Ný þota gefur færi á beinu flugi til Mexíkó og Indlands Kristján Már Unnarsson skrifar 17. apríl 2023 20:50 Airbus A321XLR í litum Icelandair. Viljayfirlýsingin er um kaup á þrettán flugvélum og kauprétt að tólf flugvélum til viðbótar. Airbus Tækifæri Íslendinga til að komast í beint flug til fjarlægari áfangastaða gætu stóraukist með kaupum Icelandair á langdrægum Airbus-þotum. Kalifornía, Mexíkó, Texas og jafnvel Suður-Ameríka en einnig Indland og Norður-Afríka gætu þannig bæst í leiðakerfið. Í fréttum Stöðvar 2 mátti sjá myndir af Airbus A321XLR í litum Icelandair en félagið hefur valið flugvélina sem sinn framtíðarfarkost. Hún er reyndar enn í flugprófunum, fyrsta flugið var í fyrrasumar, en stefnt er að því að hún verði vottuð til farþegaflugs á þessu ári og fari í þjónustu flugfélaga á því næsta. Allt frá því Icelandair keypti fyrstu Boeing 727-þotuna árið 1967 hefur félagið aldrei keypt nýjar þotur frá öðrum framleiðanda en Boeing. En hvað réð úrslitum um það að núna er skipt yfir í Airbus? Jens Bjarnason stýrir rekstrarsviði Icelandair.Bjarni Einarsson „Það sem réði að hluta til var að hún er langdrægari, getur flogið allt núverandi leiðakerfi vandræðalaust, og það sem meira er að hún hefur jafnframt flugdrægi til að sækja inn á fjarlægari markaði,“ segir Jens Bjarnason, framkvæmdastjóri rekstrarsviðs Icelandair. En hvaða valkostur kom helst til greina hjá Boeing? „Fyrst og fremst MAX-vélin. Hún er búin að vera í rekstri hjá okkur í þónokkur ár og reynst ákaflega vel. Mjög hagstæð vél og gerir það mjög vel sem hún er að gera. En hún hefur ekki alveg sama flugdrægi,“ svarar Jens. Boeing 737 MAX-þota Icelandair.WRAL-TV Raleigh Meðan flugdrægi Boeing 737 MAX er um 6.500 kílómetrar er flugdrægi nýju Airbus-vélarinnar 8.700 kílómetrar. „Hún getur auðveldlega flogið til Kaliforníu, Los Angeles, San Diego, Phoenix í Arizona, Texas og jafnvel sunnar. Mexíkó, og jafnvel Suður-Ameríku, Karíbahafið. Þannig að ef þú ert að horfa til vesturheims þá eru þetta staðir sem eru innan þess sem flugvélin getur flogið til.“ Icelandair hyggst taka Airbus A321LR í notkun árið 2025. Langdrægustu XLR-gerðina fær félagið árið 2029.Airbus Ný tækifæri skapast einnig í austurvegi. „Miðausturlönd, Norður-Afríka, Asía, jafnvel Indland. Þannig að þetta er gríðarlega öflug vél,“ segir framkvæmdastjóri rekstrarsviðs Icelandair. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Icelandair Airbus Boeing Ferðalög Fréttir af flugi Tengdar fréttir Alger sprenging í framboði íslensku flugfélaganna Sjaldan eða aldrei hefur verið hægt að fljúga til fleiri áfangastaða frá Íslandi og á komandi sumri. Bæði íslensku flugfélögin hafa bætt við sig áfangastöðum en auk þeirra fljúga tuttugu og fjögur erlend flugfélög til Keflavíkur í sumar. 9. apríl 2023 19:57 Icelandair velur Airbus til að leysa af Boeing 757 Icelandair og Airbus hafa undirritað viljayfirlýsingu um kaup á þrettán flugvélum af gerðinni Airbus A321XLR og kauprétt að tólf flugvélum til viðbótar. Flugvélarnar verða afhentar frá og með árinu 2029. 7. apríl 2023 06:12 „Við erum að ná vopnum okkar aftur“ Icelandair og Airbus hafa undirritað viljayfirlýsingu um kaup á þrettán flugvélum og kauprétt að tólf flugvélum umfram það. Ljóst er að um gríðarlegar upphæðir er að ræða og segir fjármálastjóri fyrirtækisins að félagið sé að ná vopnum sínum á ný eftir erfiða tíma. 7. apríl 2023 21:08 Næstu stórkaup Icelandair gætu orðið í þessari þotu Ráðamenn Icelandair stefna að ákvörðun fyrir áramót um framtíðarskipan flugflotans sem gæti falið í sér stórfelld flugvélakaup. Ný langdræg farþegaþota Airbus er meðal þeirra sem helst koma til greina. 18. júní 2019 22:14 Nýjasta þotan frá Airbus gæti orðið framtíðarvél Icelandair Airbus kynnti í dag ákvörðun um að hefja framleiðslu á langdrægustu farþegaþotu heims í flokki mjórra véla með einn farrýmisgang, Airbus A321XLR. 17. júní 2019 23:05 Mest lesið Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Vilja selja Landsbankann Viðskipti innlent Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Viðskipti innlent Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Viðskipti innlent „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 mátti sjá myndir af Airbus A321XLR í litum Icelandair en félagið hefur valið flugvélina sem sinn framtíðarfarkost. Hún er reyndar enn í flugprófunum, fyrsta flugið var í fyrrasumar, en stefnt er að því að hún verði vottuð til farþegaflugs á þessu ári og fari í þjónustu flugfélaga á því næsta. Allt frá því Icelandair keypti fyrstu Boeing 727-þotuna árið 1967 hefur félagið aldrei keypt nýjar þotur frá öðrum framleiðanda en Boeing. En hvað réð úrslitum um það að núna er skipt yfir í Airbus? Jens Bjarnason stýrir rekstrarsviði Icelandair.Bjarni Einarsson „Það sem réði að hluta til var að hún er langdrægari, getur flogið allt núverandi leiðakerfi vandræðalaust, og það sem meira er að hún hefur jafnframt flugdrægi til að sækja inn á fjarlægari markaði,“ segir Jens Bjarnason, framkvæmdastjóri rekstrarsviðs Icelandair. En hvaða valkostur kom helst til greina hjá Boeing? „Fyrst og fremst MAX-vélin. Hún er búin að vera í rekstri hjá okkur í þónokkur ár og reynst ákaflega vel. Mjög hagstæð vél og gerir það mjög vel sem hún er að gera. En hún hefur ekki alveg sama flugdrægi,“ svarar Jens. Boeing 737 MAX-þota Icelandair.WRAL-TV Raleigh Meðan flugdrægi Boeing 737 MAX er um 6.500 kílómetrar er flugdrægi nýju Airbus-vélarinnar 8.700 kílómetrar. „Hún getur auðveldlega flogið til Kaliforníu, Los Angeles, San Diego, Phoenix í Arizona, Texas og jafnvel sunnar. Mexíkó, og jafnvel Suður-Ameríku, Karíbahafið. Þannig að ef þú ert að horfa til vesturheims þá eru þetta staðir sem eru innan þess sem flugvélin getur flogið til.“ Icelandair hyggst taka Airbus A321LR í notkun árið 2025. Langdrægustu XLR-gerðina fær félagið árið 2029.Airbus Ný tækifæri skapast einnig í austurvegi. „Miðausturlönd, Norður-Afríka, Asía, jafnvel Indland. Þannig að þetta er gríðarlega öflug vél,“ segir framkvæmdastjóri rekstrarsviðs Icelandair. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Icelandair Airbus Boeing Ferðalög Fréttir af flugi Tengdar fréttir Alger sprenging í framboði íslensku flugfélaganna Sjaldan eða aldrei hefur verið hægt að fljúga til fleiri áfangastaða frá Íslandi og á komandi sumri. Bæði íslensku flugfélögin hafa bætt við sig áfangastöðum en auk þeirra fljúga tuttugu og fjögur erlend flugfélög til Keflavíkur í sumar. 9. apríl 2023 19:57 Icelandair velur Airbus til að leysa af Boeing 757 Icelandair og Airbus hafa undirritað viljayfirlýsingu um kaup á þrettán flugvélum af gerðinni Airbus A321XLR og kauprétt að tólf flugvélum til viðbótar. Flugvélarnar verða afhentar frá og með árinu 2029. 7. apríl 2023 06:12 „Við erum að ná vopnum okkar aftur“ Icelandair og Airbus hafa undirritað viljayfirlýsingu um kaup á þrettán flugvélum og kauprétt að tólf flugvélum umfram það. Ljóst er að um gríðarlegar upphæðir er að ræða og segir fjármálastjóri fyrirtækisins að félagið sé að ná vopnum sínum á ný eftir erfiða tíma. 7. apríl 2023 21:08 Næstu stórkaup Icelandair gætu orðið í þessari þotu Ráðamenn Icelandair stefna að ákvörðun fyrir áramót um framtíðarskipan flugflotans sem gæti falið í sér stórfelld flugvélakaup. Ný langdræg farþegaþota Airbus er meðal þeirra sem helst koma til greina. 18. júní 2019 22:14 Nýjasta þotan frá Airbus gæti orðið framtíðarvél Icelandair Airbus kynnti í dag ákvörðun um að hefja framleiðslu á langdrægustu farþegaþotu heims í flokki mjórra véla með einn farrýmisgang, Airbus A321XLR. 17. júní 2019 23:05 Mest lesið Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Vilja selja Landsbankann Viðskipti innlent Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Viðskipti innlent Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Viðskipti innlent „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Sjá meira
Alger sprenging í framboði íslensku flugfélaganna Sjaldan eða aldrei hefur verið hægt að fljúga til fleiri áfangastaða frá Íslandi og á komandi sumri. Bæði íslensku flugfélögin hafa bætt við sig áfangastöðum en auk þeirra fljúga tuttugu og fjögur erlend flugfélög til Keflavíkur í sumar. 9. apríl 2023 19:57
Icelandair velur Airbus til að leysa af Boeing 757 Icelandair og Airbus hafa undirritað viljayfirlýsingu um kaup á þrettán flugvélum af gerðinni Airbus A321XLR og kauprétt að tólf flugvélum til viðbótar. Flugvélarnar verða afhentar frá og með árinu 2029. 7. apríl 2023 06:12
„Við erum að ná vopnum okkar aftur“ Icelandair og Airbus hafa undirritað viljayfirlýsingu um kaup á þrettán flugvélum og kauprétt að tólf flugvélum umfram það. Ljóst er að um gríðarlegar upphæðir er að ræða og segir fjármálastjóri fyrirtækisins að félagið sé að ná vopnum sínum á ný eftir erfiða tíma. 7. apríl 2023 21:08
Næstu stórkaup Icelandair gætu orðið í þessari þotu Ráðamenn Icelandair stefna að ákvörðun fyrir áramót um framtíðarskipan flugflotans sem gæti falið í sér stórfelld flugvélakaup. Ný langdræg farþegaþota Airbus er meðal þeirra sem helst koma til greina. 18. júní 2019 22:14
Nýjasta þotan frá Airbus gæti orðið framtíðarvél Icelandair Airbus kynnti í dag ákvörðun um að hefja framleiðslu á langdrægustu farþegaþotu heims í flokki mjórra véla með einn farrýmisgang, Airbus A321XLR. 17. júní 2019 23:05