Óttuðust að eitrað yrði fyrir þeim Valur Páll Eiríksson skrifar 18. apríl 2023 11:00 Ruud Gullit og Diego Maradona takast á. Getty/Allsport UK /Allsport Undanúrslitaeinvígi AC Milan og Napoli minnir um margt á harða baráttu liðanna á níunda og tíunda áratug síðustu aldar. Ruud Gullit rifjar upp ferðalag AC Milan til Napoli er liðin kepptust um ítalska meistaratitilinn við Diego Maradona og félaga. AC Milan vann fyrri leik liðanna í undanúrslitum Meistaradeildarinnar í Mílanó í síðustu viku, 1-0, og fer því með nauma forystu til Napoli í kvöld. Leikur kvöldsins verður sá þriðji hjá liðunum í þessum mánuði en AC Milan vann magnaðan 4-0 sigur á Napoli, sem leiðir ítölsku deildina, í deildarleik fyrr í apríl. Ítalskir miðlar segja þetta minna á harða baráttu liðanna fyrir rúmum þremur áratugum þegar þau kepptu um ítalska titilinn ár eftir ár. Ruud Gullit rifjaði upp ferðalag AC-manna til Napoli í maí 1988 í heimildamynd um þjálfara liðsins Arrigo Sacchi. Ítalski meistaratitillinn var undir í þeim leik. „Ég man vel eftir því að við flugum með tveimur einkaflugvélum til Napoli og ég skildi ekki af hverju. Það var algjört ófremdarástand þegar við mættum á hótelið, við vorum á efstu hæð og það var mannhaf fyrir neðan okkur sem öskraði hástöfum að okkur,“ segir Gullit. „Þá áttaði ég mig á því að aukaflugvélin var full af öryggisgæslumönnum, þar sem enginn í Napoli mátti snerta matinn okkar. Það var töluverð hræðsla um að þeir myndu setja eitthvað í matinn, svo við vorum einir á efstu hæðinni og enginn mátti koma þar upp. Kokkurinn okkar, Michele, eldaði matinn og öryggisgæslumennirnir færðu okkur matinn,“ „Aðdáendur Napoli öskruðu fyrir utan hótelið okkar alla nóttina til að halda fyrir okkur vöku. Þá var liðsrútan okkar grýtt á leikdag, þetta var mikið ævintýri, ég trúði þessu varla,“ segir Gullit. AC Milan vann þann leik 3-2 og vann ítalska meistaratitilinn árið 1988. Leikmenn AC Milan mættu til Napoli í gær og líklegt þykir að svipuð læti hafi fylgt við þeirra hótel í nótt. Flugeldar eru þó vinsælli til slíks þessi dægrin. Þá er ólíklegt að álíka öryggisgæslu þurfi vegna matseldar fyrir leikmenn liðsins þessa dagana. Napoli og AC Milan mætast í síðari leik liðanna í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu klukkan 19:00 í kvöld. Leikurinn er í beinni á Stöð 2 Sport 2 og hefja Kjartan Atli Kjartansson og félagar upphitun klukkan 18:30. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Ítalski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Leik lokið: Stjarnan - Tindastóll 103-74| Andlegt gjaldþrot gestanna í Garðabæ Körfubolti KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Handbolti Leik lokið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn Íslenski boltinn Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Handbolti Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Enski boltinn Enn eitt tapið á Old Trafford Enski boltinn Uppgjör: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Þurftum að grafa djúpt” Leik lokið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Pirruð Man City stjarna: „Þeir reyndu ekki einu sinni að vinna“ Uppgjör: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin Hilmir Rafn innsiglaði sigurinn hjá toppliðinu Þór/KA og Blikar áfram í bikar: Sextán ára aldursmunur á markaskorurum Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Stefán Ingi og Sveinn Aron báðir á skotskónum í sigurleikjum Daníel Tristan og Mikael með stoðsendingar Sjáðu draumamark Ísaks Andra Sveindís Jane skoraði og lagði upp í kveðjuleiknum Barcelona með níu fingur á titlinum Newcastle upp í þriðja sætið eftir sigur á Chelsea Enn eitt tapið á Old Trafford Palace fór létt með Tottenham sem hvíldi marga „Snýst um félagið, liðið og hvað við áorkum saman“ „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ Meistaradeild Evrópu: Þar sem markmenn eru markverðir Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Kristian Nökkvi skoraði og lagði upp Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Cecilía Rán lokaði markinu í lokaleiknum Sunneva Hrönn og stöllur í FCK tryggðu sig upp um deild Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Skjöldur á loft í Bæjaralandi Watkins hélt Meistaradeildardraum Villa á lífi Sjá meira
AC Milan vann fyrri leik liðanna í undanúrslitum Meistaradeildarinnar í Mílanó í síðustu viku, 1-0, og fer því með nauma forystu til Napoli í kvöld. Leikur kvöldsins verður sá þriðji hjá liðunum í þessum mánuði en AC Milan vann magnaðan 4-0 sigur á Napoli, sem leiðir ítölsku deildina, í deildarleik fyrr í apríl. Ítalskir miðlar segja þetta minna á harða baráttu liðanna fyrir rúmum þremur áratugum þegar þau kepptu um ítalska titilinn ár eftir ár. Ruud Gullit rifjaði upp ferðalag AC-manna til Napoli í maí 1988 í heimildamynd um þjálfara liðsins Arrigo Sacchi. Ítalski meistaratitillinn var undir í þeim leik. „Ég man vel eftir því að við flugum með tveimur einkaflugvélum til Napoli og ég skildi ekki af hverju. Það var algjört ófremdarástand þegar við mættum á hótelið, við vorum á efstu hæð og það var mannhaf fyrir neðan okkur sem öskraði hástöfum að okkur,“ segir Gullit. „Þá áttaði ég mig á því að aukaflugvélin var full af öryggisgæslumönnum, þar sem enginn í Napoli mátti snerta matinn okkar. Það var töluverð hræðsla um að þeir myndu setja eitthvað í matinn, svo við vorum einir á efstu hæðinni og enginn mátti koma þar upp. Kokkurinn okkar, Michele, eldaði matinn og öryggisgæslumennirnir færðu okkur matinn,“ „Aðdáendur Napoli öskruðu fyrir utan hótelið okkar alla nóttina til að halda fyrir okkur vöku. Þá var liðsrútan okkar grýtt á leikdag, þetta var mikið ævintýri, ég trúði þessu varla,“ segir Gullit. AC Milan vann þann leik 3-2 og vann ítalska meistaratitilinn árið 1988. Leikmenn AC Milan mættu til Napoli í gær og líklegt þykir að svipuð læti hafi fylgt við þeirra hótel í nótt. Flugeldar eru þó vinsælli til slíks þessi dægrin. Þá er ólíklegt að álíka öryggisgæslu þurfi vegna matseldar fyrir leikmenn liðsins þessa dagana. Napoli og AC Milan mætast í síðari leik liðanna í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu klukkan 19:00 í kvöld. Leikurinn er í beinni á Stöð 2 Sport 2 og hefja Kjartan Atli Kjartansson og félagar upphitun klukkan 18:30. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Ítalski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Leik lokið: Stjarnan - Tindastóll 103-74| Andlegt gjaldþrot gestanna í Garðabæ Körfubolti KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Handbolti Leik lokið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn Íslenski boltinn Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Handbolti Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Enski boltinn Enn eitt tapið á Old Trafford Enski boltinn Uppgjör: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Þurftum að grafa djúpt” Leik lokið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Pirruð Man City stjarna: „Þeir reyndu ekki einu sinni að vinna“ Uppgjör: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin Hilmir Rafn innsiglaði sigurinn hjá toppliðinu Þór/KA og Blikar áfram í bikar: Sextán ára aldursmunur á markaskorurum Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Stefán Ingi og Sveinn Aron báðir á skotskónum í sigurleikjum Daníel Tristan og Mikael með stoðsendingar Sjáðu draumamark Ísaks Andra Sveindís Jane skoraði og lagði upp í kveðjuleiknum Barcelona með níu fingur á titlinum Newcastle upp í þriðja sætið eftir sigur á Chelsea Enn eitt tapið á Old Trafford Palace fór létt með Tottenham sem hvíldi marga „Snýst um félagið, liðið og hvað við áorkum saman“ „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ Meistaradeild Evrópu: Þar sem markmenn eru markverðir Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Kristian Nökkvi skoraði og lagði upp Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Cecilía Rán lokaði markinu í lokaleiknum Sunneva Hrönn og stöllur í FCK tryggðu sig upp um deild Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Skjöldur á loft í Bæjaralandi Watkins hélt Meistaradeildardraum Villa á lífi Sjá meira
Leik lokið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn Íslenski boltinn
Leik lokið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn Íslenski boltinn