu hennar til þess að sinna þingstörfum. Feinstein hefur óskað eftir að varamaður verði skipaður tímabundið í hennar stað. Sextíu þingmenn af hundrað þurfa að samþykkja slíka breytingu og því þurfa demókratar á hjálp repúblikana að halda. Þeir síðarnefndur hafa ekki tekið af tvímæli um hvort að þeir séu tilbúnir til þess. Fetterman kemur til starfa á þingi í dag. Hann lagðist sjálfviljugur inn á sjúkrahús til að fá meðferð við alvarlegu þunglyndi í febrúar. Læknar hans segja að hann sé nú á batavegi.
Bandaríkin Tengdar fréttir Leiðtogi repúblikana laus úr endurhæfingu eftir fall Mitch McConnell, leiðtogi Repúblikanaflokksins í öldungadeild Bandaríkjaþings, er kominn heim til sín af endurhæfingarstöð eftir að hann fékk heilahristing þegar hann féll fyrr í þessum mánuði. Hann segist ætla mæta aftur í þingið bráðlega. 26. mars 2023 11:28 Aldraður leiðtogi repúblikana á sjúkrahúsi Mitch McConnell, leiðtogi Repúblikanaflokksins í öldungadeild Bandaríkjaþings, var lagður inn á sjúkrahús eftir að hann hrasaði og datt á hóteli í Washington-borg í gærkvöldi. Talsmaður hans upplýsti ekki frekar um ástand hans eða hversu lengi hann verður fjarverandi. 9. mars 2023 09:37 Mest lesið Kom að lokuðum dyrum örfáum dögum eftir að hafa tjáð sig í fjölmiðlum Innlent Katrín Jakobsdóttir tekur við af Daða Má Innlent Ógeðfelldum aðferðum lýst í ákæru á hendur þremur Innlent Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Erlent Hafi ekki fengið nauðsynlega hjálp áður en hann varð dóttur sinni að bana Innlent „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Innlent Stjórnmálamenn þurfa ekki að lepja dauðann úr skel Innlent Vill veita björgunarfólkinu viðurkenningu Innlent Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Dómsmálaráðherra fundar með Sigríði og Helga Magnúsi Innlent Fleiri fréttir Greiddi aðila sem þóttist vera Brad Pitt tugi milljóna Bræðurnir Tate lausir úr stofufangelsi, aftur Hamas-liðar samþykktu drög að friðarsamkomulagi Að minnsta kosti hundrað hafa dáið ofan í lokaðri námu Lögðu kapp á að senda Pútín viðvörun vegna eldsprengja Eldar sagðir loga víða í Rússlandi eftir árásir Flokkur Farage fast á hæla Verkamannaflokksins Segist ítrekað hafa komið í veg fyrir frið á Gasa Segir að Trump hefði verið sakfelldur Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Búa sig undir það versta Hyggjast leggja 100 prósent skatt á eignakaup útlendinga Bloomberg segir viðræður hafa átt sér stað um sölu TikTok til Musk Biden segir vopnahlésviðræður á lokametrunum Að minnsta kosti 24 látnir Máluðu gröf Charles Darwin í mótmælaskyni Fundu leifar af fíkniefnum í þinghúsinu eftir jólagleði þingflokka Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Sjá meira
Leiðtogi repúblikana laus úr endurhæfingu eftir fall Mitch McConnell, leiðtogi Repúblikanaflokksins í öldungadeild Bandaríkjaþings, er kominn heim til sín af endurhæfingarstöð eftir að hann fékk heilahristing þegar hann féll fyrr í þessum mánuði. Hann segist ætla mæta aftur í þingið bráðlega. 26. mars 2023 11:28
Aldraður leiðtogi repúblikana á sjúkrahúsi Mitch McConnell, leiðtogi Repúblikanaflokksins í öldungadeild Bandaríkjaþings, var lagður inn á sjúkrahús eftir að hann hrasaði og datt á hóteli í Washington-borg í gærkvöldi. Talsmaður hans upplýsti ekki frekar um ástand hans eða hversu lengi hann verður fjarverandi. 9. mars 2023 09:37